Sameiginlegt forræði en engar barnabætur 16. mars 2013 06:00 Matthías Freyr Matthíasson vill að barnalögum verði breytt svo barn geti átt tvö lögheimili. Fréttablaðið/Daníel „Það stakk mig í föðurhjartað að sjá það í þjóðskrá að dóttir mín er ekki hluti af minni fjölskyldu, heldur er hún eingöngu hluti af fjölskyldu móður sinnar. Mér finnst það alveg fáránlegt," segir Matthías Freyr Matthíasson, faðir fimm ára stúlku. Eftir að hann sleit samvistum við barnsmóður sína sumarið 2012 hefur dóttir hans verið með lögheimili hjá móður sinni. Hann kallar eftir breytingum og vill að barn geti átt rétt á að eiga tvö lögheimili. „Út frá þessari skráningu þvingar löggjafinn mig úr lífi dóttur minnar samkvæmt opinberum gögnum, þar sem barn getur ekki haft lögheimili hjá báðum foreldrum sínum." Matthías segist heppinn að því leyti að samband hans við barnsmóður sína sé mjög gott og þau séu sammála um allt það helsta er varðar dóttur þeirra. Hann segir „fáránlegt" að enn halli á hlut feðra í þessari stöðu þar sem í dag sé ekki óalgengt að foreldrar slíti samvistum og fari jafnt með forsjá barna sinna. „Við förum með sameiginlega forsjá og hún nýtur jafnrar umgengni við okkur bæði. Við skiptum öllum kostnaði jafnt, eins og leikskólagjöldum og tómstundum. En þar sem dóttir mín er með lögheimili hjá móður sinni hefur hún ríkari ákvörðunarrétt yfir dóttir okkar. Segjum sem svo að ég og barnsmóðir mín verðum eitthvað ósátt, þá gæti hún tekið ákvörðun um það að flytja í annað hverfi eða annan landshluta og ég hefði ekkert um það að segja," segir Matthías. Hann bætir við að þar sem barnsmóðir hans sé lögheimilisforeldri fái eingöngu hún barnabætur og eigi rétt á hærri húsaleigubótum. Hann vill jafna réttarstöðu foreldra sem ekki eru í sambúð bæði í opinberum skráningum og hvað varðar fjárhagslega þætti. „Ef ég væri í námi myndi ég ekki fá jafn há námslán. Dóttir mín býr hjá mér aðra hverja viku og ég sé um hana að öllu leyti aðra hverja viku. Það er alltaf verið að tala um jafnrétti og ég er jafnréttissinni en það er eins og jafnrétti eigi bara að ríkja þegar um konur eru að ræða. Þetta snýst um að foreldrar hljóti sömu meðferð innan kerfisins og hjá löggjafanum. Það eru hrein og klár mannréttindi." Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Það stakk mig í föðurhjartað að sjá það í þjóðskrá að dóttir mín er ekki hluti af minni fjölskyldu, heldur er hún eingöngu hluti af fjölskyldu móður sinnar. Mér finnst það alveg fáránlegt," segir Matthías Freyr Matthíasson, faðir fimm ára stúlku. Eftir að hann sleit samvistum við barnsmóður sína sumarið 2012 hefur dóttir hans verið með lögheimili hjá móður sinni. Hann kallar eftir breytingum og vill að barn geti átt rétt á að eiga tvö lögheimili. „Út frá þessari skráningu þvingar löggjafinn mig úr lífi dóttur minnar samkvæmt opinberum gögnum, þar sem barn getur ekki haft lögheimili hjá báðum foreldrum sínum." Matthías segist heppinn að því leyti að samband hans við barnsmóður sína sé mjög gott og þau séu sammála um allt það helsta er varðar dóttur þeirra. Hann segir „fáránlegt" að enn halli á hlut feðra í þessari stöðu þar sem í dag sé ekki óalgengt að foreldrar slíti samvistum og fari jafnt með forsjá barna sinna. „Við förum með sameiginlega forsjá og hún nýtur jafnrar umgengni við okkur bæði. Við skiptum öllum kostnaði jafnt, eins og leikskólagjöldum og tómstundum. En þar sem dóttir mín er með lögheimili hjá móður sinni hefur hún ríkari ákvörðunarrétt yfir dóttir okkar. Segjum sem svo að ég og barnsmóðir mín verðum eitthvað ósátt, þá gæti hún tekið ákvörðun um það að flytja í annað hverfi eða annan landshluta og ég hefði ekkert um það að segja," segir Matthías. Hann bætir við að þar sem barnsmóðir hans sé lögheimilisforeldri fái eingöngu hún barnabætur og eigi rétt á hærri húsaleigubótum. Hann vill jafna réttarstöðu foreldra sem ekki eru í sambúð bæði í opinberum skráningum og hvað varðar fjárhagslega þætti. „Ef ég væri í námi myndi ég ekki fá jafn há námslán. Dóttir mín býr hjá mér aðra hverja viku og ég sé um hana að öllu leyti aðra hverja viku. Það er alltaf verið að tala um jafnrétti og ég er jafnréttissinni en það er eins og jafnrétti eigi bara að ríkja þegar um konur eru að ræða. Þetta snýst um að foreldrar hljóti sömu meðferð innan kerfisins og hjá löggjafanum. Það eru hrein og klár mannréttindi."
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira