Auður án innstæðu Helgi Magnússon skrifar 17. júní 2013 10:00 Frá því að Auður Hallgrímsdóttir var ekki valin til áframhaldandi setu í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins vorið 2012 hefur hún lýst óánægju með það að hún skuli ekki hafa hlotið áframhaldandi stuðning til stjórnarsetu þar. Þetta hefur komið fram í samtölum við ýmsa og á fundum þar sem hún hefur gert grein fyrir margháttuðum samsæriskenningum sínum sem eiga það allar sammerkt að ekki er fótur fyrir þeim. Dylgjur hennar og rangfærslur eru innstæðulausar með öllu. Ekki hefur verið tækifæri til að bregðast við þessu fyrr en nú að hún birtir langa grein í Fréttatímanum þann 7. júní þar sem hún hreytir ónotum í ýmsa, þar á meðal mig vegna formennsku minnar í Samtökum iðnaðarins sem ég gegndi frá árinu 2006 til 2012. Ég sit ekki undir tilefnislausum ásökunum af þessu tagi og kem því að eftirfarandi sjónarmiðum varðandi málatilbúnað Auðar. Samtök atvinnulífsins hafa með höndum tilnefningu á fulltrúum atvinnurekenda í stjórnir níu lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða val á helmingi stjórnarmanna viðkomandi sjóða í samræmi við lög og reglur sjóðanna. SA skipar einn fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna samkvæmt ábendingu frá Samtökum iðnaðarins en í öllum öðrum tilvikum velur og skipar framkvæmdastjórn SA stjórnarmennina algjörlega á sína ábyrgð en í sem bestu samráði við aðildarfélög í þeim tilvikum sem þau koma með tillögur eða láta sig málið varða.Alrangt Það er því alrangt að framkvæmdastjórar samtakanna taki sér „sjálfskipað tilnefningarvald“ eins og Auður heldur fram í fyrrnefndri grein sinni. Þeirri staðhæfingu hennar er mótmælt sem algjörlega tilhæfulausri. Á þeim tólf árum sem ég átti sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins, þar af sem formaður í sex ár, var sú vinnuregla viðhöfð að ákvarðanir um val á stjórnarmönnum sem samtökin komu að voru í höndum stjórnar en ekki framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna. Samtök atvinnurekenda hafa lagt metnað í að velja öflugt og hæft fólk til setu í stjórnum þeirra níu lífeyrissjóða sem hér um ræðir. Kröfur til stjórnarmanna fara vaxandi og hefur FME m.a. sett reglur um hæfisviðtöl sem stjórnarmenn þurfa að gangast undir. Fulltrúum SA hefur sem betur fer vegnað vel í þessum hæfisviðtölum enda hafa samtökin gert sér far um að velja fólk til þessara starfa sem ætla má að rísi undir þeim kröfum sem gerðar eru. Fulltrúar SA eru flestir starfandi í fyrirtækjum en nokkrir eru yfirmenn hjá samtökum í atvinnulífinu. Fyrir því er áralöng hefð og hefur reynsla af störfum þeirra verið með ágætum enda í öllum tilvikum um hæfa og öfluga starfsmenn að ræða. Auði Hallgrímsdóttur var falið að gegna stjórnarstörfum hjá lífeyrissjóði í fjögur ár. Þó að henni mislíki að hafa ekki verið beðin um að gegna þeim störfum lengur getur hún ekki leyft sér að ráðast að stjórnendum samtaka í atvinnulífnu með rangfærslum og innstæðulausum dylgjum. Auður á að geta gert betur en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Frá því að Auður Hallgrímsdóttir var ekki valin til áframhaldandi setu í stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins vorið 2012 hefur hún lýst óánægju með það að hún skuli ekki hafa hlotið áframhaldandi stuðning til stjórnarsetu þar. Þetta hefur komið fram í samtölum við ýmsa og á fundum þar sem hún hefur gert grein fyrir margháttuðum samsæriskenningum sínum sem eiga það allar sammerkt að ekki er fótur fyrir þeim. Dylgjur hennar og rangfærslur eru innstæðulausar með öllu. Ekki hefur verið tækifæri til að bregðast við þessu fyrr en nú að hún birtir langa grein í Fréttatímanum þann 7. júní þar sem hún hreytir ónotum í ýmsa, þar á meðal mig vegna formennsku minnar í Samtökum iðnaðarins sem ég gegndi frá árinu 2006 til 2012. Ég sit ekki undir tilefnislausum ásökunum af þessu tagi og kem því að eftirfarandi sjónarmiðum varðandi málatilbúnað Auðar. Samtök atvinnulífsins hafa með höndum tilnefningu á fulltrúum atvinnurekenda í stjórnir níu lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði. Um er að ræða val á helmingi stjórnarmanna viðkomandi sjóða í samræmi við lög og reglur sjóðanna. SA skipar einn fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna samkvæmt ábendingu frá Samtökum iðnaðarins en í öllum öðrum tilvikum velur og skipar framkvæmdastjórn SA stjórnarmennina algjörlega á sína ábyrgð en í sem bestu samráði við aðildarfélög í þeim tilvikum sem þau koma með tillögur eða láta sig málið varða.Alrangt Það er því alrangt að framkvæmdastjórar samtakanna taki sér „sjálfskipað tilnefningarvald“ eins og Auður heldur fram í fyrrnefndri grein sinni. Þeirri staðhæfingu hennar er mótmælt sem algjörlega tilhæfulausri. Á þeim tólf árum sem ég átti sæti í stjórn Samtaka iðnaðarins, þar af sem formaður í sex ár, var sú vinnuregla viðhöfð að ákvarðanir um val á stjórnarmönnum sem samtökin komu að voru í höndum stjórnar en ekki framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna. Samtök atvinnurekenda hafa lagt metnað í að velja öflugt og hæft fólk til setu í stjórnum þeirra níu lífeyrissjóða sem hér um ræðir. Kröfur til stjórnarmanna fara vaxandi og hefur FME m.a. sett reglur um hæfisviðtöl sem stjórnarmenn þurfa að gangast undir. Fulltrúum SA hefur sem betur fer vegnað vel í þessum hæfisviðtölum enda hafa samtökin gert sér far um að velja fólk til þessara starfa sem ætla má að rísi undir þeim kröfum sem gerðar eru. Fulltrúar SA eru flestir starfandi í fyrirtækjum en nokkrir eru yfirmenn hjá samtökum í atvinnulífinu. Fyrir því er áralöng hefð og hefur reynsla af störfum þeirra verið með ágætum enda í öllum tilvikum um hæfa og öfluga starfsmenn að ræða. Auði Hallgrímsdóttur var falið að gegna stjórnarstörfum hjá lífeyrissjóði í fjögur ár. Þó að henni mislíki að hafa ekki verið beðin um að gegna þeim störfum lengur getur hún ekki leyft sér að ráðast að stjórnendum samtaka í atvinnulífnu með rangfærslum og innstæðulausum dylgjum. Auður á að geta gert betur en það.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar