Deila um Loft í 101 María Lilja Þrastardóttir skrifar 23. maí 2013 06:00 Loftið Barinn er í Austurstræti. Lögfræðingur Loftsins segir að ekki standi til að skipta um nafn. „Það liggur fyrir að við erum með einkaleyfi á vörumerkinu Loft og það stendur. Við erum ekki búin að ákveða hversu hart við göngum fram til að sækja rétt okkar en við viljum eðli málsins samkvæmt halda nafninu fyrir okkur,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla í Reykjavík sem eiga Loft Hostel í Bankastræti. Farfuglaheimilið opnaði fyrir skömmu og hefur að sögn Sigríðar einkarétt á nafninu „Loft“ innan veitingageirans. Í miðborg Reykjavíkur eru tveir aðrir staðir með „Loft“ í nafni sínu, það eru barinn Loftið við Austurstræti og menningarstofan Harbour Loft í Hafnarstræti, sem er í eigu Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns og eiginkonu hans, Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. Þau vildu ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að þeim þætti krafa farfuglaheimilisins fáránleg og ekki stæði til að breyta nafni staðarins. Steinbergur Finnsson er lögmaður eigenda Loftsins. Hann segir einnig að krafan sé furðuleg og tæplega svaraverð. Loftið hyggist ekki skipta um nafn. „Það eru engin rök sem gætu réttlætt þessar hugmyndir þeirra. Þetta er væntanlega gert á grundvelli ruglingshættu en Loft og Loftið eru ekki einu sinni sama orðið. Hvað eru þau hrædd við, að fólk sem ætli að gista hjá þeim komi óvart og fái sér kokkteil hjá Loftinu í staðinn? Ég skil eiginlega ekkert í þessu,“ segir Steinbergur. Einkaleyfi eru gerð til að vernda tæknilega útfærslu á hugmyndum, búnaði og afurðum en einnig aðferðum eða notkun þeirra. Með einkaleyfi frá Einkaleyfastofu er hægt að vernda uppfinningar í allt að 20 ár. Einkaleyfaréttur gefur eiganda rétt til þess að banna öðrum að framleiða, flytja inn og selja uppfinningu sem vernduð er með einkaleyfi. Sigríður segir það ekki ósanngjarna kröfu að Loftið og Harbour Loft breyti nafni sínu. „Miðbærinn er lítill og við megum ekki rugla kúnnann. Það er ekki að ástæðulausu að við sóttum um þetta á sínum tíma og við höfum gert hlutaðeigandi grein fyrir málum. Því hefur ekki verið svarað svo nú könnum við stöðu okkar gagnvart þeim,“ segir Sigríður. Farfuglaheimilið Loft Hostel var opnað fyrir skömmu og á rétt á nafninu Loft. . Harbour Loft er menningarstofa í eigu hjónanna Valgeirs Guðjónssonar og Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. . Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Það liggur fyrir að við erum með einkaleyfi á vörumerkinu Loft og það stendur. Við erum ekki búin að ákveða hversu hart við göngum fram til að sækja rétt okkar en við viljum eðli málsins samkvæmt halda nafninu fyrir okkur,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfugla í Reykjavík sem eiga Loft Hostel í Bankastræti. Farfuglaheimilið opnaði fyrir skömmu og hefur að sögn Sigríðar einkarétt á nafninu „Loft“ innan veitingageirans. Í miðborg Reykjavíkur eru tveir aðrir staðir með „Loft“ í nafni sínu, það eru barinn Loftið við Austurstræti og menningarstofan Harbour Loft í Hafnarstræti, sem er í eigu Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns og eiginkonu hans, Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. Þau vildu ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að þeim þætti krafa farfuglaheimilisins fáránleg og ekki stæði til að breyta nafni staðarins. Steinbergur Finnsson er lögmaður eigenda Loftsins. Hann segir einnig að krafan sé furðuleg og tæplega svaraverð. Loftið hyggist ekki skipta um nafn. „Það eru engin rök sem gætu réttlætt þessar hugmyndir þeirra. Þetta er væntanlega gert á grundvelli ruglingshættu en Loft og Loftið eru ekki einu sinni sama orðið. Hvað eru þau hrædd við, að fólk sem ætli að gista hjá þeim komi óvart og fái sér kokkteil hjá Loftinu í staðinn? Ég skil eiginlega ekkert í þessu,“ segir Steinbergur. Einkaleyfi eru gerð til að vernda tæknilega útfærslu á hugmyndum, búnaði og afurðum en einnig aðferðum eða notkun þeirra. Með einkaleyfi frá Einkaleyfastofu er hægt að vernda uppfinningar í allt að 20 ár. Einkaleyfaréttur gefur eiganda rétt til þess að banna öðrum að framleiða, flytja inn og selja uppfinningu sem vernduð er með einkaleyfi. Sigríður segir það ekki ósanngjarna kröfu að Loftið og Harbour Loft breyti nafni sínu. „Miðbærinn er lítill og við megum ekki rugla kúnnann. Það er ekki að ástæðulausu að við sóttum um þetta á sínum tíma og við höfum gert hlutaðeigandi grein fyrir málum. Því hefur ekki verið svarað svo nú könnum við stöðu okkar gagnvart þeim,“ segir Sigríður. Farfuglaheimilið Loft Hostel var opnað fyrir skömmu og á rétt á nafninu Loft. . Harbour Loft er menningarstofa í eigu hjónanna Valgeirs Guðjónssonar og Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. .
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira