Skíthræddur við að feta í fótspor Hetjanna Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 21. mars 2013 07:00 Hetjan Blær hefur boðað komu sína á tónleikana en hvort hann tekur lagið með Eyþóri Inga er óvitað. „Ég er auðvitað skíthræddur við að reyna að feta í fótspor Hetjanna en ég ætla að reyna. Það kemur samt ekki til greina að ég reyni að stæla útlitið, enda engar líkur á að það myndi nást," segir rokkarinn og Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Eyþór Ingi er meðal flytjenda á Skonrokktónleikum sem haldnir verða í Hörpu á morgun. Tyrkja-Gudda, sem er batteríið á bak við Skonrokk, hefur nú farið í samstarf með Mottumars og verður tilkynnt um sigurvegara söfnunar Krabbameinsfélagsins í upphafi tónleikana, auk þess sem verðlaun verða veitt fyrir flottustu mottuna. Þar á eftir tryllir Tyrkja-Gudda lýðinn en ekki er ljóst hvort Hetjurnar koma sjálfar til með að stíga á svið. Uppi hefur verið orðrómur um það að ósættið sem olli slitum þeirra á níunda áratuginum hafi nú látið aftur á sér kræla og í ljósi óvissunnar hefur Eyþór Ingi haft vaðið fyrir neðan sig og æft lag þeirra, Villibráð, stíft að undanförnu. Ein hetjanna, Blær, hefur þó boðað komu sína en alls óvíst er hvort hann tekur lagið. Það vakti athygli þegar Eyþór mætti á frumsýningu Eurovision-myndbandsins í síðustu viku og búinn að raka af sér allt skeggið. Spurður hvort hann ætli að safna í mottu fyrir tónleikana segist hann efast um að það náist. „Við leggjum okkar af mörkum á þennan hátt í staðinn, og með bolasölunni," segir hann, en Tyrkja-Gudda og Mottumars hafa látið hanna boli með merki tónleikanna og allur ágóði af sölu þeirra rennur í átakið. Auk Eyþórs koma þeir Magni, Páll Rósinkranz, Pétur Guðmunds og Biggi Haralds fram á tónleikunum svo það er óhætt að segja að búast megi við algjörri rokkveislu. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
„Ég er auðvitað skíthræddur við að reyna að feta í fótspor Hetjanna en ég ætla að reyna. Það kemur samt ekki til greina að ég reyni að stæla útlitið, enda engar líkur á að það myndi nást," segir rokkarinn og Eurovision-farinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Eyþór Ingi er meðal flytjenda á Skonrokktónleikum sem haldnir verða í Hörpu á morgun. Tyrkja-Gudda, sem er batteríið á bak við Skonrokk, hefur nú farið í samstarf með Mottumars og verður tilkynnt um sigurvegara söfnunar Krabbameinsfélagsins í upphafi tónleikana, auk þess sem verðlaun verða veitt fyrir flottustu mottuna. Þar á eftir tryllir Tyrkja-Gudda lýðinn en ekki er ljóst hvort Hetjurnar koma sjálfar til með að stíga á svið. Uppi hefur verið orðrómur um það að ósættið sem olli slitum þeirra á níunda áratuginum hafi nú látið aftur á sér kræla og í ljósi óvissunnar hefur Eyþór Ingi haft vaðið fyrir neðan sig og æft lag þeirra, Villibráð, stíft að undanförnu. Ein hetjanna, Blær, hefur þó boðað komu sína en alls óvíst er hvort hann tekur lagið. Það vakti athygli þegar Eyþór mætti á frumsýningu Eurovision-myndbandsins í síðustu viku og búinn að raka af sér allt skeggið. Spurður hvort hann ætli að safna í mottu fyrir tónleikana segist hann efast um að það náist. „Við leggjum okkar af mörkum á þennan hátt í staðinn, og með bolasölunni," segir hann, en Tyrkja-Gudda og Mottumars hafa látið hanna boli með merki tónleikanna og allur ágóði af sölu þeirra rennur í átakið. Auk Eyþórs koma þeir Magni, Páll Rósinkranz, Pétur Guðmunds og Biggi Haralds fram á tónleikunum svo það er óhætt að segja að búast megi við algjörri rokkveislu.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira