Breikdansi og Bach blandað saman Freyr Bjarnason skrifar 14. júní 2013 11:00 Sýningin Red Bull Flying Bach fer fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Þar dansa breikdansarar við tónlist sígilda þýska tónskáldsins Johanns Sebastians Bach. Sýningin hefur farið sigurför um heiminn undanfarin tvö ár og hlaut hún meðal annars hin virtu ECHO Klassik-verðlaun. Frá því að þýski danshópurinn Flying Steps, sem dansar á sýningunni, tók til starfa árið 1993 hefur hann fjórum sinnum orðið heimsmeistari í breikdansi. Einn af meðlimum Flying Steps, Mikel, segir að hugmyndin að sýningunni hafi komið upp árið 2009. „Við vildum búa til nýja danssýningu og okkur langaði til að blanda saman breikdansi og sígildri tónlist. Málið var að við vissum ekkert um sígilda tónlist og fundum því mann í Berlín sem gat aðstoðað okkur. Hann sagðist vera með hárréttu tónlistina fyrir okkur, lagði til að við myndum dansa við Bach og við slógum til,“ segir Mikel. Hann bætir við að mjög erfitt hafi verið að semja dansa við lögin því hópurinn var vanur því að dansa við hiphop-tónlist. „Þarna vorum við bara með melódíur. Við þurftum meira en ár til að átta okkur á tónlistinni og koma upp með hugmyndir fyrir sýninguna. Það fóru tveir mánuðir í æfingar og í byrjun 2010 héldum við fyrstu fimmtán sýningarnar okkar í Berlín.“ Að sögn Mikels hafði danshópurinn efasemdir í fyrstu um að fólk myndi hrífast af sýningunni. „Þremur dögum fyrir frumsýninguna var bara uppselt á tvær sýningar af fimmtán. En tveimur dögum eftir frumsýninguna var uppselt á þær allar, þannig að við hugsuðum með okkur að líklega værum við að gera eitthvað rétt.“ Mikel segir danshóp sínum takast að útskýra tónlist Bachs úti á dansgólfinu og þannig fær hver dansari sína rödd innan tónlistarinnar. „Núna segjast áhorfendur geta séð tónlist Bach. Fólk úti um allan heim getur haft gaman af þessari blöndu af breikdansi og Bach. Þú þarft ekki að tala ákveðið tungumál til að skilja sýninguna. Bæði lítil börn, ömmur og afar og allir þar á milli hafa gaman af sýningunni. Börnin elska breikdansinn og þegar við snúum okkur á hausnum og eldra fólkið skilur tónlistina vel.“ Aðspurður segist Mikel hlakka til að heimsækja Ísland. Hann hefur heyrt vel talað um land og þjóð. „Þetta er eitt af áhugaverðustu löndunum sem ég á eftir að heimsækja. Ég hlakka mikið til.“ Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira
Sýningin Red Bull Flying Bach fer fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Þar dansa breikdansarar við tónlist sígilda þýska tónskáldsins Johanns Sebastians Bach. Sýningin hefur farið sigurför um heiminn undanfarin tvö ár og hlaut hún meðal annars hin virtu ECHO Klassik-verðlaun. Frá því að þýski danshópurinn Flying Steps, sem dansar á sýningunni, tók til starfa árið 1993 hefur hann fjórum sinnum orðið heimsmeistari í breikdansi. Einn af meðlimum Flying Steps, Mikel, segir að hugmyndin að sýningunni hafi komið upp árið 2009. „Við vildum búa til nýja danssýningu og okkur langaði til að blanda saman breikdansi og sígildri tónlist. Málið var að við vissum ekkert um sígilda tónlist og fundum því mann í Berlín sem gat aðstoðað okkur. Hann sagðist vera með hárréttu tónlistina fyrir okkur, lagði til að við myndum dansa við Bach og við slógum til,“ segir Mikel. Hann bætir við að mjög erfitt hafi verið að semja dansa við lögin því hópurinn var vanur því að dansa við hiphop-tónlist. „Þarna vorum við bara með melódíur. Við þurftum meira en ár til að átta okkur á tónlistinni og koma upp með hugmyndir fyrir sýninguna. Það fóru tveir mánuðir í æfingar og í byrjun 2010 héldum við fyrstu fimmtán sýningarnar okkar í Berlín.“ Að sögn Mikels hafði danshópurinn efasemdir í fyrstu um að fólk myndi hrífast af sýningunni. „Þremur dögum fyrir frumsýninguna var bara uppselt á tvær sýningar af fimmtán. En tveimur dögum eftir frumsýninguna var uppselt á þær allar, þannig að við hugsuðum með okkur að líklega værum við að gera eitthvað rétt.“ Mikel segir danshóp sínum takast að útskýra tónlist Bachs úti á dansgólfinu og þannig fær hver dansari sína rödd innan tónlistarinnar. „Núna segjast áhorfendur geta séð tónlist Bach. Fólk úti um allan heim getur haft gaman af þessari blöndu af breikdansi og Bach. Þú þarft ekki að tala ákveðið tungumál til að skilja sýninguna. Bæði lítil börn, ömmur og afar og allir þar á milli hafa gaman af sýningunni. Börnin elska breikdansinn og þegar við snúum okkur á hausnum og eldra fólkið skilur tónlistina vel.“ Aðspurður segist Mikel hlakka til að heimsækja Ísland. Hann hefur heyrt vel talað um land og þjóð. „Þetta er eitt af áhugaverðustu löndunum sem ég á eftir að heimsækja. Ég hlakka mikið til.“
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Sjá meira