Tími vindorku á Íslandi – Hvað þyrfti til að koma í veg fyrir raforkuskerðingar? Edvald Edvaldsson skrifar 16. júní 2025 06:01 Þann 15. júní ár hvert er haldinn Global Wind Day, alþjóðlegur dagur tileinkaður því að vekja athygli á hlutverki vindorku í sjálfbærri framtíð heimsins. Hér á Íslandi er þetta tilefni sérstaklega viðeigandi – enda má með sanni segja að fyrir þá sem búa hér sé Global Wind Day nánast á hverjum einasta degi. Ísland býr yfir einstakri vindauðlind sem enn hefur lítið verið nýtt. Á sama tíma er orkuþörf vaxandi og skortur á afhendingargetu farinn að valda verulegum vandkvæðum í atvinnulífinu. Skerðingar sem námu allt að 500 gígavattstundum á einu ári hafa skapað milljarðatjón og kalla nú á raunhæfar lausnir. Þar er vindorka ein sterkasta og hagkvæmasta leiðin sem völ er á. Vindorka sem raunverulegur orkugjafi Ísland býður upp á vindskilyrði sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Á mörgum stöðum má ná allt að 45% nýtingu vindmylla, sem er hátt miðað við alþjóðleg viðmið, jafnvel à Norðursjò. Þrátt fyrir þetta hefur vindorka hingað til átt undir högg að sækja í skipulagslegu og stjórnsýslulegu tilliti. Samspil við vatnsafl og orkugeymslur Vindorka er sveiflukennd og því mikilvægt að orkukerfið geti tekið við breytileika hennar. Þar hefur Ísland yfir að ráða einstöku fyrirkomulagi: vatnsaflsvirkjanir með miðlunarlónum sem virka sem náttúrulegar rafhlöður. Þegar vindur blæs vel má draga úr vatnsrennsli og spara orku til síðar. Þessi sveigjanleiki gerir samspil vindorku og vatnsafls að afar öflugri lausn. Auk þess hafa stórar orkugeymslur, svo sem rafhlöður, orðið raunhæfur valkostur til að jafna út styttri sveiflur. Slík tækni gæti orðið hluti af framtíðinni, sérstaklega á svæðum þar sem vatnsmiðlun er takmörkuð. Flutningskerfið sem flöskuháls Þótt vindorka sé tæknilega og umhverfislega fýsileg, er skortur á flutningsgetu orðin alvarleg hindrun. Orka sem ekki kemst til notenda leysir engin vandamál. Þess vegna þarf skýr samhæfð áætlun um virkjanaheimildir og flutningsinnviði – ef vindorka á að nýtast sem raunveruleg lausn. Forsenda fyrir nýjum iðnaði Vindorka er ekki aðeins mikilvægt innlegg í núverandi orkukerfi – hún er einnig forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Orkukrefjandi nýsköpun og grænn iðnaður, svo sem vetnisframleiðsla, rafeldsneyti, loftlausnir og gagnaver, krefjast hreinnar og stöðugrar raforku. Ef raforka er ekki til staðar, mun sá iðnaður einfaldlega ekki byggjast upp á Íslandi. Því er orkuuppbygging ekki aðeins um afhendingu – heldur um atvinnusköpun, verðmætasköpun og framtíðarstöðu Íslands í grænum lausnum. Á Íslandi eru aðstæður þannig að hér mætti með réttum undirbúningi framleiða tugi teravattstunda af vindorku árlega. Til að bæta fyrir skerðingar sem nemur 500 GWh þyrfti aðeins hóflega uppbyggingu: 127 MW af afli, 32 vindmyllur. Vindorka bætir við orkuflóruna, styður við vatnsaflskerfið, eykur sveigjanleika og skapar möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Hún getur jafnað sveiflur í kerfinu og minnkað líkur á skerðingum. Ef Ísland ætlar sér að verða áfram leiðandi í sjálfbærum orkulausnum, þarf vindorku til að styðja við þann vöxt. Global Wind Day er aðeins einn dagur á alþjóðlegum dagatölum – en á Íslandi, þar sem vindurinn er stöðugur félagi okkar, ætti þessi dagur að vera upphaf að því að virkja þá auðlind sem vindurinn raunverulega er: orka framtíðarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur og tæknistjóri Youwind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 15. júní ár hvert er haldinn Global Wind Day, alþjóðlegur dagur tileinkaður því að vekja athygli á hlutverki vindorku í sjálfbærri framtíð heimsins. Hér á Íslandi er þetta tilefni sérstaklega viðeigandi – enda má með sanni segja að fyrir þá sem búa hér sé Global Wind Day nánast á hverjum einasta degi. Ísland býr yfir einstakri vindauðlind sem enn hefur lítið verið nýtt. Á sama tíma er orkuþörf vaxandi og skortur á afhendingargetu farinn að valda verulegum vandkvæðum í atvinnulífinu. Skerðingar sem námu allt að 500 gígavattstundum á einu ári hafa skapað milljarðatjón og kalla nú á raunhæfar lausnir. Þar er vindorka ein sterkasta og hagkvæmasta leiðin sem völ er á. Vindorka sem raunverulegur orkugjafi Ísland býður upp á vindskilyrði sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Á mörgum stöðum má ná allt að 45% nýtingu vindmylla, sem er hátt miðað við alþjóðleg viðmið, jafnvel à Norðursjò. Þrátt fyrir þetta hefur vindorka hingað til átt undir högg að sækja í skipulagslegu og stjórnsýslulegu tilliti. Samspil við vatnsafl og orkugeymslur Vindorka er sveiflukennd og því mikilvægt að orkukerfið geti tekið við breytileika hennar. Þar hefur Ísland yfir að ráða einstöku fyrirkomulagi: vatnsaflsvirkjanir með miðlunarlónum sem virka sem náttúrulegar rafhlöður. Þegar vindur blæs vel má draga úr vatnsrennsli og spara orku til síðar. Þessi sveigjanleiki gerir samspil vindorku og vatnsafls að afar öflugri lausn. Auk þess hafa stórar orkugeymslur, svo sem rafhlöður, orðið raunhæfur valkostur til að jafna út styttri sveiflur. Slík tækni gæti orðið hluti af framtíðinni, sérstaklega á svæðum þar sem vatnsmiðlun er takmörkuð. Flutningskerfið sem flöskuháls Þótt vindorka sé tæknilega og umhverfislega fýsileg, er skortur á flutningsgetu orðin alvarleg hindrun. Orka sem ekki kemst til notenda leysir engin vandamál. Þess vegna þarf skýr samhæfð áætlun um virkjanaheimildir og flutningsinnviði – ef vindorka á að nýtast sem raunveruleg lausn. Forsenda fyrir nýjum iðnaði Vindorka er ekki aðeins mikilvægt innlegg í núverandi orkukerfi – hún er einnig forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Orkukrefjandi nýsköpun og grænn iðnaður, svo sem vetnisframleiðsla, rafeldsneyti, loftlausnir og gagnaver, krefjast hreinnar og stöðugrar raforku. Ef raforka er ekki til staðar, mun sá iðnaður einfaldlega ekki byggjast upp á Íslandi. Því er orkuuppbygging ekki aðeins um afhendingu – heldur um atvinnusköpun, verðmætasköpun og framtíðarstöðu Íslands í grænum lausnum. Á Íslandi eru aðstæður þannig að hér mætti með réttum undirbúningi framleiða tugi teravattstunda af vindorku árlega. Til að bæta fyrir skerðingar sem nemur 500 GWh þyrfti aðeins hóflega uppbyggingu: 127 MW af afli, 32 vindmyllur. Vindorka bætir við orkuflóruna, styður við vatnsaflskerfið, eykur sveigjanleika og skapar möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Hún getur jafnað sveiflur í kerfinu og minnkað líkur á skerðingum. Ef Ísland ætlar sér að verða áfram leiðandi í sjálfbærum orkulausnum, þarf vindorku til að styðja við þann vöxt. Global Wind Day er aðeins einn dagur á alþjóðlegum dagatölum – en á Íslandi, þar sem vindurinn er stöðugur félagi okkar, ætti þessi dagur að vera upphaf að því að virkja þá auðlind sem vindurinn raunverulega er: orka framtíðarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur og tæknistjóri Youwind
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun