Til varnar vísindunum Ómar Harðarson skrifar 15. júní 2013 06:00 Nýlega bárust fréttir af því að Íslensk erfðagreining hefði brotið gegn reglum um vernd og vinnslu persónuupplýsinga með því að tilreikna (e. impute) eða áætla erfðaeinkenni umtalsverðs fjölda manna annarra en beinar erfðaupplýsingar eru til um. Persónuvernd mun hafa gert við þetta athugasemdir og talið að slíkt megi ekki gera nema með upplýstu samþykki viðeigandi. Ég skrifa þessa grein til að mótmæla þessari túlkun Persónuverndar. Tilreiknuð gögn eru ekki persónulegar upplýsingar. Tilreiknun er ein af aðferðum vísindanna og því ekki á verksviði Persónuverndar. Hér er ómaklega vegið að starfsheiðri hlutaðeigandi vísindamanna. Markmið vísindastarfsemi á borð við þá sem stunduð er í Íslenskri erfðagreiningu, í félagsvísindum, náttúruvísindum og mörgum öðrum greinum er ekki að afla upplýsinga um einstaklinga heldur að nýta upplýsingar um einstaklinga til að fá að vita eitthvað af gagni um þjóðina alla. Þá skiptir máli að hægt sé að alhæfa um þjóðina út frá þeim gögnum sem til eru, að gögnin endurspegli hana. Þetta er þekkt vandamál, t.d. í úrtaksrannsóknum. Ef skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka nær til dæmis til 600 karla og 400 kvenna, væri afar hæpið að fullyrða nokkuð um fylgið meðal þjóðarinnar allrar. Þegar úrtök eru svo skekkt, eða ef lykilupplýsingar vantar, reyna menn yfirleitt að laga þau til, með vogum eða með tilreiknunum, þannig að þau endurspegli þýðið betur.Árangursríkasta aðferðin Ég hef ekki hugmynd um hvernig þeir tæplega 100.000 einstaklingar líta út sem Íslensk erfðagreining hefur erfðagreint. Mér finnst þó líklegt að ekki sé um að ræða hlutfallslegt og gott úrtak úr þjóðinni allri (lífs og liðinni frá 19. öld). Ef aðeins væri reynt að nota heilsufarsgögn sem tengjast þeim sem hafa veitt samþykki um notkun lífsýna myndi auk þess mikið af upplýsingum glatast. Erfðagreining er mun flóknari en skoðanakönnun og tekur tillit til fleiri þátta en aðeins kynjahlutfalla. Skyldleiki og fjölskyldugerð eru þar efst á blaði. Tilreiknun erfðaeinkenna þar sem tekið er tillit til slíkra þátta auk annarra er því langárangursríkasta aðferðin til að laga til rannsóknarhópinn þannig að hann endurspegli þýðið. Þannig má og nýta öll heilsufarsgögnin, bæði þau sem tengjast beint hópnum sem þegar hefur verið erfðagreindur og þau sem tengjast tilreiknuðum gögnum, og alhæfa út frá öllu, óbjöguðu gagnasafninu. Við tilreiknun eru oftast fremur litlar líkur á því að rétt sé giskað á einkenni hvers tiltekins einstaklings, hins vegar geta meðaltölin verið góð, jafnvel fyrir litla hópa. Þannig væri ekki hægt að nota þessi gögn til erfðaráðgjafar fyrir einstaklinga, en þau eru nýtanleg til að alhæfa um þjóðina alla eða greina áhættuhópa. Niðurstöðurnar eru ekki eins öruggar og ef engin tilreiknun hefði þurft að fara fram, en án tilreiknunar er í mörgum tilvikum ekki hægt að draga neinar almennar ályktanir af gögnunum, heldur aðeins um þá einstaklinga sem höfðu upphaflega gefið samþykki sitt fyrir notkun lífssýna. Gildi rannsóknar án tilreiknaðra gagna væri fremur lítið, rétt eins og bjagaðrar skoðanakönnunar sem ég tók sem dæmi í upphafi.Út fyrir sitt svið Tilreiknun gagna er nær alltaf byggð á reiknireglum. Það er engin ástæða til að geyma niðurstöðurnar frá einni rannsókn til annarrar nema reglurnar séu afar flóknar og dýrar í framkvæmd. Einu persónuverndarsjónarmiðin sem þarf að gæta er að tilreiknuðum gögnum sé ekki blandað saman við raunveruleg gögn. Það er skylda gagnahaldara að geyma um hvern einstakling aðeins það sem hann veit eða er nokkuð viss um að séu réttar upplýsingar. Tilreiknuð gögn eru ekki af slíku tagi. Það er því rangt af Persónuvernd að krefjast þess að safnað sé upplýsts samþykkis frá þeim sem hafa áður neitað að gefa slíkt samþykki (undirritaður þar á meðal). Hjá Íslenskri erfðagreiningu er ekki verið að tilreikna persónuupplýsingar heldur tengja heilsufarsupplýsingar við tilbúna einstaklinga með ákveðna erfðaeiginleika sem að meðaltali eru réttir en oftast rangir. Fái þessi niðurstaða að standa er Persónuvernd að seilast út fyrir sitt svið og gerast úrskurðaraðili um notkun tiltekinna tölfræðilegra aðferða. Af því má ekki verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að Íslensk erfðagreining hefði brotið gegn reglum um vernd og vinnslu persónuupplýsinga með því að tilreikna (e. impute) eða áætla erfðaeinkenni umtalsverðs fjölda manna annarra en beinar erfðaupplýsingar eru til um. Persónuvernd mun hafa gert við þetta athugasemdir og talið að slíkt megi ekki gera nema með upplýstu samþykki viðeigandi. Ég skrifa þessa grein til að mótmæla þessari túlkun Persónuverndar. Tilreiknuð gögn eru ekki persónulegar upplýsingar. Tilreiknun er ein af aðferðum vísindanna og því ekki á verksviði Persónuverndar. Hér er ómaklega vegið að starfsheiðri hlutaðeigandi vísindamanna. Markmið vísindastarfsemi á borð við þá sem stunduð er í Íslenskri erfðagreiningu, í félagsvísindum, náttúruvísindum og mörgum öðrum greinum er ekki að afla upplýsinga um einstaklinga heldur að nýta upplýsingar um einstaklinga til að fá að vita eitthvað af gagni um þjóðina alla. Þá skiptir máli að hægt sé að alhæfa um þjóðina út frá þeim gögnum sem til eru, að gögnin endurspegli hana. Þetta er þekkt vandamál, t.d. í úrtaksrannsóknum. Ef skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka nær til dæmis til 600 karla og 400 kvenna, væri afar hæpið að fullyrða nokkuð um fylgið meðal þjóðarinnar allrar. Þegar úrtök eru svo skekkt, eða ef lykilupplýsingar vantar, reyna menn yfirleitt að laga þau til, með vogum eða með tilreiknunum, þannig að þau endurspegli þýðið betur.Árangursríkasta aðferðin Ég hef ekki hugmynd um hvernig þeir tæplega 100.000 einstaklingar líta út sem Íslensk erfðagreining hefur erfðagreint. Mér finnst þó líklegt að ekki sé um að ræða hlutfallslegt og gott úrtak úr þjóðinni allri (lífs og liðinni frá 19. öld). Ef aðeins væri reynt að nota heilsufarsgögn sem tengjast þeim sem hafa veitt samþykki um notkun lífsýna myndi auk þess mikið af upplýsingum glatast. Erfðagreining er mun flóknari en skoðanakönnun og tekur tillit til fleiri þátta en aðeins kynjahlutfalla. Skyldleiki og fjölskyldugerð eru þar efst á blaði. Tilreiknun erfðaeinkenna þar sem tekið er tillit til slíkra þátta auk annarra er því langárangursríkasta aðferðin til að laga til rannsóknarhópinn þannig að hann endurspegli þýðið. Þannig má og nýta öll heilsufarsgögnin, bæði þau sem tengjast beint hópnum sem þegar hefur verið erfðagreindur og þau sem tengjast tilreiknuðum gögnum, og alhæfa út frá öllu, óbjöguðu gagnasafninu. Við tilreiknun eru oftast fremur litlar líkur á því að rétt sé giskað á einkenni hvers tiltekins einstaklings, hins vegar geta meðaltölin verið góð, jafnvel fyrir litla hópa. Þannig væri ekki hægt að nota þessi gögn til erfðaráðgjafar fyrir einstaklinga, en þau eru nýtanleg til að alhæfa um þjóðina alla eða greina áhættuhópa. Niðurstöðurnar eru ekki eins öruggar og ef engin tilreiknun hefði þurft að fara fram, en án tilreiknunar er í mörgum tilvikum ekki hægt að draga neinar almennar ályktanir af gögnunum, heldur aðeins um þá einstaklinga sem höfðu upphaflega gefið samþykki sitt fyrir notkun lífssýna. Gildi rannsóknar án tilreiknaðra gagna væri fremur lítið, rétt eins og bjagaðrar skoðanakönnunar sem ég tók sem dæmi í upphafi.Út fyrir sitt svið Tilreiknun gagna er nær alltaf byggð á reiknireglum. Það er engin ástæða til að geyma niðurstöðurnar frá einni rannsókn til annarrar nema reglurnar séu afar flóknar og dýrar í framkvæmd. Einu persónuverndarsjónarmiðin sem þarf að gæta er að tilreiknuðum gögnum sé ekki blandað saman við raunveruleg gögn. Það er skylda gagnahaldara að geyma um hvern einstakling aðeins það sem hann veit eða er nokkuð viss um að séu réttar upplýsingar. Tilreiknuð gögn eru ekki af slíku tagi. Það er því rangt af Persónuvernd að krefjast þess að safnað sé upplýsts samþykkis frá þeim sem hafa áður neitað að gefa slíkt samþykki (undirritaður þar á meðal). Hjá Íslenskri erfðagreiningu er ekki verið að tilreikna persónuupplýsingar heldur tengja heilsufarsupplýsingar við tilbúna einstaklinga með ákveðna erfðaeiginleika sem að meðaltali eru réttir en oftast rangir. Fái þessi niðurstaða að standa er Persónuvernd að seilast út fyrir sitt svið og gerast úrskurðaraðili um notkun tiltekinna tölfræðilegra aðferða. Af því má ekki verða.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun