„Það er kjaftshögg að fá krabbamein“ 8. mars 2013 06:00 Gunnar S. Ragnarsson fann kýli í hálsinum og greindist með krabbamein í kjölfarið. Tveggja barna faðir sem greindist með krabbamein í hálsi í desember fyrir rúmum tveimur árum segir veikindin hafa haft áhrif á allt og alla í kringum hann. Hann segir enga uppskrift vera til að því hvernig tilkynna eigi fjölskyldunni slík veikindi. „Það er kjaftshögg að lenda í svona, kjaftshögg sem þú verður ekki var við fyrr en allt er yfirstaðið. Þegar maður greinist veit maður í rauninni ekkert hvað maður er að fara að ganga í gegnum,“ segir Gunnar Sigurgeir Ragnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi í desember 2011. „Ég fór að finna fyrir köggli í hálsinum og lét heimilislækni skoða mig. Heimilislæknirinn vildi láta taka sýni strax og senda í ræktun. Nokkrum dögum síðar er hringt í mig og mér tilkynnt að ég þurfi að fara í uppskurð og láta fjarlægja kýlið. Ferlið tók sem sagt um tvær vikur, frá því að ég fer til læknis og þangað til ég er búinn í aðgerðinni, þannig að það er óhætt að segja að heimilislæknirinn hafi brugðist rétt við.“ Gunnar fór í sína fyrstu geislameðferð í janúar 2012 en biðtímann frá aðgerð og að geislameðferð segir hann hafa verið erfiðan. „Það var ákveðið að byrja ekki geislameðferðina rétt fyrir jólin og í dag skil ég þá ákvörðun,“ segir Gunnar sem fór í 33 skipti í geisla frá janúar til mars. Gunnar segir geislameðferðina hafa tekið bæði andlegt og líkamlegt þrek af honum og hann hefur ekki enn náð fullum styrk aftur. „Þetta hefur áhrif á allt og alla í kringum mann og það er ekki til nein uppskrift að því hvernig maður tilkynnir börnunum sínum svona fréttir, að maður sé kominn með krabbamein.“ Gunnari var boðið að taka dætur sínar tvær með í geislameðferð til að leyfa þeim að sjá hvernig hlutirnir færu fram. „Eldri stelpan mín treysti sér ekki til að koma með en yngri dóttirin kom og það var gott fyrir okkur.“ Gunnar telur að fólk verði að vera óhrætt við að ræða þennan sjúkdóm og segir að það sé einmitt það sem Mottumars geri, að skapa umræður. „Móðir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir um tuttugu árum og þá var þetta helst ekki rætt. Nú til dags reynum við að tala opinskátt um þetta í fjölskyldunni og ég finn að manni líður betur.“ Gunnar minnist þess að það hafi verið erfitt að hafa áhyggjur af fjármálum ofan á veikindin. „Maður hefði þurft að setja fjárhagsörðugleika og annað áreiti á bið,“ segir Gunnar að lokum og minnir á að jákvætt hugarfar skipti öllu máli í svona aðstæðum. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Tveggja barna faðir sem greindist með krabbamein í hálsi í desember fyrir rúmum tveimur árum segir veikindin hafa haft áhrif á allt og alla í kringum hann. Hann segir enga uppskrift vera til að því hvernig tilkynna eigi fjölskyldunni slík veikindi. „Það er kjaftshögg að lenda í svona, kjaftshögg sem þú verður ekki var við fyrr en allt er yfirstaðið. Þegar maður greinist veit maður í rauninni ekkert hvað maður er að fara að ganga í gegnum,“ segir Gunnar Sigurgeir Ragnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi í desember 2011. „Ég fór að finna fyrir köggli í hálsinum og lét heimilislækni skoða mig. Heimilislæknirinn vildi láta taka sýni strax og senda í ræktun. Nokkrum dögum síðar er hringt í mig og mér tilkynnt að ég þurfi að fara í uppskurð og láta fjarlægja kýlið. Ferlið tók sem sagt um tvær vikur, frá því að ég fer til læknis og þangað til ég er búinn í aðgerðinni, þannig að það er óhætt að segja að heimilislæknirinn hafi brugðist rétt við.“ Gunnar fór í sína fyrstu geislameðferð í janúar 2012 en biðtímann frá aðgerð og að geislameðferð segir hann hafa verið erfiðan. „Það var ákveðið að byrja ekki geislameðferðina rétt fyrir jólin og í dag skil ég þá ákvörðun,“ segir Gunnar sem fór í 33 skipti í geisla frá janúar til mars. Gunnar segir geislameðferðina hafa tekið bæði andlegt og líkamlegt þrek af honum og hann hefur ekki enn náð fullum styrk aftur. „Þetta hefur áhrif á allt og alla í kringum mann og það er ekki til nein uppskrift að því hvernig maður tilkynnir börnunum sínum svona fréttir, að maður sé kominn með krabbamein.“ Gunnari var boðið að taka dætur sínar tvær með í geislameðferð til að leyfa þeim að sjá hvernig hlutirnir færu fram. „Eldri stelpan mín treysti sér ekki til að koma með en yngri dóttirin kom og það var gott fyrir okkur.“ Gunnar telur að fólk verði að vera óhrætt við að ræða þennan sjúkdóm og segir að það sé einmitt það sem Mottumars geri, að skapa umræður. „Móðir mín greindist með brjóstakrabbamein fyrir um tuttugu árum og þá var þetta helst ekki rætt. Nú til dags reynum við að tala opinskátt um þetta í fjölskyldunni og ég finn að manni líður betur.“ Gunnar minnist þess að það hafi verið erfitt að hafa áhyggjur af fjármálum ofan á veikindin. „Maður hefði þurft að setja fjárhagsörðugleika og annað áreiti á bið,“ segir Gunnar að lokum og minnir á að jákvætt hugarfar skipti öllu máli í svona aðstæðum.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira