Lífið

Belti J.R. úr Dallas til sölu

larry hagman Belti sem J.r. notaði verður boðið upp.
larry hagman Belti sem J.r. notaði verður boðið upp.
Belti með sylgju úr silfri og gulli sem illmennið J.R. notaði í sjónvarpsþáttunum Dallas verður boðið upp í Los Angeles 5. maí.

Vonast er til að um 350 til 600 þúsund krónur fáist fyrir þetta forláta belti.

Fleiri munir úr eigu leikarans Larry Hagman, sem lék J.R., verða boðnir upp, þar á meðal sérhannaður leikstjórastóll úr leðri og slatti af kúrekahöttum. Hagman lék J.R. í Dallas á árunum 1978 til 1991. Hann lést úr krabbameini í nóvember síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.