Nýtt kennaranám Anna Kristín Sigurðardóttir skrifar 28. maí 2013 12:00 Í Fréttablaðinu þann 24. maí sl. birtist pistill eftir Pawel Bartoszek um lengingu kennaranáms þar sem hann leggur til að það verði stytt aftur, m.a. til að auka aðsókn í námið. Tillögur um lengingu kennaranáms hafa verið lengi í umræðu hér á landi, m.a. vegna þess að námið hefur verið styttra hér en víðast hvar í Evrópu. Sterk rök renna stoðum undir þá ákvörðun stjórnvalda að lengja grunnmenntun kennara sem lið í því að bæta íslenskt menntakerfi, einungis fáein eru dregin fram hér. Í fyrsta lagi hafa fjölmargar rannsóknarniðurstöður leitt í ljós að þekking og hæfni kennara er sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á gæði skólastarfs. Í öðru lagi er lenging kennaranámsins nauðsynleg í ljósi þess hve flókið kennarastarfið er og samfélagslega mikilvægt. Krafa um aukinn árangur og betri menntun fyrir alla er eðlileg og verður áleitnari eftir því sem þekking vex á því hvað hefur áhrif á nám og hvað má gera til að stuðla að betri menntun. Auk þess að takast á við flókin og ögrandi viðfangsefni á hverjum degi eru kennarar leiðtogar; þeim er ætlað að þróa skólastarfið áfram, hver á sínu sviði. Í þriðja lagi má nefna samanburð við önnur lönd sem við lítum til sem fyrirmynda. Þar er kennaranám fjögur til fimm ár. Í Finnlandi er til að mynda krafist meistaragráðu og hefur verið svo í áratugi. Alkunna er hversu framarlega finnska menntakerfið stendur í alþjóðlegum samanburði. Áhrif á aðsóknina Aðsókn í kennaranám við Menntavísindasvið hefur hægt og sígandi dregist saman síðasta áratug og því langsótt að tengja það beint við lagabreytingar 2008. Minnkandi aðsókn hefur verið áhyggjuefni annars staðar á Norðurlöndunum ekki síður en hér, nema í Finnlandi þar sem kennaranám er ein af eftirsóttustu námsleiðunum. Laun kennara eru lág hér á landi, á því leikur enginn vafi. Hins vegar er óljóst hversu mikil áhrif væntingar um laun að loknu námi hafa á starfsval. Þau eru án efa eitt af mörgum atriðum sem hafa áhrif ásamt viðfangsefnum, starfsumhverfinu og virðingu fyrir starfinu. Hér á landi velja sér fjölmargir nám, bæði grunn- og meistaranám, sem ekki gefur endilega fyrirheit um há laun og jafnvel alls ekki tryggingu fyrir starfi. Fyrsti hópurinn útskrifast úr nýju kennaranámi vorið 2014 og því er of snemmt að segja til um áhrif á laun. Áður fyrr var algengt að fólk færi í kennaranám án þess að hafa ætlað sér að verða kennarar. Kennaranámið hafði, og hefur enn, faglega breidd og fólk með þetta nám að baki hefur átt auðvelt með að fá vinnu við önnur störf en kennslu. Margir af brautskráðum kennurum hverfa til annarra starfa strax að loknu námi og auk þess leitar stór hópur kennara annars starfsvettvangs eftir eitt til tvö ár í kennslustarfi. Niðurstöður (TALIS) könnunar 2009 gáfu til kynna að þetta gæti verið allt að helmingur kennara. Nú eru margar námsleiðir í boði sem bjóða upp á sömu breidd. Þeir sem nú velja kennaranám eru ákveðnari en fyrri nemendahópar í að starfa við kennslu og munu því að öllum líkindum skila sér betur til starfa í skólum landsins. Það væri fráleitt að víkja frá þeirri stefnu að lengja kennaranámið. Hún mun til lengri tíma litið efla og bæta íslenskt menntakerfi. Reynslan gefur ástæðu til að ætla að dvínandi aðsókn sé tímabundin, auk þess sem sterkari nemendur innritast í námið eftir lengingu þess, gagnstætt því sem haldið hefur verið fram. Kennarar eru sérfræðingar sem sinna einni af mikilvægustu grunnstoðum samfélagsins. Þar þarf að vera valinn maður í hverju rúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 24. maí sl. birtist pistill eftir Pawel Bartoszek um lengingu kennaranáms þar sem hann leggur til að það verði stytt aftur, m.a. til að auka aðsókn í námið. Tillögur um lengingu kennaranáms hafa verið lengi í umræðu hér á landi, m.a. vegna þess að námið hefur verið styttra hér en víðast hvar í Evrópu. Sterk rök renna stoðum undir þá ákvörðun stjórnvalda að lengja grunnmenntun kennara sem lið í því að bæta íslenskt menntakerfi, einungis fáein eru dregin fram hér. Í fyrsta lagi hafa fjölmargar rannsóknarniðurstöður leitt í ljós að þekking og hæfni kennara er sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á gæði skólastarfs. Í öðru lagi er lenging kennaranámsins nauðsynleg í ljósi þess hve flókið kennarastarfið er og samfélagslega mikilvægt. Krafa um aukinn árangur og betri menntun fyrir alla er eðlileg og verður áleitnari eftir því sem þekking vex á því hvað hefur áhrif á nám og hvað má gera til að stuðla að betri menntun. Auk þess að takast á við flókin og ögrandi viðfangsefni á hverjum degi eru kennarar leiðtogar; þeim er ætlað að þróa skólastarfið áfram, hver á sínu sviði. Í þriðja lagi má nefna samanburð við önnur lönd sem við lítum til sem fyrirmynda. Þar er kennaranám fjögur til fimm ár. Í Finnlandi er til að mynda krafist meistaragráðu og hefur verið svo í áratugi. Alkunna er hversu framarlega finnska menntakerfið stendur í alþjóðlegum samanburði. Áhrif á aðsóknina Aðsókn í kennaranám við Menntavísindasvið hefur hægt og sígandi dregist saman síðasta áratug og því langsótt að tengja það beint við lagabreytingar 2008. Minnkandi aðsókn hefur verið áhyggjuefni annars staðar á Norðurlöndunum ekki síður en hér, nema í Finnlandi þar sem kennaranám er ein af eftirsóttustu námsleiðunum. Laun kennara eru lág hér á landi, á því leikur enginn vafi. Hins vegar er óljóst hversu mikil áhrif væntingar um laun að loknu námi hafa á starfsval. Þau eru án efa eitt af mörgum atriðum sem hafa áhrif ásamt viðfangsefnum, starfsumhverfinu og virðingu fyrir starfinu. Hér á landi velja sér fjölmargir nám, bæði grunn- og meistaranám, sem ekki gefur endilega fyrirheit um há laun og jafnvel alls ekki tryggingu fyrir starfi. Fyrsti hópurinn útskrifast úr nýju kennaranámi vorið 2014 og því er of snemmt að segja til um áhrif á laun. Áður fyrr var algengt að fólk færi í kennaranám án þess að hafa ætlað sér að verða kennarar. Kennaranámið hafði, og hefur enn, faglega breidd og fólk með þetta nám að baki hefur átt auðvelt með að fá vinnu við önnur störf en kennslu. Margir af brautskráðum kennurum hverfa til annarra starfa strax að loknu námi og auk þess leitar stór hópur kennara annars starfsvettvangs eftir eitt til tvö ár í kennslustarfi. Niðurstöður (TALIS) könnunar 2009 gáfu til kynna að þetta gæti verið allt að helmingur kennara. Nú eru margar námsleiðir í boði sem bjóða upp á sömu breidd. Þeir sem nú velja kennaranám eru ákveðnari en fyrri nemendahópar í að starfa við kennslu og munu því að öllum líkindum skila sér betur til starfa í skólum landsins. Það væri fráleitt að víkja frá þeirri stefnu að lengja kennaranámið. Hún mun til lengri tíma litið efla og bæta íslenskt menntakerfi. Reynslan gefur ástæðu til að ætla að dvínandi aðsókn sé tímabundin, auk þess sem sterkari nemendur innritast í námið eftir lengingu þess, gagnstætt því sem haldið hefur verið fram. Kennarar eru sérfræðingar sem sinna einni af mikilvægustu grunnstoðum samfélagsins. Þar þarf að vera valinn maður í hverju rúmi.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun