Til hamingju með daginn á ný! Árni Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 15:31 Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Þann 5. mars sl. tók lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halla Bergþóra Björnsdóttir, á móti forystu breiðfylkingar forvarnarsamtaka. Samtökin eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Tilefni fundarins var að ræða þennan óheyrilega drátt á niðurstöðu í kærumálinu. Á fundinum kom fram hjá lögreglustjóra að þess væri skammt að bíða að niðurstaða lægi fyrir. Nú eru liðnir margir mánuðir síðan þetta var sagt og ekkert bólar á niðurstöðu frekar en fyrri daginn. Kötturinn Diego fannst á tveimur dögum Nú er ég mikill dýravinur og gladdist mjög þegar lögreglunni tókst að finna frægsta kött landsins Diego á sirka tveimur dögum. Vel að verki staðið. Að sama skapi er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu hvort sækja eigi til saka algerlega ólöglega áfengissölu sem búið er að kæra fyrir fimm árum. Á meðan svo er spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna. Hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Fóstra áfengismenningu, nei takk Upp á síðkastið hefur farið fram nauðsynleg umræða um ágang áfengisiðnaðarins í tengslum við íþróttastarf og íþróttakappleiki á Íslandi. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Nauðsynlegt er að almenningur verði upplýstur um að ef íþróttastarf snýr sér að því að fóstra áfengismenningu verður umtalsverður lýðheilsuskaði sem samfélagið allt þarf að standa undir. Við eigum að segja nei takk við því að áfengisiðnaðurinn fái að hefja innreið sína á íþróttaviðburðum. Flöggum fána lýðheilsu Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og fræði um samspil áfengis og lýðheilsu. Af því tilefni standa ofangreind forvarnarsamtök fyrir stuttu og snörpu málþingi “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann16. júní kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þar mun heilbrigðisráðherra, forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands ofl. halda stutt erindi um sína sýn á framtíðina í þessum málum. Málþingið ber upp á daginn þegar hálfur áratugur er liðinn frá kæru, í einu stærsta lýðheilsumáli í sögu Íslands, sem ekki hefur fengið niðurstöðu. Ekki enn. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Þann 5. mars sl. tók lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halla Bergþóra Björnsdóttir, á móti forystu breiðfylkingar forvarnarsamtaka. Samtökin eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Tilefni fundarins var að ræða þennan óheyrilega drátt á niðurstöðu í kærumálinu. Á fundinum kom fram hjá lögreglustjóra að þess væri skammt að bíða að niðurstaða lægi fyrir. Nú eru liðnir margir mánuðir síðan þetta var sagt og ekkert bólar á niðurstöðu frekar en fyrri daginn. Kötturinn Diego fannst á tveimur dögum Nú er ég mikill dýravinur og gladdist mjög þegar lögreglunni tókst að finna frægsta kött landsins Diego á sirka tveimur dögum. Vel að verki staðið. Að sama skapi er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu hvort sækja eigi til saka algerlega ólöglega áfengissölu sem búið er að kæra fyrir fimm árum. Á meðan svo er spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna. Hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Fóstra áfengismenningu, nei takk Upp á síðkastið hefur farið fram nauðsynleg umræða um ágang áfengisiðnaðarins í tengslum við íþróttastarf og íþróttakappleiki á Íslandi. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Nauðsynlegt er að almenningur verði upplýstur um að ef íþróttastarf snýr sér að því að fóstra áfengismenningu verður umtalsverður lýðheilsuskaði sem samfélagið allt þarf að standa undir. Við eigum að segja nei takk við því að áfengisiðnaðurinn fái að hefja innreið sína á íþróttaviðburðum. Flöggum fána lýðheilsu Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og fræði um samspil áfengis og lýðheilsu. Af því tilefni standa ofangreind forvarnarsamtök fyrir stuttu og snörpu málþingi “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann16. júní kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þar mun heilbrigðisráðherra, forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands ofl. halda stutt erindi um sína sýn á framtíðina í þessum málum. Málþingið ber upp á daginn þegar hálfur áratugur er liðinn frá kæru, í einu stærsta lýðheilsumáli í sögu Íslands, sem ekki hefur fengið niðurstöðu. Ekki enn. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun