Metum listina að verðleikum – njótum hennar löglega Guðrún Björk Bjarnadóttir skrifar 2. maí 2013 09:00 Yfirskrift þessi er heiti átaks sem nokkur rétthafasamtök hafa sameiginlega staðið að undanfarið með birtingu auglýsinga í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Í auglýsingum þessum koma fram 12 listamenn; tónhöfundar, flytjendur, leikstjórar, leikarar og rithöfundar sem hvetja fólk í lið með sér og að kaupa efni á netinu á löglegan hátt. Óformlegar kannanir hafa sýnt að auglýsingarnar hafa náð augum og eyrum fólks, svo og að flestir taki undir það sem þar kemur fram. Hins vegar verður spennandi að sjá hvort átakið muni hafa einhver raunveruleg áhrif á hegðun landans þegar kemur að ólöglegu niðurhali.Ástæðan fyrir átakinu Ástæðan fyrir þessu hvatningarátaki er sú að við teljum að þorri ólöglegs niðurhals fari fram án þess að fólk geri sér almennt grein fyrir því að verið sé að brjóta rétt á höfundum, flytjendum og útgefendum. Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk sem vill standa rétt að málum. Á sama tíma teljum við að núverandi ástand sé ólíðandi, það að yfir 50 þúsund Íslendingar eða um 20% allra Íslendinga frá aldrinum 12-70 ára séu skráðir notendur stærstu ólöglegu skráardeilisíðu landsins og að vefur Pirate Bay hafi undanfarið verið í um 20. sæti á vinsælustu vefsíðum sem Íslendingar sækja. Þetta er því án efa eitt af stærstu hagsmuna- og réttindamálum sem hinar skapandi greinar glíma við um þessar mundir. Könnun sem gerð var hérlendis í mars 2011 af Capacent bendir til þess að tæpur helmingur allrar tónlistar á netinu sé fenginn með ólögmætum hætti. Í sömu könnun kom fram að á árinu 2011 horfðu Íslendingar á hátt í 12 milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda en greiddu aðeins fyrir eina mynd eða þátt af hverjum fjórum.Áhrif á tónlistarmenn Því hefur stundum verið haldið fram að í ljósi þess að plötusala hér á landi síðustu tvö ár hafi verið góð verði íslenskir listamenn í raun ekki fyrir tjóni vegna ólöglegs niðurhals. Staðreyndin er hins vegar sú að mjög fáir titlar hafa borið uppi söluna þessi síðustu ár. Í heild var sala íslenskra platna í eintökum talið 5% minni 2011 en á árinu 2001, þrátt fyrir að neysla á tónlist hafi almennt aukist. Í dag er mjög erfitt fyrir höfunda og flytjendur að fá plötur útgefnar, og útgefendur eru sérstaklega varkárir þegar kemur að útgáfu efnis eftir óþekkta tónlistarmenn. Tónlistarmenn þurfa því í mun meiri mæli en áður að gefa sjálfir út eigið efni með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Hafa ber í huga að einungis um 10% af útgefnum titlum skila hagnaði og afleiðingin er m.a. sú að mikið af því efni sem gefið er út í dag er hálfgerð „endurvinnsla“ á eldra efni þekktra tónlistarmanna. Tónlistarmenn í dag þurfa því í ríkari mæli en áður að reiða sig á innkomu af tónleikum frekar en plötusölu, en hafa verður í huga að slíkt hentar alls ekki öllum og kemur sérstaklega illa við þá höfunda sem ekki eru jafnframt flytjendur eigin efnis, heldur hafa fremur einbeitt sér að því að semja fyrir aðra.Of lítið framboð er ekki lengur afsökun Við getum bent á fjölmargar löglegar leiðir til að nálgast yfirgnæfandi meirihluta þeirrar tónlistar og mikið af þeim kvikmyndum og sjónvarpsefni sem Íslendingar hafa verið að sækja sér ólöglega og án endurgjalds á netið. Eitt af því sem erlendar þjónustuveitur á internetinu hafa horft til þegar þær taka afstöðu til þess hvort þær eigi að bjóða upp á þjónustu á Íslandi er hversu stór sjóræningjamarkaðurinn hefur verið hér á landi. Á vefsíðunni www.tonlistogmyndir.is hefur verið settur upp listi yfir löglegar þjónustuleiðir sem standa Íslendingum til boða. Þjónustuaðilar eins og Tónlist.is eru með álíka mikið úrval tónlistar og margar erlendar veitur, ásamt því að bjóða sérstaklega upp á íslenska tónlist og er verð þeirra að fullu sambærilegt við erlendar tónlistarveitur. Er það von þeirra rétthafasamtaka sem að standa að átakinu „Metum listina að verðleikum – njótum hennar löglega“ að Íslendingar taki nú höndum saman um að efla frekar hinar skapandi greinar með því að fylkja sér í lið með höfundum, flytjendum, hljómplötuframleiðendum og bókaútgefendum um að efla enn frekar sköpunarkraftinn á Íslandi og fjölga störfum í þessum greinum, með því að njóta listarinnar löglega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Yfirskrift þessi er heiti átaks sem nokkur rétthafasamtök hafa sameiginlega staðið að undanfarið með birtingu auglýsinga í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Í auglýsingum þessum koma fram 12 listamenn; tónhöfundar, flytjendur, leikstjórar, leikarar og rithöfundar sem hvetja fólk í lið með sér og að kaupa efni á netinu á löglegan hátt. Óformlegar kannanir hafa sýnt að auglýsingarnar hafa náð augum og eyrum fólks, svo og að flestir taki undir það sem þar kemur fram. Hins vegar verður spennandi að sjá hvort átakið muni hafa einhver raunveruleg áhrif á hegðun landans þegar kemur að ólöglegu niðurhali.Ástæðan fyrir átakinu Ástæðan fyrir þessu hvatningarátaki er sú að við teljum að þorri ólöglegs niðurhals fari fram án þess að fólk geri sér almennt grein fyrir því að verið sé að brjóta rétt á höfundum, flytjendum og útgefendum. Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk sem vill standa rétt að málum. Á sama tíma teljum við að núverandi ástand sé ólíðandi, það að yfir 50 þúsund Íslendingar eða um 20% allra Íslendinga frá aldrinum 12-70 ára séu skráðir notendur stærstu ólöglegu skráardeilisíðu landsins og að vefur Pirate Bay hafi undanfarið verið í um 20. sæti á vinsælustu vefsíðum sem Íslendingar sækja. Þetta er því án efa eitt af stærstu hagsmuna- og réttindamálum sem hinar skapandi greinar glíma við um þessar mundir. Könnun sem gerð var hérlendis í mars 2011 af Capacent bendir til þess að tæpur helmingur allrar tónlistar á netinu sé fenginn með ólögmætum hætti. Í sömu könnun kom fram að á árinu 2011 horfðu Íslendingar á hátt í 12 milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda en greiddu aðeins fyrir eina mynd eða þátt af hverjum fjórum.Áhrif á tónlistarmenn Því hefur stundum verið haldið fram að í ljósi þess að plötusala hér á landi síðustu tvö ár hafi verið góð verði íslenskir listamenn í raun ekki fyrir tjóni vegna ólöglegs niðurhals. Staðreyndin er hins vegar sú að mjög fáir titlar hafa borið uppi söluna þessi síðustu ár. Í heild var sala íslenskra platna í eintökum talið 5% minni 2011 en á árinu 2001, þrátt fyrir að neysla á tónlist hafi almennt aukist. Í dag er mjög erfitt fyrir höfunda og flytjendur að fá plötur útgefnar, og útgefendur eru sérstaklega varkárir þegar kemur að útgáfu efnis eftir óþekkta tónlistarmenn. Tónlistarmenn þurfa því í mun meiri mæli en áður að gefa sjálfir út eigið efni með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Hafa ber í huga að einungis um 10% af útgefnum titlum skila hagnaði og afleiðingin er m.a. sú að mikið af því efni sem gefið er út í dag er hálfgerð „endurvinnsla“ á eldra efni þekktra tónlistarmanna. Tónlistarmenn í dag þurfa því í ríkari mæli en áður að reiða sig á innkomu af tónleikum frekar en plötusölu, en hafa verður í huga að slíkt hentar alls ekki öllum og kemur sérstaklega illa við þá höfunda sem ekki eru jafnframt flytjendur eigin efnis, heldur hafa fremur einbeitt sér að því að semja fyrir aðra.Of lítið framboð er ekki lengur afsökun Við getum bent á fjölmargar löglegar leiðir til að nálgast yfirgnæfandi meirihluta þeirrar tónlistar og mikið af þeim kvikmyndum og sjónvarpsefni sem Íslendingar hafa verið að sækja sér ólöglega og án endurgjalds á netið. Eitt af því sem erlendar þjónustuveitur á internetinu hafa horft til þegar þær taka afstöðu til þess hvort þær eigi að bjóða upp á þjónustu á Íslandi er hversu stór sjóræningjamarkaðurinn hefur verið hér á landi. Á vefsíðunni www.tonlistogmyndir.is hefur verið settur upp listi yfir löglegar þjónustuleiðir sem standa Íslendingum til boða. Þjónustuaðilar eins og Tónlist.is eru með álíka mikið úrval tónlistar og margar erlendar veitur, ásamt því að bjóða sérstaklega upp á íslenska tónlist og er verð þeirra að fullu sambærilegt við erlendar tónlistarveitur. Er það von þeirra rétthafasamtaka sem að standa að átakinu „Metum listina að verðleikum – njótum hennar löglega“ að Íslendingar taki nú höndum saman um að efla frekar hinar skapandi greinar með því að fylkja sér í lið með höfundum, flytjendum, hljómplötuframleiðendum og bókaútgefendum um að efla enn frekar sköpunarkraftinn á Íslandi og fjölga störfum í þessum greinum, með því að njóta listarinnar löglega.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar