Útboð ríkisstyrktra strandsiglinga óþarfi Svavar Hávarðsson skrifar 8. mars 2013 06:00 Á hálfum mánuði hafa Eimskip, Samskip og ríkið kynnt áætlanir er varða strandsiglingar. fréttablaðið/gva Forstjóri Eimskips telur ástæðulaust að ríkið bjóði út ríkisstyrktar strandsiglingar. Markaðurinn hafi þegar leyst málið og hugmyndafræði ríkisins tilheyri fortíðinni. Ný hugsun í siglingum myndar svigrúm fyrir tvö fyrirtæki í strandsiglingum. Stóru flutningafyrirtækin tvö, Samskip og Eimskip, hafa á innan við tveimur vikum kynnt nýjar strandsiglingaleiðir með tengingu við Bretland og meginland Evrópu. Stjórnvöld boða á sama tíma útboð ríkisstyrktra strandsiglinga. Forstjóri Eimskips telur útboðið óþarft enda hafi markaðurinn leyst málið og hugmyndir ríkisins um strandsiglingar tilheyri fortíðinni. Eimskip kynntu á miðvikudag breytingar á siglingakerfi félagsins, sem hafa verið í undirbúningi allt síðasta ár. Hluti þess er ný vikuleg strandsiglingaleið sem tengir Ísland við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu. Skip félagsins munu koma vikulega við í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Samskip urðu fyrri til og kynntu nýja hringleið í flutningum þegar vika lifði af febrúarmánuði. Flutningaskip á vegum félagsins fer frá Reykjavík til sömu hafna á landsbyggðinni og þaðan til Bretlands og Evrópu með viðkomu í Færeyjum. Bæði félögin útiloka ekki að viðkomustöðum verði fjölgað í framtíðinni. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir ekki um strandsiglingar að ræða eins og tíðkuðust á árum áður. Til sé komin tenging við erlendar hafnir sem geri siglingarnar mögulegar. „Ég spyr mig hvort sé þörf á því að ríkið sé að vasast í því að bjóða út strandsiglingar. Tvö félög ætla að sinna þessu. Það er ekkert pláss fyrir meira og oft gott þegar markaðurinn tekur þetta hlutverk að sér. Við vonum að það sé að gerast þannig að ríkið þurfi ekki að niðurgreiða flutninga út á land. Þetta sé eðlilegur hlutur í okkar viðskiptum,“ segir Gylfi, sem segir að fari útboðið fram muni Eimskip taka þátt í því. Hann telur að sú tegund strandsiglinga sem ríkið boði að boðin verði út tilheyri fortíðinni. Hringkeyrsla innanlands, eins og ríkið áætli, sé gengin sér til húðar. Spurður hvort markaðurinn beri tvö stór félög í siglingum segir Gylfi að það hefði aldrei gengið ef aðeins væri um að ræða að fara hringinn í kringum landið. Hins vegar sé um allt annan hlut að ræða þegar hringurinn nái til hafna erlendis, og þetta tvennt í raun ósamanburðarhæft. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir mjög líklegt að félagið taki þátt í útboði en á sama tíma sé það dapurleg tilhugsun að hugað sé að niðurgreiddum siglingum á þessum markaði. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Forstjóri Eimskips telur ástæðulaust að ríkið bjóði út ríkisstyrktar strandsiglingar. Markaðurinn hafi þegar leyst málið og hugmyndafræði ríkisins tilheyri fortíðinni. Ný hugsun í siglingum myndar svigrúm fyrir tvö fyrirtæki í strandsiglingum. Stóru flutningafyrirtækin tvö, Samskip og Eimskip, hafa á innan við tveimur vikum kynnt nýjar strandsiglingaleiðir með tengingu við Bretland og meginland Evrópu. Stjórnvöld boða á sama tíma útboð ríkisstyrktra strandsiglinga. Forstjóri Eimskips telur útboðið óþarft enda hafi markaðurinn leyst málið og hugmyndir ríkisins um strandsiglingar tilheyri fortíðinni. Eimskip kynntu á miðvikudag breytingar á siglingakerfi félagsins, sem hafa verið í undirbúningi allt síðasta ár. Hluti þess er ný vikuleg strandsiglingaleið sem tengir Ísland við Færeyjar, Bretland og meginland Evrópu. Skip félagsins munu koma vikulega við í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Samskip urðu fyrri til og kynntu nýja hringleið í flutningum þegar vika lifði af febrúarmánuði. Flutningaskip á vegum félagsins fer frá Reykjavík til sömu hafna á landsbyggðinni og þaðan til Bretlands og Evrópu með viðkomu í Færeyjum. Bæði félögin útiloka ekki að viðkomustöðum verði fjölgað í framtíðinni. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir ekki um strandsiglingar að ræða eins og tíðkuðust á árum áður. Til sé komin tenging við erlendar hafnir sem geri siglingarnar mögulegar. „Ég spyr mig hvort sé þörf á því að ríkið sé að vasast í því að bjóða út strandsiglingar. Tvö félög ætla að sinna þessu. Það er ekkert pláss fyrir meira og oft gott þegar markaðurinn tekur þetta hlutverk að sér. Við vonum að það sé að gerast þannig að ríkið þurfi ekki að niðurgreiða flutninga út á land. Þetta sé eðlilegur hlutur í okkar viðskiptum,“ segir Gylfi, sem segir að fari útboðið fram muni Eimskip taka þátt í því. Hann telur að sú tegund strandsiglinga sem ríkið boði að boðin verði út tilheyri fortíðinni. Hringkeyrsla innanlands, eins og ríkið áætli, sé gengin sér til húðar. Spurður hvort markaðurinn beri tvö stór félög í siglingum segir Gylfi að það hefði aldrei gengið ef aðeins væri um að ræða að fara hringinn í kringum landið. Hins vegar sé um allt annan hlut að ræða þegar hringurinn nái til hafna erlendis, og þetta tvennt í raun ósamanburðarhæft. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir mjög líklegt að félagið taki þátt í útboði en á sama tíma sé það dapurleg tilhugsun að hugað sé að niðurgreiddum siglingum á þessum markaði.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira