Nýting skógarfugla Gylfi Magnússon skrifar 23. apríl 2013 06:00 Umræðan um að nýta eignir erlendra aðila til hagsbóta fyrir Íslendinga með húsnæðislán er nokkuð sérstæð. Gefin hafa verið ýmis loðin fyrirheit en mörgum spurningum er ósvarað. Um þetta er eftirfarandi að segja. Í fyrsta lagi er ekki á vísan að róa. Óvíst er að hægt verði að ná samningum um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, snjóhengjuna og afnám gjaldeyrishafta sem skila ríkissjóði (eða Seðlabanka) umtalsverðum fjármunum, í krónum. Það er þó alls ekki útilokað. Fordæmin eru m.a. Avens samningurinn svokallaði frá árinu 2010. Hér væri þó um mun flóknari samninga að ræða og hærri upphæðir. Sóknarfæri ríkissjóðs í slíkum samningum byggja á þeirri sorglegu staðreynd að útlendingum er almennt enn meira í nöp við krónuna en Íslendingum. Því geta allir haft hag af samningum. Það þarf samninga. Fyrirheit um eignaupptöku, afturvirka skattlagningu og því um líkt eru merkingarlaus af þeirri einföldu ástæðu að auðvelt væri að verjast slíku með aðstoð dómsstóla. Það myndi engu skila nema margra ára töf. Skiptir þá engu þótt e.t.v. sé hægt að magna upp andúð á andlitslausum útlendingum meðal almennings, m.a. líkja þeim við hræfugla. Í öðru lagi er ekki sjálfgefið hvernig á að verja slíku fé, þegar og ef það skilar sér. Þar skipta sömu sjónarmið máli og þegar fjallað er um aðrar tekjur ríkissjóðs. Hægt er að verja þeim til að bæta heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vegakerfið o.s.frv., lækka skatta eða lækka skuldir hins opinbera. Svo er auðvitað hægt að lækka skuldir tiltekinna þjóðfélagshópa eins og ýmsir leggja nú til.Eignalítið fólk varð verst úti Of snemmt er að ákveða slíkt nú, ekkert frekar en það er tímabært að ráðstafa hugsanlegum olíuauð Íslendinga. Þó verður að benda á að flöt lækkun húsnæðisskulda er mjög ómarkviss og ósanngjörn nýting opinberra fjármuna. Hún rennur eðli máls skv. að stærstum hluta til hátekjufólks á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru skuldirnar mestar. Þar er hins vegar ekki vandinn mestur. Standi pólitískur vilji til þess að nota almannafé til að taka enn frekar á vanda skuldsettra heimila sem urðu illa úti í sviptingum undanfarinna ára væri mun markvissara og eðlilegra að gera það með aðgerðum sem styddu þrengri hóp, sérstaklega eignalítið lág- og meðaltekjufólk sem keypti sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004 til 2008. Sá hópur varð verst úti vegna húsnæðisbólunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Umræðan um að nýta eignir erlendra aðila til hagsbóta fyrir Íslendinga með húsnæðislán er nokkuð sérstæð. Gefin hafa verið ýmis loðin fyrirheit en mörgum spurningum er ósvarað. Um þetta er eftirfarandi að segja. Í fyrsta lagi er ekki á vísan að róa. Óvíst er að hægt verði að ná samningum um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, snjóhengjuna og afnám gjaldeyrishafta sem skila ríkissjóði (eða Seðlabanka) umtalsverðum fjármunum, í krónum. Það er þó alls ekki útilokað. Fordæmin eru m.a. Avens samningurinn svokallaði frá árinu 2010. Hér væri þó um mun flóknari samninga að ræða og hærri upphæðir. Sóknarfæri ríkissjóðs í slíkum samningum byggja á þeirri sorglegu staðreynd að útlendingum er almennt enn meira í nöp við krónuna en Íslendingum. Því geta allir haft hag af samningum. Það þarf samninga. Fyrirheit um eignaupptöku, afturvirka skattlagningu og því um líkt eru merkingarlaus af þeirri einföldu ástæðu að auðvelt væri að verjast slíku með aðstoð dómsstóla. Það myndi engu skila nema margra ára töf. Skiptir þá engu þótt e.t.v. sé hægt að magna upp andúð á andlitslausum útlendingum meðal almennings, m.a. líkja þeim við hræfugla. Í öðru lagi er ekki sjálfgefið hvernig á að verja slíku fé, þegar og ef það skilar sér. Þar skipta sömu sjónarmið máli og þegar fjallað er um aðrar tekjur ríkissjóðs. Hægt er að verja þeim til að bæta heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vegakerfið o.s.frv., lækka skatta eða lækka skuldir hins opinbera. Svo er auðvitað hægt að lækka skuldir tiltekinna þjóðfélagshópa eins og ýmsir leggja nú til.Eignalítið fólk varð verst úti Of snemmt er að ákveða slíkt nú, ekkert frekar en það er tímabært að ráðstafa hugsanlegum olíuauð Íslendinga. Þó verður að benda á að flöt lækkun húsnæðisskulda er mjög ómarkviss og ósanngjörn nýting opinberra fjármuna. Hún rennur eðli máls skv. að stærstum hluta til hátekjufólks á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru skuldirnar mestar. Þar er hins vegar ekki vandinn mestur. Standi pólitískur vilji til þess að nota almannafé til að taka enn frekar á vanda skuldsettra heimila sem urðu illa úti í sviptingum undanfarinna ára væri mun markvissara og eðlilegra að gera það með aðgerðum sem styddu þrengri hóp, sérstaklega eignalítið lág- og meðaltekjufólk sem keypti sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004 til 2008. Sá hópur varð verst úti vegna húsnæðisbólunnar.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun