Staða barna með hegðunar- og geðraskanir Sædís Ósk Harðardóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta? Regnboginn vill taka sérstaklega á vandamálum barna og unglinga sem glíma við geðræn vandkvæði. Framboðið telur þetta málefni svo mikilvægt að það er sérstaklega fært til bókar í stefnuyfirlýsingu. Staða barna með hegðunar- og geðraskanir hefur versnað og er orðið virkilegt áhyggjuefni. Úrræðaleysi gagnvart þessum hópi er óviðunandi og þarf að taka á þessum vanda hið snarasta. Biðlistar hafa bara lengst síðustu árin og hefur ástandið á Barna- og unglingageðdeild landspítalans (BUGL) sjaldan verið eins slæmt. Sú staða hefur skapað mjög erfitt ástand bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Dæmi er um að börn hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir þjónustu og meðferð. Það er afar brýnt að brugðist sé hratt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka og/eða koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum röskunum. Hér er mikilvægt að styrkja skólana og starfsfólk þeirra með auknum fjárveitingum en ekki síður hvað mönnun og menntun varðar. Það er ekki lengur hægt að berja hausnum við stein og hugsa sem svo að vandinn hverfi – það gerir hann ekki og því miður mun hann vaxa verði ekki gripið inn í. Þá er það afar mikilvægt að ekki sé litið á einstaklingana sem þarfnast sjálfsagðrar þjónustu sem vandamál, heldur einstaklinga sem þurfa aðstoð og eiga rétt á henni. Öll börn eiga rétt á þjónustu við hæfi og úrræðum sem þau þurfa á að halda. Ísland er aðili að Barnasáttmálanum, sem var fullgiltur hér á landi árið 1992. Það var hins vegar ekki fyrr en 21 ári síðar að hann var lögfestur, sem er auðvitað til háborinnar skammar. Lögfestingunni ber þó að fagna. Það mikilvægasta í þessu sambandi er þó hið augljósa; Barnasáttmálanum ber að framfylgja. Við sem bjóðum okkur fram undir merki Regnbogans munum sjá til þess að honum verði framfylgt; við líðum ekki að börn og unglingar séu afgangsstærð í samfélaginu. Það ber að virða rétt þeirra og koma fram við þau sem fullgilda einstaklinga. Í því felst að við munum ekki líða biðlista fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir, við krefjumst þess að öll börn fái þjónustu við hæfi. Það er ekki nóg að geta greint vandann og komið með nafn á röskunina, úrlausnir þurfa að vera til staðar og aðgengilegar öllum á viðunandi tíma og óháð fjárhagsstöðu foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta? Regnboginn vill taka sérstaklega á vandamálum barna og unglinga sem glíma við geðræn vandkvæði. Framboðið telur þetta málefni svo mikilvægt að það er sérstaklega fært til bókar í stefnuyfirlýsingu. Staða barna með hegðunar- og geðraskanir hefur versnað og er orðið virkilegt áhyggjuefni. Úrræðaleysi gagnvart þessum hópi er óviðunandi og þarf að taka á þessum vanda hið snarasta. Biðlistar hafa bara lengst síðustu árin og hefur ástandið á Barna- og unglingageðdeild landspítalans (BUGL) sjaldan verið eins slæmt. Sú staða hefur skapað mjög erfitt ástand bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Dæmi er um að börn hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir þjónustu og meðferð. Það er afar brýnt að brugðist sé hratt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka og/eða koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum röskunum. Hér er mikilvægt að styrkja skólana og starfsfólk þeirra með auknum fjárveitingum en ekki síður hvað mönnun og menntun varðar. Það er ekki lengur hægt að berja hausnum við stein og hugsa sem svo að vandinn hverfi – það gerir hann ekki og því miður mun hann vaxa verði ekki gripið inn í. Þá er það afar mikilvægt að ekki sé litið á einstaklingana sem þarfnast sjálfsagðrar þjónustu sem vandamál, heldur einstaklinga sem þurfa aðstoð og eiga rétt á henni. Öll börn eiga rétt á þjónustu við hæfi og úrræðum sem þau þurfa á að halda. Ísland er aðili að Barnasáttmálanum, sem var fullgiltur hér á landi árið 1992. Það var hins vegar ekki fyrr en 21 ári síðar að hann var lögfestur, sem er auðvitað til háborinnar skammar. Lögfestingunni ber þó að fagna. Það mikilvægasta í þessu sambandi er þó hið augljósa; Barnasáttmálanum ber að framfylgja. Við sem bjóðum okkur fram undir merki Regnbogans munum sjá til þess að honum verði framfylgt; við líðum ekki að börn og unglingar séu afgangsstærð í samfélaginu. Það ber að virða rétt þeirra og koma fram við þau sem fullgilda einstaklinga. Í því felst að við munum ekki líða biðlista fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir, við krefjumst þess að öll börn fái þjónustu við hæfi. Það er ekki nóg að geta greint vandann og komið með nafn á röskunina, úrlausnir þurfa að vera til staðar og aðgengilegar öllum á viðunandi tíma og óháð fjárhagsstöðu foreldra.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar