Staða barna með hegðunar- og geðraskanir Sædís Ósk Harðardóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta? Regnboginn vill taka sérstaklega á vandamálum barna og unglinga sem glíma við geðræn vandkvæði. Framboðið telur þetta málefni svo mikilvægt að það er sérstaklega fært til bókar í stefnuyfirlýsingu. Staða barna með hegðunar- og geðraskanir hefur versnað og er orðið virkilegt áhyggjuefni. Úrræðaleysi gagnvart þessum hópi er óviðunandi og þarf að taka á þessum vanda hið snarasta. Biðlistar hafa bara lengst síðustu árin og hefur ástandið á Barna- og unglingageðdeild landspítalans (BUGL) sjaldan verið eins slæmt. Sú staða hefur skapað mjög erfitt ástand bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Dæmi er um að börn hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir þjónustu og meðferð. Það er afar brýnt að brugðist sé hratt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka og/eða koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum röskunum. Hér er mikilvægt að styrkja skólana og starfsfólk þeirra með auknum fjárveitingum en ekki síður hvað mönnun og menntun varðar. Það er ekki lengur hægt að berja hausnum við stein og hugsa sem svo að vandinn hverfi – það gerir hann ekki og því miður mun hann vaxa verði ekki gripið inn í. Þá er það afar mikilvægt að ekki sé litið á einstaklingana sem þarfnast sjálfsagðrar þjónustu sem vandamál, heldur einstaklinga sem þurfa aðstoð og eiga rétt á henni. Öll börn eiga rétt á þjónustu við hæfi og úrræðum sem þau þurfa á að halda. Ísland er aðili að Barnasáttmálanum, sem var fullgiltur hér á landi árið 1992. Það var hins vegar ekki fyrr en 21 ári síðar að hann var lögfestur, sem er auðvitað til háborinnar skammar. Lögfestingunni ber þó að fagna. Það mikilvægasta í þessu sambandi er þó hið augljósa; Barnasáttmálanum ber að framfylgja. Við sem bjóðum okkur fram undir merki Regnbogans munum sjá til þess að honum verði framfylgt; við líðum ekki að börn og unglingar séu afgangsstærð í samfélaginu. Það ber að virða rétt þeirra og koma fram við þau sem fullgilda einstaklinga. Í því felst að við munum ekki líða biðlista fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir, við krefjumst þess að öll börn fái þjónustu við hæfi. Það er ekki nóg að geta greint vandann og komið með nafn á röskunina, úrlausnir þurfa að vera til staðar og aðgengilegar öllum á viðunandi tíma og óháð fjárhagsstöðu foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta? Regnboginn vill taka sérstaklega á vandamálum barna og unglinga sem glíma við geðræn vandkvæði. Framboðið telur þetta málefni svo mikilvægt að það er sérstaklega fært til bókar í stefnuyfirlýsingu. Staða barna með hegðunar- og geðraskanir hefur versnað og er orðið virkilegt áhyggjuefni. Úrræðaleysi gagnvart þessum hópi er óviðunandi og þarf að taka á þessum vanda hið snarasta. Biðlistar hafa bara lengst síðustu árin og hefur ástandið á Barna- og unglingageðdeild landspítalans (BUGL) sjaldan verið eins slæmt. Sú staða hefur skapað mjög erfitt ástand bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Dæmi er um að börn hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir þjónustu og meðferð. Það er afar brýnt að brugðist sé hratt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka og/eða koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum röskunum. Hér er mikilvægt að styrkja skólana og starfsfólk þeirra með auknum fjárveitingum en ekki síður hvað mönnun og menntun varðar. Það er ekki lengur hægt að berja hausnum við stein og hugsa sem svo að vandinn hverfi – það gerir hann ekki og því miður mun hann vaxa verði ekki gripið inn í. Þá er það afar mikilvægt að ekki sé litið á einstaklingana sem þarfnast sjálfsagðrar þjónustu sem vandamál, heldur einstaklinga sem þurfa aðstoð og eiga rétt á henni. Öll börn eiga rétt á þjónustu við hæfi og úrræðum sem þau þurfa á að halda. Ísland er aðili að Barnasáttmálanum, sem var fullgiltur hér á landi árið 1992. Það var hins vegar ekki fyrr en 21 ári síðar að hann var lögfestur, sem er auðvitað til háborinnar skammar. Lögfestingunni ber þó að fagna. Það mikilvægasta í þessu sambandi er þó hið augljósa; Barnasáttmálanum ber að framfylgja. Við sem bjóðum okkur fram undir merki Regnbogans munum sjá til þess að honum verði framfylgt; við líðum ekki að börn og unglingar séu afgangsstærð í samfélaginu. Það ber að virða rétt þeirra og koma fram við þau sem fullgilda einstaklinga. Í því felst að við munum ekki líða biðlista fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir, við krefjumst þess að öll börn fái þjónustu við hæfi. Það er ekki nóg að geta greint vandann og komið með nafn á röskunina, úrlausnir þurfa að vera til staðar og aðgengilegar öllum á viðunandi tíma og óháð fjárhagsstöðu foreldra.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun