„Það er kjaftshögg að fá krabbamein“ 8. mars 2013 06:00 Gunnar S. Ragnarsson fann kýli í hálsinum og greindist með krabbamein í kjölfarið. Tveggja barna faðir sem greindist með krabbamein í hálsi í desember fyrir rúmum tveimur árum segir veikindin hafa haft áhrif á allt og alla í kringum hann. Hann segir enga uppskrift vera til að því hvernig tilkynna eigi fjölskyldunni slík veikindi. „Það er kjaftshögg að lenda í svona, kjaftshögg sem þú verður ekki var við fyrr en allt er yfirstaðið. Þegar maður greinist veit maður í rauninni ekkert hvað maður er að fara að ganga í gegnum,“ segir Gunnar Sigurgeir Ragnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi í desember 2011. „Ég fór að finna fyrir köggli í hálsinum og lét heimilislækni skoða mig. Heimilislæknirinn vildi láta taka sýni strax og senda í ræktun. Nokkrum dögum síðar er hringt í mig og mér tilkynnt að ég þurfi að fara í uppskurð og láta fjarlægja kýlið. Ferlið tók sem sagt um tvær vikur, frá því að ég fer til læknis og þangað til ég er búinn í aðgerðinni, þannig að það er óhætt að segja að heimilislæknirinn hafi brugðist rétt við.“ Gunnar fór í sína fyrstu geislameðferð í janúar 2012 en biðtímann frá aðgerð og að geislameðferð segir hann hafa verið erfiðan. „Það var ákveðið að byrja ekki geislameðferðina rétt fyrir jólin og í dag skil ég þá ákvörðun,“ segir Gunnar sem fór í 33 skipti í geisla frá janúar til mars. Gunnar segir geislameðferðina hafa tekið bæði andlegt og líkamlegt þrek af honum og hann hefur ekki enn náð fullum styrk aftur. „Þetta hefur áhrif á allt og alla í kringum mann og það er ekki til nein uppskrift að því hvernig maður tilkynnir börnunum sínum svona fréttir, að maður sé kominn með krabbamein.“ Gunnari var boðið að taka dætur sínar tvær með í geislameðferð til að leyfa þeim að sjá hvernig hlutirnir færu fram. „Eldri stelpan mín treysti sér ekki til að koma með en yngri dóttirin kom og það var gott fyrir okkur.“ Gunnar telur að fólk verði að vera óhrætt við að ræða þennan sjúkdóm og segir að það sé einmitt það sem Mottumars geri, að skapa umræður. „Móðir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir um tuttugu árum og þá var þetta helst ekki rætt. Nú til dags reynum við að tala opinskátt um þetta í fjölskyldunni og ég finn að manni líður betur.“ Gunnar minnist þess að það hafi verið erfitt að hafa áhyggjur af fjármálum ofan á veikindin. „Maður hefði þurft að setja fjárhagsörðugleika og annað áreiti á bið,“ segir Gunnar að lokum og minnir á að jákvætt hugarfar skipti öllu máli í svona aðstæðum. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tveggja barna faðir sem greindist með krabbamein í hálsi í desember fyrir rúmum tveimur árum segir veikindin hafa haft áhrif á allt og alla í kringum hann. Hann segir enga uppskrift vera til að því hvernig tilkynna eigi fjölskyldunni slík veikindi. „Það er kjaftshögg að lenda í svona, kjaftshögg sem þú verður ekki var við fyrr en allt er yfirstaðið. Þegar maður greinist veit maður í rauninni ekkert hvað maður er að fara að ganga í gegnum,“ segir Gunnar Sigurgeir Ragnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi í desember 2011. „Ég fór að finna fyrir köggli í hálsinum og lét heimilislækni skoða mig. Heimilislæknirinn vildi láta taka sýni strax og senda í ræktun. Nokkrum dögum síðar er hringt í mig og mér tilkynnt að ég þurfi að fara í uppskurð og láta fjarlægja kýlið. Ferlið tók sem sagt um tvær vikur, frá því að ég fer til læknis og þangað til ég er búinn í aðgerðinni, þannig að það er óhætt að segja að heimilislæknirinn hafi brugðist rétt við.“ Gunnar fór í sína fyrstu geislameðferð í janúar 2012 en biðtímann frá aðgerð og að geislameðferð segir hann hafa verið erfiðan. „Það var ákveðið að byrja ekki geislameðferðina rétt fyrir jólin og í dag skil ég þá ákvörðun,“ segir Gunnar sem fór í 33 skipti í geisla frá janúar til mars. Gunnar segir geislameðferðina hafa tekið bæði andlegt og líkamlegt þrek af honum og hann hefur ekki enn náð fullum styrk aftur. „Þetta hefur áhrif á allt og alla í kringum mann og það er ekki til nein uppskrift að því hvernig maður tilkynnir börnunum sínum svona fréttir, að maður sé kominn með krabbamein.“ Gunnari var boðið að taka dætur sínar tvær með í geislameðferð til að leyfa þeim að sjá hvernig hlutirnir færu fram. „Eldri stelpan mín treysti sér ekki til að koma með en yngri dóttirin kom og það var gott fyrir okkur.“ Gunnar telur að fólk verði að vera óhrætt við að ræða þennan sjúkdóm og segir að það sé einmitt það sem Mottumars geri, að skapa umræður. „Móðir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir um tuttugu árum og þá var þetta helst ekki rætt. Nú til dags reynum við að tala opinskátt um þetta í fjölskyldunni og ég finn að manni líður betur.“ Gunnar minnist þess að það hafi verið erfitt að hafa áhyggjur af fjármálum ofan á veikindin. „Maður hefði þurft að setja fjárhagsörðugleika og annað áreiti á bið,“ segir Gunnar að lokum og minnir á að jákvætt hugarfar skipti öllu máli í svona aðstæðum.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira