Allt of fátt starfsfólk er í grunnskólunum Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 8. mars 2013 06:00 Grunnskólanemendum fækkaði um 0,1 prósent á milli áranna 2012 og 2011 og þeir hafa ekki verið færri síðan árið 1997. Stöðugildum starfsfólks við skólanna hefur fækkað um 13 prósent frá haustinu 2008. fréttablaðið/gva Formaður Félags grunnskólakennara segir ástandið í grunnskólum komið í óefni vegna fækkunar kennara. Áhyggjuefni, segir ráðherra menntamála. Þeim sem sinna kennslu í grunnskólum hefur fækkað um 317 frá árinu 2008. Þar er bæði átt við kennara með réttindi og leiðbeinendur. Þeim síðarnefndu hefur fækkað um 578 á tímabilinu, úr 776 í 198. Réttindakennurum hefur hins vegar fjölgað um 261 og eru þeir nú 95,9 prósent þeirra sem sinna kennslu í grunnskólum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir það háa hlutfall fyrst og fremst skýrast af fækkun réttindalausra leiðbeinanda. Hann segir að fjölga þurfi kennurum og að þeir þurfi rýmri tíma til að sinna þeim verkefnum sem skólinn er að fást við í dag. Á sama tíma og kennurum fækki fjölgi verkefnum. „Þetta er klárlega komið í óefni. Það hefur komið í ljós í könnunum að kennarar vinna miklu meira en þeir eiga að gera. Þá er það allt of algengt að kennarar upplifi að þeir gætu gert betur og vilji gera betur, en þeim séu ekki skapaðar aðstæður til þess.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir þetta vera áhyggjuefni. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni ef við skoðum þetta í samhengi við mörg önnur teikn, eins og að kennarar upplifa mikið álag í starfi og þá eru kjör íslenskra kennara ekkert sérstaklega góð í alþjóðlegum samanburði. Það þarf auðvitað að skoða svona merki og taka þau alvarlega.“ Skipaður hefur verið starfshópur til að meta reynsluna af skóla án aðgreiningar. Ólafur segir mikla þörf á því og vonast til þess að viðræðurnar leiði til niðurstöðu. Ekki verði búið við það ástand sem nú ríki í grunnskólum. „Maður upplifir það stundum að skólinn sé að verða eins og blaðra sem þú fyllir af vatni. Blaðran þenst út, en það kemur að því að hún springur.“ Katrín segir hins vegar ekki hægt að einblína á stefnuna um skóla án aðgreiningar þegar kemur að auknu álagi. „Það er rétt að það er aukið álag, en það snýst ekki bara um þessa stefnu. Það er búinn að vera niðurskurður og kreppa í samfélaginu, meira álag á nemendur og þar af leiðandi á kennara. Það eru því mjög margir þættir sem spila þarna inn í." Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara segir ástandið í grunnskólum komið í óefni vegna fækkunar kennara. Áhyggjuefni, segir ráðherra menntamála. Þeim sem sinna kennslu í grunnskólum hefur fækkað um 317 frá árinu 2008. Þar er bæði átt við kennara með réttindi og leiðbeinendur. Þeim síðarnefndu hefur fækkað um 578 á tímabilinu, úr 776 í 198. Réttindakennurum hefur hins vegar fjölgað um 261 og eru þeir nú 95,9 prósent þeirra sem sinna kennslu í grunnskólum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir það háa hlutfall fyrst og fremst skýrast af fækkun réttindalausra leiðbeinanda. Hann segir að fjölga þurfi kennurum og að þeir þurfi rýmri tíma til að sinna þeim verkefnum sem skólinn er að fást við í dag. Á sama tíma og kennurum fækki fjölgi verkefnum. „Þetta er klárlega komið í óefni. Það hefur komið í ljós í könnunum að kennarar vinna miklu meira en þeir eiga að gera. Þá er það allt of algengt að kennarar upplifi að þeir gætu gert betur og vilji gera betur, en þeim séu ekki skapaðar aðstæður til þess.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir þetta vera áhyggjuefni. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni ef við skoðum þetta í samhengi við mörg önnur teikn, eins og að kennarar upplifa mikið álag í starfi og þá eru kjör íslenskra kennara ekkert sérstaklega góð í alþjóðlegum samanburði. Það þarf auðvitað að skoða svona merki og taka þau alvarlega.“ Skipaður hefur verið starfshópur til að meta reynsluna af skóla án aðgreiningar. Ólafur segir mikla þörf á því og vonast til þess að viðræðurnar leiði til niðurstöðu. Ekki verði búið við það ástand sem nú ríki í grunnskólum. „Maður upplifir það stundum að skólinn sé að verða eins og blaðra sem þú fyllir af vatni. Blaðran þenst út, en það kemur að því að hún springur.“ Katrín segir hins vegar ekki hægt að einblína á stefnuna um skóla án aðgreiningar þegar kemur að auknu álagi. „Það er rétt að það er aukið álag, en það snýst ekki bara um þessa stefnu. Það er búinn að vera niðurskurður og kreppa í samfélaginu, meira álag á nemendur og þar af leiðandi á kennara. Það eru því mjög margir þættir sem spila þarna inn í."
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira