Hindrum ranglæti Toshiki Toma skrifar 15. maí 2013 06:00 Þann 6. maí sl. voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að það sé ástæða til að taka upp mál Martins á Íslandi, eins og hann hefur óskað eftir, fremur en að vísa honum úr landi. Helstu ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Taka skuli tillit til níu ára biðar hans á Ítalíu við mat á málinu. 2) Á Ítalíu dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæður þeirra virðast vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi. En það var eitthvað sem stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg fremur en vonbrigði. Embættismenn hjá Útlendingastofnun eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lögfræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmálafræði. Þegar þeir hófu nám eða þegar þeir tóku við embætti hljóta þeir að hafa átt sér eigin draum eða eið, sem var líklega að vernda hið góða og hvetja til þess í samfélaginu, hindra ranglæti og losa okkur undan því. Þessi atriði má segja að séu sameiginleg ósk alls fólks og liggja til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða fyrrnefnd atriði en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar. Engu að síður er raunveruleikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. Ætti þetta að vera svona? Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk Útlendingastofnunar eða ráðuneytisins sé vont fólk. En ef því finnst sjálfu að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martins, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið. Ég óska þess innilega að yfirvöld veiti okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Þann 6. maí sl. voru birtar fréttir af máli hælisleitanda frá Nígeríu, Martin. Hann flúði Nígeríu vegna þess að hann er samkynhneigður. Martin hafði sótt um hæli á Ítalíu og eytt níu árum í óvissu áður en hann kom til Íslands í leit að öðru tækifæri til mannlegs lífs. En Útlendingastofnun tók þá ákvörðun að senda hann aftur til Ítalíu vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og innanríkisráðuneytið staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar. Eins og margir Íslendingar varð ég fyrir vonbrigðum með þessa frétt. Ég tel að það sé ástæða til að taka upp mál Martins á Íslandi, eins og hann hefur óskað eftir, fremur en að vísa honum úr landi. Helstu ástæðurnar eru að mínu mati: 1) Taka skuli tillit til níu ára biðar hans á Ítalíu við mat á málinu. 2) Á Ítalíu dvelja fleiri en 30.000 hælisleitendur og aðstæður þeirra virðast vera mjög slæmar. 3) Betri skilningur á samkynhneigð er til staðar á Íslandi. En það var eitthvað sem stakk hjarta mitt í þessu máli og vakti hjá mér sorg fremur en vonbrigði. Embættismenn hjá Útlendingastofnun eða í ráðuneytinu eru allir vel menntaðir í lögfræði, stjórnsýslufræði eða stjórnmálafræði. Þegar þeir hófu nám eða þegar þeir tóku við embætti hljóta þeir að hafa átt sér eigin draum eða eið, sem var líklega að vernda hið góða og hvetja til þess í samfélaginu, hindra ranglæti og losa okkur undan því. Þessi atriði má segja að séu sameiginleg ósk alls fólks og liggja til grundvallar í samfélagi okkar. Það er e.t.v. einfaldara að orða fyrrnefnd atriði en hugtakið mannréttindi, en án þeirrar óskar væri ekki hægt að stýra þróun samfélagsins til framtíðar. Engu að síður er raunveruleikinn sá að þessir vel menntuðu sérfræðingar virðast vera ánægðir með að senda saklausan einstakling til baka í vonlausa óvissu þar sem hann hefur nú þegar eytt níu árum. Ætti þetta að vera svona? Ég ætla alls ekki að fullyrða að starfsfólk Útlendingastofnunar eða ráðuneytisins sé vont fólk. En ef því finnst sjálfu að eitthvað eigi að vera leiðrétt hvað varðar ákvörðun um mál Martins, þá verður það að bera fram einhverja hugsun eða stefnutillögu fyrir samfélagið. Ég óska þess innilega að yfirvöld veiti okkur áþreifanleg og jákvæð viðbrögð við málinu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar