Breikdansi og Bach blandað saman Freyr Bjarnason skrifar 14. júní 2013 11:00 Sýningin Red Bull Flying Bach fer fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Þar dansa breikdansarar við tónlist sígilda þýska tónskáldsins Johanns Sebastians Bach. Sýningin hefur farið sigurför um heiminn undanfarin tvö ár og hlaut hún meðal annars hin virtu ECHO Klassik-verðlaun. Frá því að þýski danshópurinn Flying Steps, sem dansar á sýningunni, tók til starfa árið 1993 hefur hann fjórum sinnum orðið heimsmeistari í breikdansi. Einn af meðlimum Flying Steps, Mikel, segir að hugmyndin að sýningunni hafi komið upp árið 2009. „Við vildum búa til nýja danssýningu og okkur langaði til að blanda saman breikdansi og sígildri tónlist. Málið var að við vissum ekkert um sígilda tónlist og fundum því mann í Berlín sem gat aðstoðað okkur. Hann sagðist vera með hárréttu tónlistina fyrir okkur, lagði til að við myndum dansa við Bach og við slógum til,“ segir Mikel. Hann bætir við að mjög erfitt hafi verið að semja dansa við lögin því hópurinn var vanur því að dansa við hiphop-tónlist. „Þarna vorum við bara með melódíur. Við þurftum meira en ár til að átta okkur á tónlistinni og koma upp með hugmyndir fyrir sýninguna. Það fóru tveir mánuðir í æfingar og í byrjun 2010 héldum við fyrstu fimmtán sýningarnar okkar í Berlín.“ Að sögn Mikels hafði danshópurinn efasemdir í fyrstu um að fólk myndi hrífast af sýningunni. „Þremur dögum fyrir frumsýninguna var bara uppselt á tvær sýningar af fimmtán. En tveimur dögum eftir frumsýninguna var uppselt á þær allar, þannig að við hugsuðum með okkur að líklega værum við að gera eitthvað rétt.“ Mikel segir danshóp sínum takast að útskýra tónlist Bachs úti á dansgólfinu og þannig fær hver dansari sína rödd innan tónlistarinnar. „Núna segjast áhorfendur geta séð tónlist Bach. Fólk úti um allan heim getur haft gaman af þessari blöndu af breikdansi og Bach. Þú þarft ekki að tala ákveðið tungumál til að skilja sýninguna. Bæði lítil börn, ömmur og afar og allir þar á milli hafa gaman af sýningunni. Börnin elska breikdansinn og þegar við snúum okkur á hausnum og eldra fólkið skilur tónlistina vel.“ Aðspurður segist Mikel hlakka til að heimsækja Ísland. Hann hefur heyrt vel talað um land og þjóð. „Þetta er eitt af áhugaverðustu löndunum sem ég á eftir að heimsækja. Ég hlakka mikið til.“ Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
Sýningin Red Bull Flying Bach fer fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Þar dansa breikdansarar við tónlist sígilda þýska tónskáldsins Johanns Sebastians Bach. Sýningin hefur farið sigurför um heiminn undanfarin tvö ár og hlaut hún meðal annars hin virtu ECHO Klassik-verðlaun. Frá því að þýski danshópurinn Flying Steps, sem dansar á sýningunni, tók til starfa árið 1993 hefur hann fjórum sinnum orðið heimsmeistari í breikdansi. Einn af meðlimum Flying Steps, Mikel, segir að hugmyndin að sýningunni hafi komið upp árið 2009. „Við vildum búa til nýja danssýningu og okkur langaði til að blanda saman breikdansi og sígildri tónlist. Málið var að við vissum ekkert um sígilda tónlist og fundum því mann í Berlín sem gat aðstoðað okkur. Hann sagðist vera með hárréttu tónlistina fyrir okkur, lagði til að við myndum dansa við Bach og við slógum til,“ segir Mikel. Hann bætir við að mjög erfitt hafi verið að semja dansa við lögin því hópurinn var vanur því að dansa við hiphop-tónlist. „Þarna vorum við bara með melódíur. Við þurftum meira en ár til að átta okkur á tónlistinni og koma upp með hugmyndir fyrir sýninguna. Það fóru tveir mánuðir í æfingar og í byrjun 2010 héldum við fyrstu fimmtán sýningarnar okkar í Berlín.“ Að sögn Mikels hafði danshópurinn efasemdir í fyrstu um að fólk myndi hrífast af sýningunni. „Þremur dögum fyrir frumsýninguna var bara uppselt á tvær sýningar af fimmtán. En tveimur dögum eftir frumsýninguna var uppselt á þær allar, þannig að við hugsuðum með okkur að líklega værum við að gera eitthvað rétt.“ Mikel segir danshóp sínum takast að útskýra tónlist Bachs úti á dansgólfinu og þannig fær hver dansari sína rödd innan tónlistarinnar. „Núna segjast áhorfendur geta séð tónlist Bach. Fólk úti um allan heim getur haft gaman af þessari blöndu af breikdansi og Bach. Þú þarft ekki að tala ákveðið tungumál til að skilja sýninguna. Bæði lítil börn, ömmur og afar og allir þar á milli hafa gaman af sýningunni. Börnin elska breikdansinn og þegar við snúum okkur á hausnum og eldra fólkið skilur tónlistina vel.“ Aðspurður segist Mikel hlakka til að heimsækja Ísland. Hann hefur heyrt vel talað um land og þjóð. „Þetta er eitt af áhugaverðustu löndunum sem ég á eftir að heimsækja. Ég hlakka mikið til.“
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira