Keppir í jójólistinni úti um allan heim Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. mars 2013 06:00 Hálfgerður atvinnumaður Páll Valdimar Guðmundsson Kolka lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó í Búdapest um síðustu helgi.Fréttablaðið/gva Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfirðingur og einn mesti jójósnillingur landsins. Hann er nýkominn heim eftir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó. „Þetta var bara alveg geðveikt og minn besti árangur hingað til,“ segir Páll Valdimar Guðmundsson Kolka sem nýverið lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó sem fór fram síðustu helgi í Búdapest. Um 120 manns kepptu á Evrópumótinu þar sem Páll var í svokölluðum A-hópi fyrir færustu keppendurna. Páll hefur iðkað jójólistina síðastliðin átta ár, en það sem byrjaði sem saklaust áhugamál hefur aldeilis undið upp á sig. Páll er nú kominn á samning hjá kanadíska jójóframleiðandanum CLYW sem bæði skaffar honum jójó og styrkir hann til keppnisferða víðs vegar um heiminn. „Það var árið 2006 sem ég fattaði að ég gæti gert meira úr þessu áhugamáli mínu. Þá fór ég sem áhorfandi á keppni í Flórída með vini mínum og komst í samband við fólk í þessum geira. Svo keppti ég í minni fyrstu alvöru keppni árið 2010,“ segir Páll, sem er iðinn við að halda út í heim að sýna jójólistir sínar. „Í fyrra keppti ég í Flórída, Tékklandi, Japan og á Spáni svo það er nóg að gera. Það munar miklu að vera með styrktaraðila sem hjálpar til við ferðakostnaðinn.“ Páll hefur hannað sitt eigið jójó sem CLYW framleiðir og er vinsælt meðal annarra iðkenda. Hann segist semja sín jójótrix sjálfur og telur mikilvægt að sýna hversu skapandi hann er þegar kemur að stigagjöf dómara. „Svo finnur maður skemmtilega tónlist undir og býr til atriði. Allt snýst þetta um að búa til skemmtilega sýningu fyrir áhorfendur.“ Páll starfar sem vaktstjóri hjá Dominos en hættir í lok mánaðarins. Hann hyggst einbeita sér að uppgangi jójólistarinnar hér á landi. Að sögn Páls er jójó vinsælast í Tékklandi, Japan og Rússlandi en á Íslandi er hann bara rétt að byrja að breiða út boðskapinn. „Mig langar að búa til alvöru senu á Íslandi og ég stefni á að halda Norðurlandamótið í jójó hér á landi á næsta ári.“ Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Páll Valdimar Guðmundsson Kolka er 21 árs Hafnfirðingur og einn mesti jójósnillingur landsins. Hann er nýkominn heim eftir frækna för til Búdapest þar sem hann lenti í 4. sæti af 120 á Evrópumeistaramótinu í jójó. „Þetta var bara alveg geðveikt og minn besti árangur hingað til,“ segir Páll Valdimar Guðmundsson Kolka sem nýverið lenti í fjórða sæti á Evrópumeistaramótinu í jójó sem fór fram síðustu helgi í Búdapest. Um 120 manns kepptu á Evrópumótinu þar sem Páll var í svokölluðum A-hópi fyrir færustu keppendurna. Páll hefur iðkað jójólistina síðastliðin átta ár, en það sem byrjaði sem saklaust áhugamál hefur aldeilis undið upp á sig. Páll er nú kominn á samning hjá kanadíska jójóframleiðandanum CLYW sem bæði skaffar honum jójó og styrkir hann til keppnisferða víðs vegar um heiminn. „Það var árið 2006 sem ég fattaði að ég gæti gert meira úr þessu áhugamáli mínu. Þá fór ég sem áhorfandi á keppni í Flórída með vini mínum og komst í samband við fólk í þessum geira. Svo keppti ég í minni fyrstu alvöru keppni árið 2010,“ segir Páll, sem er iðinn við að halda út í heim að sýna jójólistir sínar. „Í fyrra keppti ég í Flórída, Tékklandi, Japan og á Spáni svo það er nóg að gera. Það munar miklu að vera með styrktaraðila sem hjálpar til við ferðakostnaðinn.“ Páll hefur hannað sitt eigið jójó sem CLYW framleiðir og er vinsælt meðal annarra iðkenda. Hann segist semja sín jójótrix sjálfur og telur mikilvægt að sýna hversu skapandi hann er þegar kemur að stigagjöf dómara. „Svo finnur maður skemmtilega tónlist undir og býr til atriði. Allt snýst þetta um að búa til skemmtilega sýningu fyrir áhorfendur.“ Páll starfar sem vaktstjóri hjá Dominos en hættir í lok mánaðarins. Hann hyggst einbeita sér að uppgangi jójólistarinnar hér á landi. Að sögn Páls er jójó vinsælast í Tékklandi, Japan og Rússlandi en á Íslandi er hann bara rétt að byrja að breiða út boðskapinn. „Mig langar að búa til alvöru senu á Íslandi og ég stefni á að halda Norðurlandamótið í jójó hér á landi á næsta ári.“
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira