Mér finnst rigningin góð! Bjarni Gíslason skrifar 19. júní 2013 08:24 Það voru brosandi og dansandi börn á Skerpluhátíð leikskólans Mýri í Skerjafirði 13. júní síðastliðinn. Fyrir utan að dansa við dynjandi tónlist, róla sér og leika í öðrum leiktækjum var vinsælt að skrúfa frá krana á viðartunnu sem tengd var við þakrennu leikskólans. Sem betur fer hafði rignt þannig að tunnan var full af vatni og hægt að fylla fötur af vatni og leika sér. Einn og einn fékk sér meira að segja að drekka. Börnin höfðu áður séð myndir og fengið fræðslu um stöðu barna í Úganda sem hafa ekki aðgang að hreinu vatni og hvernig vatnstankur sem safnar rigningarvatni breytir aðstæðum til hins betra. Í fræðslunni var spurningunni „Hver hefur skrúfað frá vatnskrana í dag?“ varpað fram og margar hendur fóru á loft og margir kölluðu „Það gerði ég, ég líka“. Í framhaldinu var upplýst að mörg börn til dæmis í Úganda hafa ekki krana til að skrúfa frá, heldur þurfa þau að fara langar leiðir til að sækja vatn, oft óhreint vatn. Hjálparstarf kirkjunnar reisir hús og vatnstanka fyrir börn sem hafa misst foreldra sína úr alnæmi og einstæðar mæður sem lifa með sjúkdómnum. Viðartunnan góða sýnir vel hvernig vatnstankarnir virka, þeir safna rigningarvatni sem dugar 3-4 mánuði inn í þurrkatímann. Þá þarf ekki að fara langar leiðir og sleppa skólanum, heldur er hægt að skrúfa frá krana á vatnstankinum og fá sér gott vatn. Svo kemur að því að tunnan verður tóm, af því að það hefur ekki rignt og þá skilja börnin betur aðstæður sums staðar í Afríku. Og setningin „Mér finnst rigningin góð“ fær dýpri merkingu. Börnin létu ekki nægja að setja sig í spor jafnaldra í Úganda heldur tóku, með starfsmönnum og aðstandendum, til sinna ráða og söfnuðu fyrir vatnstanki og gott betur, einni geit líka. Sannarlega gjöf sem gefur. Fleiri slíkar gjafir má sjá á www.gjofsemgefur.is. Lokasetningin á þakkarskjali til barnanna er: ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆR, orð sem ljúft er að endurtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það voru brosandi og dansandi börn á Skerpluhátíð leikskólans Mýri í Skerjafirði 13. júní síðastliðinn. Fyrir utan að dansa við dynjandi tónlist, róla sér og leika í öðrum leiktækjum var vinsælt að skrúfa frá krana á viðartunnu sem tengd var við þakrennu leikskólans. Sem betur fer hafði rignt þannig að tunnan var full af vatni og hægt að fylla fötur af vatni og leika sér. Einn og einn fékk sér meira að segja að drekka. Börnin höfðu áður séð myndir og fengið fræðslu um stöðu barna í Úganda sem hafa ekki aðgang að hreinu vatni og hvernig vatnstankur sem safnar rigningarvatni breytir aðstæðum til hins betra. Í fræðslunni var spurningunni „Hver hefur skrúfað frá vatnskrana í dag?“ varpað fram og margar hendur fóru á loft og margir kölluðu „Það gerði ég, ég líka“. Í framhaldinu var upplýst að mörg börn til dæmis í Úganda hafa ekki krana til að skrúfa frá, heldur þurfa þau að fara langar leiðir til að sækja vatn, oft óhreint vatn. Hjálparstarf kirkjunnar reisir hús og vatnstanka fyrir börn sem hafa misst foreldra sína úr alnæmi og einstæðar mæður sem lifa með sjúkdómnum. Viðartunnan góða sýnir vel hvernig vatnstankarnir virka, þeir safna rigningarvatni sem dugar 3-4 mánuði inn í þurrkatímann. Þá þarf ekki að fara langar leiðir og sleppa skólanum, heldur er hægt að skrúfa frá krana á vatnstankinum og fá sér gott vatn. Svo kemur að því að tunnan verður tóm, af því að það hefur ekki rignt og þá skilja börnin betur aðstæður sums staðar í Afríku. Og setningin „Mér finnst rigningin góð“ fær dýpri merkingu. Börnin létu ekki nægja að setja sig í spor jafnaldra í Úganda heldur tóku, með starfsmönnum og aðstandendum, til sinna ráða og söfnuðu fyrir vatnstanki og gott betur, einni geit líka. Sannarlega gjöf sem gefur. Fleiri slíkar gjafir má sjá á www.gjofsemgefur.is. Lokasetningin á þakkarskjali til barnanna er: ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆR, orð sem ljúft er að endurtaka.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar