Allt of fátt starfsfólk er í grunnskólunum Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 8. mars 2013 06:00 Grunnskólanemendum fækkaði um 0,1 prósent á milli áranna 2012 og 2011 og þeir hafa ekki verið færri síðan árið 1997. Stöðugildum starfsfólks við skólanna hefur fækkað um 13 prósent frá haustinu 2008. fréttablaðið/gva Formaður Félags grunnskólakennara segir ástandið í grunnskólum komið í óefni vegna fækkunar kennara. Áhyggjuefni, segir ráðherra menntamála. Þeim sem sinna kennslu í grunnskólum hefur fækkað um 317 frá árinu 2008. Þar er bæði átt við kennara með réttindi og leiðbeinendur. Þeim síðarnefndu hefur fækkað um 578 á tímabilinu, úr 776 í 198. Réttindakennurum hefur hins vegar fjölgað um 261 og eru þeir nú 95,9 prósent þeirra sem sinna kennslu í grunnskólum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir það háa hlutfall fyrst og fremst skýrast af fækkun réttindalausra leiðbeinanda. Hann segir að fjölga þurfi kennurum og að þeir þurfi rýmri tíma til að sinna þeim verkefnum sem skólinn er að fást við í dag. Á sama tíma og kennurum fækki fjölgi verkefnum. „Þetta er klárlega komið í óefni. Það hefur komið í ljós í könnunum að kennarar vinna miklu meira en þeir eiga að gera. Þá er það allt of algengt að kennarar upplifi að þeir gætu gert betur og vilji gera betur, en þeim séu ekki skapaðar aðstæður til þess.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir þetta vera áhyggjuefni. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni ef við skoðum þetta í samhengi við mörg önnur teikn, eins og að kennarar upplifa mikið álag í starfi og þá eru kjör íslenskra kennara ekkert sérstaklega góð í alþjóðlegum samanburði. Það þarf auðvitað að skoða svona merki og taka þau alvarlega.“ Skipaður hefur verið starfshópur til að meta reynsluna af skóla án aðgreiningar. Ólafur segir mikla þörf á því og vonast til þess að viðræðurnar leiði til niðurstöðu. Ekki verði búið við það ástand sem nú ríki í grunnskólum. „Maður upplifir það stundum að skólinn sé að verða eins og blaðra sem þú fyllir af vatni. Blaðran þenst út, en það kemur að því að hún springur.“ Katrín segir hins vegar ekki hægt að einblína á stefnuna um skóla án aðgreiningar þegar kemur að auknu álagi. „Það er rétt að það er aukið álag, en það snýst ekki bara um þessa stefnu. Það er búinn að vera niðurskurður og kreppa í samfélaginu, meira álag á nemendur og þar af leiðandi á kennara. Það eru því mjög margir þættir sem spila þarna inn í." Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Fleiri fréttir Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara segir ástandið í grunnskólum komið í óefni vegna fækkunar kennara. Áhyggjuefni, segir ráðherra menntamála. Þeim sem sinna kennslu í grunnskólum hefur fækkað um 317 frá árinu 2008. Þar er bæði átt við kennara með réttindi og leiðbeinendur. Þeim síðarnefndu hefur fækkað um 578 á tímabilinu, úr 776 í 198. Réttindakennurum hefur hins vegar fjölgað um 261 og eru þeir nú 95,9 prósent þeirra sem sinna kennslu í grunnskólum. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir það háa hlutfall fyrst og fremst skýrast af fækkun réttindalausra leiðbeinanda. Hann segir að fjölga þurfi kennurum og að þeir þurfi rýmri tíma til að sinna þeim verkefnum sem skólinn er að fást við í dag. Á sama tíma og kennurum fækki fjölgi verkefnum. „Þetta er klárlega komið í óefni. Það hefur komið í ljós í könnunum að kennarar vinna miklu meira en þeir eiga að gera. Þá er það allt of algengt að kennarar upplifi að þeir gætu gert betur og vilji gera betur, en þeim séu ekki skapaðar aðstæður til þess.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir þetta vera áhyggjuefni. „Þetta er auðvitað áhyggjuefni ef við skoðum þetta í samhengi við mörg önnur teikn, eins og að kennarar upplifa mikið álag í starfi og þá eru kjör íslenskra kennara ekkert sérstaklega góð í alþjóðlegum samanburði. Það þarf auðvitað að skoða svona merki og taka þau alvarlega.“ Skipaður hefur verið starfshópur til að meta reynsluna af skóla án aðgreiningar. Ólafur segir mikla þörf á því og vonast til þess að viðræðurnar leiði til niðurstöðu. Ekki verði búið við það ástand sem nú ríki í grunnskólum. „Maður upplifir það stundum að skólinn sé að verða eins og blaðra sem þú fyllir af vatni. Blaðran þenst út, en það kemur að því að hún springur.“ Katrín segir hins vegar ekki hægt að einblína á stefnuna um skóla án aðgreiningar þegar kemur að auknu álagi. „Það er rétt að það er aukið álag, en það snýst ekki bara um þessa stefnu. Það er búinn að vera niðurskurður og kreppa í samfélaginu, meira álag á nemendur og þar af leiðandi á kennara. Það eru því mjög margir þættir sem spila þarna inn í."
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Fleiri fréttir Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Sjá meira