Nýtum allan mannauðinn – líka í fjölmiðlum Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. maí 2013 09:00 Ef ég man hlutföllin rétt þá voru um 97% viðmælenda bankafrétta árin fyrir hrun karlmenn. Þessi niðurstaða kom fram í fjölmiðlakafla skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og þótti sláandi. Fjölmiðlarnir voru gagnrýndir fyrir að láta „mata“ sig af örfáum mönnum og viðkomandi bankaviðmælendur voru gagnrýndir fyrir að upplýsa þjóðina ekki rétt. Hefur eitthvað breyst? Fjórum árum síðar fórum við 12 konur af stað með fyrsta sérhæfða samskiptamiðilinn á Íslandi, spyr.is. Við völdum opnunardaginn 6. október 2012, þ.e. hinn margfræga „Guð blessi Ísland“ dag. Á tæpum sex mánuðum höfum við lært að opnun fyrirspurnargáttar fyrir almenning var ekki bara tímabær heldur er að vekja athygli erlendis sem fyrsti samskiptamiðillinn í heimi sem formlega hefur það hlutverk að óska eftir svörum fyrir almenning. Hátt í fjögur hundruð aðilar hafa nú svarað spurningum á spyr.is og voru kynjahlutföll svarenda um síðustu mánaðamót sem hér segir: 48% eru karlmenn, 38% eru konur og 14% eru ókyngreind, þ.e. svör eru birt í nafni fyrirtækis eða stofnunar. Ef ókyngreind svör eru ekki meðtalin væru kynjahlutföllin 56% karlmenn og 44% konur. Á þessum sex mánuðum höfum við hins vegar komist að því að til þess að halda þessum hlutföllum sem jöfnustum þurfum við að leita, finna og velja fréttir með kynjahlutfall svarenda í huga. En ef konur eru sjaldnar viðmælendur í fréttum fjölmiðla, þýðir það þá að konur hafi eitthvað minna að segja en karlmenn?Konur sem hafa vit! Svarið við síðustu spurningu er klárlega nei. Ég nefni hér dæmi frá viðskiptavinum spyr.is þar sem stór íslensk fyrirtæki eru með stolti að tefla fram flottum konum og ráðgjöfum: Ásdís B. Jónsdóttir, gæðastjóri hjá N1, hefur verið forsvarsmaður N1 í að miðla þekkingu er varðar gæði og öryggismál stórfyrirtækja. Ekki er hægt að segja annað en að Ásdís starfi í mjög karllægu umhverfi olíu og bifreiða. Annað gott dæmi er ráðgjafar KPMG. Á fyrsta birtingarmánuði KPMG á spyr.is tefldi KPMG fram þremur konum á sínum vegum fyrir upplýsingamiðlun og ráðgjöf en það voru Guðrún B. Bragadóttir, Berglind Guðmundsdóttir og Soffía Björgvinsdóttir. Hjá Landsbankanum hafa tvær konur verið í samskiptum við lesendur, þær Margrét O. Ásgeirsdóttir og Steinunn Pálmadóttir. Spurningum til Símans hefur verið svarað af Gunnhildi Ö. Gunnarsdóttur, fyrrverandi blaðamanni. Og eru þá ekki upp talin samskiptin sem þjálfararnir hjá World Class eða Lukka á Happ eiga vikulega við lesendur um hollustu og hreysti. Já, það vantar ekki konurnar með þekkinguna en það sem meira er: Það eru fyrirtækin sjálf sem tefla þessum konum fram! En hvers vegna sjáum við konurnar þá ekki meira í fjölmiðlunum sjálfum?Spennandi tækifæri Hér eins og víða er fréttastofum og ritstjórnum fjölmiðla stjórnað af karlmönnum. Auðvitað hefur þetta áhrif, sama hvað þessir karlmenn halda kannski sjálfir. Að mínu mati yrði hvoru tveggja reyndar til góðs, að fjölga konum á fjölmiðlum og að fjölga konum í fjölmiðlum. Að þessu sinni læt ég það þó nægja að mæla með því að fjölmiðlar finni fleiri konur í fréttir, ekki bara í sparidagskrárþættina. Fyrir vikið fáum við fjölbreyttari fréttir og eflaust málefnalegri umræður líka þar sem mannauðurinn yrði nýttur betur en nú. Ef einhverjir fjölmiðlar líta á þessa grein sem enn eitt kvennarausið, eru kannski sannfærðir um að konur séu tregar við að mæta í viðtöl, að fjölmiðlarnir séu eingöngu að endurspegla ytra umhverfi eða trúa því að karlmenn séu hreinlega hæfastir til að stýra fjölmiðlunum, þá eiga þeir það bara við sig. Staðreyndin er að konum hefur fjölgað á þingi, jöfn kynjaskipting í ríkisstjórn telst eðlileg krafa, kynjakvótalög hafa verið sett fyrir stjórnir stærri fyrirtækja og nú er hreinlega komið að því að ræða svolítið fjölmiðlana. Þar liggja mörg spennandi tækifæri og upplagt að benda t.d. á fjölmiðlalista FKA þar sem listuð eru upp nöfn kvenna sem eru tilbúnar til að ræða við fjölmiðla. Eins má líka benda á nafnalistann í þjóðskrá en þar eru kynjahlutföllin 50:50. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ef ég man hlutföllin rétt þá voru um 97% viðmælenda bankafrétta árin fyrir hrun karlmenn. Þessi niðurstaða kom fram í fjölmiðlakafla skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og þótti sláandi. Fjölmiðlarnir voru gagnrýndir fyrir að láta „mata“ sig af örfáum mönnum og viðkomandi bankaviðmælendur voru gagnrýndir fyrir að upplýsa þjóðina ekki rétt. Hefur eitthvað breyst? Fjórum árum síðar fórum við 12 konur af stað með fyrsta sérhæfða samskiptamiðilinn á Íslandi, spyr.is. Við völdum opnunardaginn 6. október 2012, þ.e. hinn margfræga „Guð blessi Ísland“ dag. Á tæpum sex mánuðum höfum við lært að opnun fyrirspurnargáttar fyrir almenning var ekki bara tímabær heldur er að vekja athygli erlendis sem fyrsti samskiptamiðillinn í heimi sem formlega hefur það hlutverk að óska eftir svörum fyrir almenning. Hátt í fjögur hundruð aðilar hafa nú svarað spurningum á spyr.is og voru kynjahlutföll svarenda um síðustu mánaðamót sem hér segir: 48% eru karlmenn, 38% eru konur og 14% eru ókyngreind, þ.e. svör eru birt í nafni fyrirtækis eða stofnunar. Ef ókyngreind svör eru ekki meðtalin væru kynjahlutföllin 56% karlmenn og 44% konur. Á þessum sex mánuðum höfum við hins vegar komist að því að til þess að halda þessum hlutföllum sem jöfnustum þurfum við að leita, finna og velja fréttir með kynjahlutfall svarenda í huga. En ef konur eru sjaldnar viðmælendur í fréttum fjölmiðla, þýðir það þá að konur hafi eitthvað minna að segja en karlmenn?Konur sem hafa vit! Svarið við síðustu spurningu er klárlega nei. Ég nefni hér dæmi frá viðskiptavinum spyr.is þar sem stór íslensk fyrirtæki eru með stolti að tefla fram flottum konum og ráðgjöfum: Ásdís B. Jónsdóttir, gæðastjóri hjá N1, hefur verið forsvarsmaður N1 í að miðla þekkingu er varðar gæði og öryggismál stórfyrirtækja. Ekki er hægt að segja annað en að Ásdís starfi í mjög karllægu umhverfi olíu og bifreiða. Annað gott dæmi er ráðgjafar KPMG. Á fyrsta birtingarmánuði KPMG á spyr.is tefldi KPMG fram þremur konum á sínum vegum fyrir upplýsingamiðlun og ráðgjöf en það voru Guðrún B. Bragadóttir, Berglind Guðmundsdóttir og Soffía Björgvinsdóttir. Hjá Landsbankanum hafa tvær konur verið í samskiptum við lesendur, þær Margrét O. Ásgeirsdóttir og Steinunn Pálmadóttir. Spurningum til Símans hefur verið svarað af Gunnhildi Ö. Gunnarsdóttur, fyrrverandi blaðamanni. Og eru þá ekki upp talin samskiptin sem þjálfararnir hjá World Class eða Lukka á Happ eiga vikulega við lesendur um hollustu og hreysti. Já, það vantar ekki konurnar með þekkinguna en það sem meira er: Það eru fyrirtækin sjálf sem tefla þessum konum fram! En hvers vegna sjáum við konurnar þá ekki meira í fjölmiðlunum sjálfum?Spennandi tækifæri Hér eins og víða er fréttastofum og ritstjórnum fjölmiðla stjórnað af karlmönnum. Auðvitað hefur þetta áhrif, sama hvað þessir karlmenn halda kannski sjálfir. Að mínu mati yrði hvoru tveggja reyndar til góðs, að fjölga konum á fjölmiðlum og að fjölga konum í fjölmiðlum. Að þessu sinni læt ég það þó nægja að mæla með því að fjölmiðlar finni fleiri konur í fréttir, ekki bara í sparidagskrárþættina. Fyrir vikið fáum við fjölbreyttari fréttir og eflaust málefnalegri umræður líka þar sem mannauðurinn yrði nýttur betur en nú. Ef einhverjir fjölmiðlar líta á þessa grein sem enn eitt kvennarausið, eru kannski sannfærðir um að konur séu tregar við að mæta í viðtöl, að fjölmiðlarnir séu eingöngu að endurspegla ytra umhverfi eða trúa því að karlmenn séu hreinlega hæfastir til að stýra fjölmiðlunum, þá eiga þeir það bara við sig. Staðreyndin er að konum hefur fjölgað á þingi, jöfn kynjaskipting í ríkisstjórn telst eðlileg krafa, kynjakvótalög hafa verið sett fyrir stjórnir stærri fyrirtækja og nú er hreinlega komið að því að ræða svolítið fjölmiðlana. Þar liggja mörg spennandi tækifæri og upplagt að benda t.d. á fjölmiðlalista FKA þar sem listuð eru upp nöfn kvenna sem eru tilbúnar til að ræða við fjölmiðla. Eins má líka benda á nafnalistann í þjóðskrá en þar eru kynjahlutföllin 50:50.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun