Kjósum stöðugleika, ábyrgð og jöfnuð Katrín Júlíusdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til frambúðar, bæta lífskjör og starfsskilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar myntar með því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auðlindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæðingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfnuði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekjulægstu og fólki með meðaltekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjölskyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu?Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosninga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skapaði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðarmanna um gagnsæi, markaðslausnir á forsendum samfélagslegrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjármálakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður framkvæmdin á ábyrgð og forsendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokkanna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Kosningar 2013 Skoðun Tengdar fréttir Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. "Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. 24. apríl 2013 06:00 Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á laugardag kjósum við um hvort heimilum og fyrirtækjum verður tryggður stöðugleiki með ábyrgri efnahagsstjórn til að bæta lífskjör og efla fjárfestingu í nýjum atvinnutækifærum eða hvort blása eigi út nýja bólu. Viljum við halda þeim möguleika opnum að losna við verðtryggingu og vaxtaokur til frambúðar, bæta lífskjör og starfsskilyrði atvinnulífsins með upptöku gjaldgengrar myntar með því að ljúka aðildarsamningi við ESB og leyfa þjóðinni sjálfri að taka upplýsta ákvörðun eða viljum við skella þeim dyrum á heimilin og fyrirtækin strax að loknum kosningum? Verður ævarandi eignarréttur þjóðarinnar á verðmætum auðlindum sínum virtur og tryggt að þjóðin öll njóti auðlindaarðsins eða verður horfið til einkavæðingar bæði auðlinda og þess arðs sem úthlutun sérleyfa til nýtingar skapar? Á tekjuskattskerfið áfram að stuðla að auknum jöfnuði með þrepaskiptingu sem tryggir hinum tekjulægstu og fólki með meðaltekjur lægri skattbyrði eða verður sérstök lækkun á sköttum hinna tekjuhæstu að forgangsverkefni í skattamálum? Verður svigrúmi til að bæta stöðu heimilanna í landinu varið til að bæta stöðu þeirra sem eiga í vanda eða eru að kaupa fyrstu eign, styðja enn frekar við barnafjölskyldur og efla húsnæðisbætur sem renna einnig til ungs fólks á leigumarkaði eða á að nýta bróðurpartinn í þágu efnamestu fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæðinu?Treystum stjórnvöldum Treystum við þeim stjórnvöldum sem höfðu kjark og framsýni til að verja íslenska hagsmuni gegn erlendum kröfuhöfum með því að færa erlendar eignir þeirra undir gjaldeyrishöftin eða þeim sem stíga fram í aðdraganda kosninga og segja „nú get ég“ eftir að hafa setið hjá eða greitt atkvæði gegn lagasetningunni sem skapaði þá sterku samningsstöðu sem nú vekur vonir um heildarlausn á losun fjármagnshafta? Munu grunngildi jafnaðarmanna um gagnsæi, markaðslausnir á forsendum samfélagslegrar ábyrgðar og heilbrigðrar samkeppni ráða endurreisn fjármálakerfisins úr höndum erlendra kröfuhafa eða verður framkvæmdin á ábyrgð og forsendum sömu flokka og valdablokka og einkavinavæddu bankana með þeim afleiðingum sem þjóðin er enn að vinna úr? Kjósendur standa frammi fyrir þeim veruleika að aðeins styrkur Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, að loknum kosningum, ræður svarinu við þessum spurningum. Andspænis því bandalagi sérhagsmunaflokkanna sem við blasir dugar aðeins sameinaður og öflugur flokkur jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn, stöndum saman á kjördag, setjum X við S.
Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. "Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. 24. apríl 2013 06:00
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar