Traustur efnahagur og spennandi störf Einar Bergmundur skrifar 25. apríl 2013 06:00 Lyft hefur verið grettistaki við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á þessu kjörtímabili við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Rekstur ríkissjóðs er nú kominn í jafnvægi, en ljóst er að þar þarf að gæta aðhalds næstu ár til að ríkið geti greitt niður skuldir. Þá tekur að draga úr vaxtagreiðslum og meiru verður hægt að verja í velferð og uppbyggingu. Samhliða þarf að örva hagkerfið, líkt og lagt hefur verið upp með í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar, og ýta þannig undir hagvöxt sem byggir á fjölbreyttum atvinnurekstri. Fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun mun skapa fjölbreytt störf og nýjan auð. Sama má segja um fjárfestingu í skapandi greinum.Verkefni á sviði kynjaðrar hagstjórnar hafa veitt mikilvægar upplýsingar um samfélagsleg áhrif fjárlaga og er brýnt að halda áfram innleiðingu hennar. Verkefnin framundan í efnahagsmálum eru ærin. Meðal annars þarf að losa um aflandskrónur samkvæmt þeirri áætlun sem samþykkt hefur verið og gerir ráð fyrir útgönguskatti á þá fjármuni. Lykilorðin verða aðhaldssemi og örvun án þess að gengið sé á ósjálfbæran hátt á auðlindir landsins. Að loknum erfiðum niðurskurði og breytingum á skattkerfinu, jafnt til tekjuöflunar og aukins jafnaðar í senn, hefur stöðugleiki náðst. Velferðarstjórnin kom á þrepaskiptu skattkerfi þannig að hinir tekjuhæstu beri hlutfallslega meiri byrðar en þeir sem minnst hafa á milli handanna eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Vinstri græn munu verja þrepaskipta skattkerfið með kjafti og klóm, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill auka lýðræði innan fyrirtækja og stofnana þannig að starfsfólk kjósi fulltrúa í stjórnir og umboð stjórnenda verði endurnýjað reglulega. Gera þarf breytingar á lögum um samvinnufélög til að tryggja rekstrarform fyrirtækja sem byggð eru upp á lýðræðislegan hátt. Við Vinstri græn viljum sjá fjölbreytt atvinnulíf með öflugu og ánægðu starfsfólki. Á Íslandi eru góðar aðstæður – og full ástæða – til að halda áfram að efla hér og þróa farsælt og gott velferðarsamfélag, samfélag fjölbreytni, menningar og fyllstu mannréttinda. Framtíðin er björt, bæði fyrir okkur og arftaka okkar. Við Vinsti græn stefnum á sjálfbært Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Lyft hefur verið grettistaki við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á þessu kjörtímabili við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Rekstur ríkissjóðs er nú kominn í jafnvægi, en ljóst er að þar þarf að gæta aðhalds næstu ár til að ríkið geti greitt niður skuldir. Þá tekur að draga úr vaxtagreiðslum og meiru verður hægt að verja í velferð og uppbyggingu. Samhliða þarf að örva hagkerfið, líkt og lagt hefur verið upp með í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar, og ýta þannig undir hagvöxt sem byggir á fjölbreyttum atvinnurekstri. Fjárfesting í rannsóknum og nýsköpun mun skapa fjölbreytt störf og nýjan auð. Sama má segja um fjárfestingu í skapandi greinum.Verkefni á sviði kynjaðrar hagstjórnar hafa veitt mikilvægar upplýsingar um samfélagsleg áhrif fjárlaga og er brýnt að halda áfram innleiðingu hennar. Verkefnin framundan í efnahagsmálum eru ærin. Meðal annars þarf að losa um aflandskrónur samkvæmt þeirri áætlun sem samþykkt hefur verið og gerir ráð fyrir útgönguskatti á þá fjármuni. Lykilorðin verða aðhaldssemi og örvun án þess að gengið sé á ósjálfbæran hátt á auðlindir landsins. Að loknum erfiðum niðurskurði og breytingum á skattkerfinu, jafnt til tekjuöflunar og aukins jafnaðar í senn, hefur stöðugleiki náðst. Velferðarstjórnin kom á þrepaskiptu skattkerfi þannig að hinir tekjuhæstu beri hlutfallslega meiri byrðar en þeir sem minnst hafa á milli handanna eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Vinstri græn munu verja þrepaskipta skattkerfið með kjafti og klóm, hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill auka lýðræði innan fyrirtækja og stofnana þannig að starfsfólk kjósi fulltrúa í stjórnir og umboð stjórnenda verði endurnýjað reglulega. Gera þarf breytingar á lögum um samvinnufélög til að tryggja rekstrarform fyrirtækja sem byggð eru upp á lýðræðislegan hátt. Við Vinstri græn viljum sjá fjölbreytt atvinnulíf með öflugu og ánægðu starfsfólki. Á Íslandi eru góðar aðstæður – og full ástæða – til að halda áfram að efla hér og þróa farsælt og gott velferðarsamfélag, samfélag fjölbreytni, menningar og fyllstu mannréttinda. Framtíðin er björt, bæði fyrir okkur og arftaka okkar. Við Vinsti græn stefnum á sjálfbært Ísland!
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar