Til hamingju með daginn á ný! Árni Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 15:31 Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Þann 5. mars sl. tók lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halla Bergþóra Björnsdóttir, á móti forystu breiðfylkingar forvarnarsamtaka. Samtökin eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Tilefni fundarins var að ræða þennan óheyrilega drátt á niðurstöðu í kærumálinu. Á fundinum kom fram hjá lögreglustjóra að þess væri skammt að bíða að niðurstaða lægi fyrir. Nú eru liðnir margir mánuðir síðan þetta var sagt og ekkert bólar á niðurstöðu frekar en fyrri daginn. Kötturinn Diego fannst á tveimur dögum Nú er ég mikill dýravinur og gladdist mjög þegar lögreglunni tókst að finna frægsta kött landsins Diego á sirka tveimur dögum. Vel að verki staðið. Að sama skapi er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu hvort sækja eigi til saka algerlega ólöglega áfengissölu sem búið er að kæra fyrir fimm árum. Á meðan svo er spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna. Hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Fóstra áfengismenningu, nei takk Upp á síðkastið hefur farið fram nauðsynleg umræða um ágang áfengisiðnaðarins í tengslum við íþróttastarf og íþróttakappleiki á Íslandi. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Nauðsynlegt er að almenningur verði upplýstur um að ef íþróttastarf snýr sér að því að fóstra áfengismenningu verður umtalsverður lýðheilsuskaði sem samfélagið allt þarf að standa undir. Við eigum að segja nei takk við því að áfengisiðnaðurinn fái að hefja innreið sína á íþróttaviðburðum. Flöggum fána lýðheilsu Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og fræði um samspil áfengis og lýðheilsu. Af því tilefni standa ofangreind forvarnarsamtök fyrir stuttu og snörpu málþingi “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann16. júní kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þar mun heilbrigðisráðherra, forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands ofl. halda stutt erindi um sína sýn á framtíðina í þessum málum. Málþingið ber upp á daginn þegar hálfur áratugur er liðinn frá kæru, í einu stærsta lýðheilsumáli í sögu Íslands, sem ekki hefur fengið niðurstöðu. Ekki enn. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Halldór 4. 10. 2025 Halldór Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Þann 5. mars sl. tók lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halla Bergþóra Björnsdóttir, á móti forystu breiðfylkingar forvarnarsamtaka. Samtökin eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Tilefni fundarins var að ræða þennan óheyrilega drátt á niðurstöðu í kærumálinu. Á fundinum kom fram hjá lögreglustjóra að þess væri skammt að bíða að niðurstaða lægi fyrir. Nú eru liðnir margir mánuðir síðan þetta var sagt og ekkert bólar á niðurstöðu frekar en fyrri daginn. Kötturinn Diego fannst á tveimur dögum Nú er ég mikill dýravinur og gladdist mjög þegar lögreglunni tókst að finna frægsta kött landsins Diego á sirka tveimur dögum. Vel að verki staðið. Að sama skapi er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu hvort sækja eigi til saka algerlega ólöglega áfengissölu sem búið er að kæra fyrir fimm árum. Á meðan svo er spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna. Hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Fóstra áfengismenningu, nei takk Upp á síðkastið hefur farið fram nauðsynleg umræða um ágang áfengisiðnaðarins í tengslum við íþróttastarf og íþróttakappleiki á Íslandi. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Nauðsynlegt er að almenningur verði upplýstur um að ef íþróttastarf snýr sér að því að fóstra áfengismenningu verður umtalsverður lýðheilsuskaði sem samfélagið allt þarf að standa undir. Við eigum að segja nei takk við því að áfengisiðnaðurinn fái að hefja innreið sína á íþróttaviðburðum. Flöggum fána lýðheilsu Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og fræði um samspil áfengis og lýðheilsu. Af því tilefni standa ofangreind forvarnarsamtök fyrir stuttu og snörpu málþingi “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann16. júní kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þar mun heilbrigðisráðherra, forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands ofl. halda stutt erindi um sína sýn á framtíðina í þessum málum. Málþingið ber upp á daginn þegar hálfur áratugur er liðinn frá kæru, í einu stærsta lýðheilsumáli í sögu Íslands, sem ekki hefur fengið niðurstöðu. Ekki enn. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar