Breikdansi og Bach blandað saman Freyr Bjarnason skrifar 14. júní 2013 11:00 Sýningin Red Bull Flying Bach fer fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Þar dansa breikdansarar við tónlist sígilda þýska tónskáldsins Johanns Sebastians Bach. Sýningin hefur farið sigurför um heiminn undanfarin tvö ár og hlaut hún meðal annars hin virtu ECHO Klassik-verðlaun. Frá því að þýski danshópurinn Flying Steps, sem dansar á sýningunni, tók til starfa árið 1993 hefur hann fjórum sinnum orðið heimsmeistari í breikdansi. Einn af meðlimum Flying Steps, Mikel, segir að hugmyndin að sýningunni hafi komið upp árið 2009. „Við vildum búa til nýja danssýningu og okkur langaði til að blanda saman breikdansi og sígildri tónlist. Málið var að við vissum ekkert um sígilda tónlist og fundum því mann í Berlín sem gat aðstoðað okkur. Hann sagðist vera með hárréttu tónlistina fyrir okkur, lagði til að við myndum dansa við Bach og við slógum til,“ segir Mikel. Hann bætir við að mjög erfitt hafi verið að semja dansa við lögin því hópurinn var vanur því að dansa við hiphop-tónlist. „Þarna vorum við bara með melódíur. Við þurftum meira en ár til að átta okkur á tónlistinni og koma upp með hugmyndir fyrir sýninguna. Það fóru tveir mánuðir í æfingar og í byrjun 2010 héldum við fyrstu fimmtán sýningarnar okkar í Berlín.“ Að sögn Mikels hafði danshópurinn efasemdir í fyrstu um að fólk myndi hrífast af sýningunni. „Þremur dögum fyrir frumsýninguna var bara uppselt á tvær sýningar af fimmtán. En tveimur dögum eftir frumsýninguna var uppselt á þær allar, þannig að við hugsuðum með okkur að líklega værum við að gera eitthvað rétt.“ Mikel segir danshóp sínum takast að útskýra tónlist Bachs úti á dansgólfinu og þannig fær hver dansari sína rödd innan tónlistarinnar. „Núna segjast áhorfendur geta séð tónlist Bach. Fólk úti um allan heim getur haft gaman af þessari blöndu af breikdansi og Bach. Þú þarft ekki að tala ákveðið tungumál til að skilja sýninguna. Bæði lítil börn, ömmur og afar og allir þar á milli hafa gaman af sýningunni. Börnin elska breikdansinn og þegar við snúum okkur á hausnum og eldra fólkið skilur tónlistina vel.“ Aðspurður segist Mikel hlakka til að heimsækja Ísland. Hann hefur heyrt vel talað um land og þjóð. „Þetta er eitt af áhugaverðustu löndunum sem ég á eftir að heimsækja. Ég hlakka mikið til.“ Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Sýningin Red Bull Flying Bach fer fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Þar dansa breikdansarar við tónlist sígilda þýska tónskáldsins Johanns Sebastians Bach. Sýningin hefur farið sigurför um heiminn undanfarin tvö ár og hlaut hún meðal annars hin virtu ECHO Klassik-verðlaun. Frá því að þýski danshópurinn Flying Steps, sem dansar á sýningunni, tók til starfa árið 1993 hefur hann fjórum sinnum orðið heimsmeistari í breikdansi. Einn af meðlimum Flying Steps, Mikel, segir að hugmyndin að sýningunni hafi komið upp árið 2009. „Við vildum búa til nýja danssýningu og okkur langaði til að blanda saman breikdansi og sígildri tónlist. Málið var að við vissum ekkert um sígilda tónlist og fundum því mann í Berlín sem gat aðstoðað okkur. Hann sagðist vera með hárréttu tónlistina fyrir okkur, lagði til að við myndum dansa við Bach og við slógum til,“ segir Mikel. Hann bætir við að mjög erfitt hafi verið að semja dansa við lögin því hópurinn var vanur því að dansa við hiphop-tónlist. „Þarna vorum við bara með melódíur. Við þurftum meira en ár til að átta okkur á tónlistinni og koma upp með hugmyndir fyrir sýninguna. Það fóru tveir mánuðir í æfingar og í byrjun 2010 héldum við fyrstu fimmtán sýningarnar okkar í Berlín.“ Að sögn Mikels hafði danshópurinn efasemdir í fyrstu um að fólk myndi hrífast af sýningunni. „Þremur dögum fyrir frumsýninguna var bara uppselt á tvær sýningar af fimmtán. En tveimur dögum eftir frumsýninguna var uppselt á þær allar, þannig að við hugsuðum með okkur að líklega værum við að gera eitthvað rétt.“ Mikel segir danshóp sínum takast að útskýra tónlist Bachs úti á dansgólfinu og þannig fær hver dansari sína rödd innan tónlistarinnar. „Núna segjast áhorfendur geta séð tónlist Bach. Fólk úti um allan heim getur haft gaman af þessari blöndu af breikdansi og Bach. Þú þarft ekki að tala ákveðið tungumál til að skilja sýninguna. Bæði lítil börn, ömmur og afar og allir þar á milli hafa gaman af sýningunni. Börnin elska breikdansinn og þegar við snúum okkur á hausnum og eldra fólkið skilur tónlistina vel.“ Aðspurður segist Mikel hlakka til að heimsækja Ísland. Hann hefur heyrt vel talað um land og þjóð. „Þetta er eitt af áhugaverðustu löndunum sem ég á eftir að heimsækja. Ég hlakka mikið til.“
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira