Sérstakur saksóknari Gestur Jónsson skrifar 12. apríl 2013 07:00 Ætli fjölmiðlaráðgjafi Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, banni honum að fjalla efnislega um gagnrýni sem sett er fram á störf embættis hans? Getur verið að ráðgjöfin sé sú að sérstökum saksóknara sé rétt að bregðast við málefnalegri gagnrýni á störf embættisins með því að sá fræjum tortryggni um þá einstaklinga sem leyfa sér að gagnrýna? Á mánudag tilkynntu undirritaðir lögmenn dómsformanni í Al Thani-málinu að þeir létu af störfum sem verjendur í málinu. Ástæðum ákvörðunarinnar var lýst og hún rökstudd í ítarlegum bréfum til héraðsdómarans. Meðal þess sem þar kom fram var að embætti sérstaks saksóknara hefði ekki virt trúnaðarsamband verjanda og sakbornings, sem m.a. er varið af Mannréttindasáttmála Evrópu, með því að hlera og vista samtöl verjanda og sakbornings í málinu. Sagt var frá því að embættið hefði gefið alþjóðalögreglunni Interpol rangar upplýsingar um sakborning í málinu í því skyni að eftir honum yrði lýst sem alþjóðlegum glæpamanni. Frá því var greint að sérstakur saksóknari berðist af hörku gegn því að verjendur fengju almennt að kynna sér niðurstöður rannsóknaraðgerða í málinu en teldi rétt að verjendur sætti sig við að hann handvelji þau gögn út úr rannsókninni sem hann sjálfur telur að eigi erindi inn í málið. Fram kom að í þinghaldi 7. mars sl. hefði saksóknari, í framhaldi af áskorun frá verjendum, lagt fram ný gögn sem sýna að sá maður sem talinn er hafa verið í sýndarviðskiptum við Kaupþing hefði fallist á að greiða slitastjórn Kaupþings jafnvirði margra milljarða króna til þess að losna undan skuldbindingu sinni í „sýndarviðskiptunum“. Þegar verjendur töldu sig þurfa frest í 6-8 vikur til þess að bregðast við þessari nýju stöðu hefði saksóknari mótmælt því að frestur yrði veittur. Fleiri atriði eru tilgreind í bréfi okkar til dómarans sem við hvetjum fréttamenn og lesendur til að kynna sér.Sameiginleg skylda Viðbrögð sérstaks saksóknara eru öll á einn veg. Hann lætur hjá líða að fjalla um gagnrýnina eða svara henni efnislega. Hann kýs að fullyrða að ástæður ákvörðunar okkar séu aðrar en við höfum tilgreint. Hann ræðst að persónu okkar með því að halda því fram að við segjum ósatt um ástæður ákvörðunarinnar. Okkur gangi það eitt til að tefja málið. Í forsíðuviðtali Fréttablaðsins við Ólaf Þór Hauksson er haft eftir honum af þessu tilefni að nauðsynlegt kunni að vera að breyta lögum til þess að koma í veg fyrir að verjendur geti sagt sig frá starfi sínu með þeim hætti sem við höfum gert. Kannski hefur saksóknarinn ekki hugað að efni 2. mgr. 68. gr. stjórnarskrár og 4. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem reistar eru skorður við því að menn séu þvingaðir til starfa, þegar hann lét þessa ábendingu frá sér. Samkvæmt lögum hefur maður sem fer með vald saksóknara hlutlægnisskyldu. Honum ber að virða réttindi sakborninga, vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Hlutverk saksóknara er ekki að standa í áróðursstríði við verjendur eða sakaða menn. Miklu nær væri að embættið tæki málefnalega gagnrýni alvarlega og tæki höndum saman við verjendur um að tryggja að leikreglur réttarríkisins verði virtar. Í því efni hafa ákærendur, verjendur og dómarar sameiginlega skyldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ætli fjölmiðlaráðgjafi Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, banni honum að fjalla efnislega um gagnrýni sem sett er fram á störf embættis hans? Getur verið að ráðgjöfin sé sú að sérstökum saksóknara sé rétt að bregðast við málefnalegri gagnrýni á störf embættisins með því að sá fræjum tortryggni um þá einstaklinga sem leyfa sér að gagnrýna? Á mánudag tilkynntu undirritaðir lögmenn dómsformanni í Al Thani-málinu að þeir létu af störfum sem verjendur í málinu. Ástæðum ákvörðunarinnar var lýst og hún rökstudd í ítarlegum bréfum til héraðsdómarans. Meðal þess sem þar kom fram var að embætti sérstaks saksóknara hefði ekki virt trúnaðarsamband verjanda og sakbornings, sem m.a. er varið af Mannréttindasáttmála Evrópu, með því að hlera og vista samtöl verjanda og sakbornings í málinu. Sagt var frá því að embættið hefði gefið alþjóðalögreglunni Interpol rangar upplýsingar um sakborning í málinu í því skyni að eftir honum yrði lýst sem alþjóðlegum glæpamanni. Frá því var greint að sérstakur saksóknari berðist af hörku gegn því að verjendur fengju almennt að kynna sér niðurstöður rannsóknaraðgerða í málinu en teldi rétt að verjendur sætti sig við að hann handvelji þau gögn út úr rannsókninni sem hann sjálfur telur að eigi erindi inn í málið. Fram kom að í þinghaldi 7. mars sl. hefði saksóknari, í framhaldi af áskorun frá verjendum, lagt fram ný gögn sem sýna að sá maður sem talinn er hafa verið í sýndarviðskiptum við Kaupþing hefði fallist á að greiða slitastjórn Kaupþings jafnvirði margra milljarða króna til þess að losna undan skuldbindingu sinni í „sýndarviðskiptunum“. Þegar verjendur töldu sig þurfa frest í 6-8 vikur til þess að bregðast við þessari nýju stöðu hefði saksóknari mótmælt því að frestur yrði veittur. Fleiri atriði eru tilgreind í bréfi okkar til dómarans sem við hvetjum fréttamenn og lesendur til að kynna sér.Sameiginleg skylda Viðbrögð sérstaks saksóknara eru öll á einn veg. Hann lætur hjá líða að fjalla um gagnrýnina eða svara henni efnislega. Hann kýs að fullyrða að ástæður ákvörðunar okkar séu aðrar en við höfum tilgreint. Hann ræðst að persónu okkar með því að halda því fram að við segjum ósatt um ástæður ákvörðunarinnar. Okkur gangi það eitt til að tefja málið. Í forsíðuviðtali Fréttablaðsins við Ólaf Þór Hauksson er haft eftir honum af þessu tilefni að nauðsynlegt kunni að vera að breyta lögum til þess að koma í veg fyrir að verjendur geti sagt sig frá starfi sínu með þeim hætti sem við höfum gert. Kannski hefur saksóknarinn ekki hugað að efni 2. mgr. 68. gr. stjórnarskrár og 4. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem reistar eru skorður við því að menn séu þvingaðir til starfa, þegar hann lét þessa ábendingu frá sér. Samkvæmt lögum hefur maður sem fer með vald saksóknara hlutlægnisskyldu. Honum ber að virða réttindi sakborninga, vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Hlutverk saksóknara er ekki að standa í áróðursstríði við verjendur eða sakaða menn. Miklu nær væri að embættið tæki málefnalega gagnrýni alvarlega og tæki höndum saman við verjendur um að tryggja að leikreglur réttarríkisins verði virtar. Í því efni hafa ákærendur, verjendur og dómarar sameiginlega skyldu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun