Metum listina að verðleikum – njótum hennar löglega Guðrún Björk Bjarnadóttir skrifar 2. maí 2013 09:00 Yfirskrift þessi er heiti átaks sem nokkur rétthafasamtök hafa sameiginlega staðið að undanfarið með birtingu auglýsinga í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Í auglýsingum þessum koma fram 12 listamenn; tónhöfundar, flytjendur, leikstjórar, leikarar og rithöfundar sem hvetja fólk í lið með sér og að kaupa efni á netinu á löglegan hátt. Óformlegar kannanir hafa sýnt að auglýsingarnar hafa náð augum og eyrum fólks, svo og að flestir taki undir það sem þar kemur fram. Hins vegar verður spennandi að sjá hvort átakið muni hafa einhver raunveruleg áhrif á hegðun landans þegar kemur að ólöglegu niðurhali.Ástæðan fyrir átakinu Ástæðan fyrir þessu hvatningarátaki er sú að við teljum að þorri ólöglegs niðurhals fari fram án þess að fólk geri sér almennt grein fyrir því að verið sé að brjóta rétt á höfundum, flytjendum og útgefendum. Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk sem vill standa rétt að málum. Á sama tíma teljum við að núverandi ástand sé ólíðandi, það að yfir 50 þúsund Íslendingar eða um 20% allra Íslendinga frá aldrinum 12-70 ára séu skráðir notendur stærstu ólöglegu skráardeilisíðu landsins og að vefur Pirate Bay hafi undanfarið verið í um 20. sæti á vinsælustu vefsíðum sem Íslendingar sækja. Þetta er því án efa eitt af stærstu hagsmuna- og réttindamálum sem hinar skapandi greinar glíma við um þessar mundir. Könnun sem gerð var hérlendis í mars 2011 af Capacent bendir til þess að tæpur helmingur allrar tónlistar á netinu sé fenginn með ólögmætum hætti. Í sömu könnun kom fram að á árinu 2011 horfðu Íslendingar á hátt í 12 milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda en greiddu aðeins fyrir eina mynd eða þátt af hverjum fjórum.Áhrif á tónlistarmenn Því hefur stundum verið haldið fram að í ljósi þess að plötusala hér á landi síðustu tvö ár hafi verið góð verði íslenskir listamenn í raun ekki fyrir tjóni vegna ólöglegs niðurhals. Staðreyndin er hins vegar sú að mjög fáir titlar hafa borið uppi söluna þessi síðustu ár. Í heild var sala íslenskra platna í eintökum talið 5% minni 2011 en á árinu 2001, þrátt fyrir að neysla á tónlist hafi almennt aukist. Í dag er mjög erfitt fyrir höfunda og flytjendur að fá plötur útgefnar, og útgefendur eru sérstaklega varkárir þegar kemur að útgáfu efnis eftir óþekkta tónlistarmenn. Tónlistarmenn þurfa því í mun meiri mæli en áður að gefa sjálfir út eigið efni með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Hafa ber í huga að einungis um 10% af útgefnum titlum skila hagnaði og afleiðingin er m.a. sú að mikið af því efni sem gefið er út í dag er hálfgerð „endurvinnsla“ á eldra efni þekktra tónlistarmanna. Tónlistarmenn í dag þurfa því í ríkari mæli en áður að reiða sig á innkomu af tónleikum frekar en plötusölu, en hafa verður í huga að slíkt hentar alls ekki öllum og kemur sérstaklega illa við þá höfunda sem ekki eru jafnframt flytjendur eigin efnis, heldur hafa fremur einbeitt sér að því að semja fyrir aðra.Of lítið framboð er ekki lengur afsökun Við getum bent á fjölmargar löglegar leiðir til að nálgast yfirgnæfandi meirihluta þeirrar tónlistar og mikið af þeim kvikmyndum og sjónvarpsefni sem Íslendingar hafa verið að sækja sér ólöglega og án endurgjalds á netið. Eitt af því sem erlendar þjónustuveitur á internetinu hafa horft til þegar þær taka afstöðu til þess hvort þær eigi að bjóða upp á þjónustu á Íslandi er hversu stór sjóræningjamarkaðurinn hefur verið hér á landi. Á vefsíðunni www.tonlistogmyndir.is hefur verið settur upp listi yfir löglegar þjónustuleiðir sem standa Íslendingum til boða. Þjónustuaðilar eins og Tónlist.is eru með álíka mikið úrval tónlistar og margar erlendar veitur, ásamt því að bjóða sérstaklega upp á íslenska tónlist og er verð þeirra að fullu sambærilegt við erlendar tónlistarveitur. Er það von þeirra rétthafasamtaka sem að standa að átakinu „Metum listina að verðleikum – njótum hennar löglega“ að Íslendingar taki nú höndum saman um að efla frekar hinar skapandi greinar með því að fylkja sér í lið með höfundum, flytjendum, hljómplötuframleiðendum og bókaútgefendum um að efla enn frekar sköpunarkraftinn á Íslandi og fjölga störfum í þessum greinum, með því að njóta listarinnar löglega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Yfirskrift þessi er heiti átaks sem nokkur rétthafasamtök hafa sameiginlega staðið að undanfarið með birtingu auglýsinga í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Í auglýsingum þessum koma fram 12 listamenn; tónhöfundar, flytjendur, leikstjórar, leikarar og rithöfundar sem hvetja fólk í lið með sér og að kaupa efni á netinu á löglegan hátt. Óformlegar kannanir hafa sýnt að auglýsingarnar hafa náð augum og eyrum fólks, svo og að flestir taki undir það sem þar kemur fram. Hins vegar verður spennandi að sjá hvort átakið muni hafa einhver raunveruleg áhrif á hegðun landans þegar kemur að ólöglegu niðurhali.Ástæðan fyrir átakinu Ástæðan fyrir þessu hvatningarátaki er sú að við teljum að þorri ólöglegs niðurhals fari fram án þess að fólk geri sér almennt grein fyrir því að verið sé að brjóta rétt á höfundum, flytjendum og útgefendum. Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk sem vill standa rétt að málum. Á sama tíma teljum við að núverandi ástand sé ólíðandi, það að yfir 50 þúsund Íslendingar eða um 20% allra Íslendinga frá aldrinum 12-70 ára séu skráðir notendur stærstu ólöglegu skráardeilisíðu landsins og að vefur Pirate Bay hafi undanfarið verið í um 20. sæti á vinsælustu vefsíðum sem Íslendingar sækja. Þetta er því án efa eitt af stærstu hagsmuna- og réttindamálum sem hinar skapandi greinar glíma við um þessar mundir. Könnun sem gerð var hérlendis í mars 2011 af Capacent bendir til þess að tæpur helmingur allrar tónlistar á netinu sé fenginn með ólögmætum hætti. Í sömu könnun kom fram að á árinu 2011 horfðu Íslendingar á hátt í 12 milljónir sjónvarpsþátta og kvikmynda en greiddu aðeins fyrir eina mynd eða þátt af hverjum fjórum.Áhrif á tónlistarmenn Því hefur stundum verið haldið fram að í ljósi þess að plötusala hér á landi síðustu tvö ár hafi verið góð verði íslenskir listamenn í raun ekki fyrir tjóni vegna ólöglegs niðurhals. Staðreyndin er hins vegar sú að mjög fáir titlar hafa borið uppi söluna þessi síðustu ár. Í heild var sala íslenskra platna í eintökum talið 5% minni 2011 en á árinu 2001, þrátt fyrir að neysla á tónlist hafi almennt aukist. Í dag er mjög erfitt fyrir höfunda og flytjendur að fá plötur útgefnar, og útgefendur eru sérstaklega varkárir þegar kemur að útgáfu efnis eftir óþekkta tónlistarmenn. Tónlistarmenn þurfa því í mun meiri mæli en áður að gefa sjálfir út eigið efni með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Hafa ber í huga að einungis um 10% af útgefnum titlum skila hagnaði og afleiðingin er m.a. sú að mikið af því efni sem gefið er út í dag er hálfgerð „endurvinnsla“ á eldra efni þekktra tónlistarmanna. Tónlistarmenn í dag þurfa því í ríkari mæli en áður að reiða sig á innkomu af tónleikum frekar en plötusölu, en hafa verður í huga að slíkt hentar alls ekki öllum og kemur sérstaklega illa við þá höfunda sem ekki eru jafnframt flytjendur eigin efnis, heldur hafa fremur einbeitt sér að því að semja fyrir aðra.Of lítið framboð er ekki lengur afsökun Við getum bent á fjölmargar löglegar leiðir til að nálgast yfirgnæfandi meirihluta þeirrar tónlistar og mikið af þeim kvikmyndum og sjónvarpsefni sem Íslendingar hafa verið að sækja sér ólöglega og án endurgjalds á netið. Eitt af því sem erlendar þjónustuveitur á internetinu hafa horft til þegar þær taka afstöðu til þess hvort þær eigi að bjóða upp á þjónustu á Íslandi er hversu stór sjóræningjamarkaðurinn hefur verið hér á landi. Á vefsíðunni www.tonlistogmyndir.is hefur verið settur upp listi yfir löglegar þjónustuleiðir sem standa Íslendingum til boða. Þjónustuaðilar eins og Tónlist.is eru með álíka mikið úrval tónlistar og margar erlendar veitur, ásamt því að bjóða sérstaklega upp á íslenska tónlist og er verð þeirra að fullu sambærilegt við erlendar tónlistarveitur. Er það von þeirra rétthafasamtaka sem að standa að átakinu „Metum listina að verðleikum – njótum hennar löglega“ að Íslendingar taki nú höndum saman um að efla frekar hinar skapandi greinar með því að fylkja sér í lið með höfundum, flytjendum, hljómplötuframleiðendum og bókaútgefendum um að efla enn frekar sköpunarkraftinn á Íslandi og fjölga störfum í þessum greinum, með því að njóta listarinnar löglega.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun