Stjörnum prýddur David Bowie ytra 1. mars 2013 15:00 Gagnrýnendur eru mjög hrifnir af nýjustu plötu Davids Bowie. nordicphotos/getty Breskir fjölmiðlar eru yfir sig hrifnir af The Next Day, fyrstu plötu Davids Bowie í áratug. Alls staðar fær platan fimm eða fjórar stjörnur og telja sumir hana jafnast á við hans bestu verk. Gagnrýnandi The Telegraph gefur henni fimm stjörnur og segir hana grípa mann heljartökum undir eins og sé ópus sem er sveipaður dulúð. Blaðamaður The Independent gefur einnig fimm stjörnur og fullyrðir að Bowie hafi sent frá sér bestu endurkomuplötu rokksögunnar. „Þetta er plata sem sem fjallar um vandamál heimsins og yfirborðskenndar stjörnur í fjölmiðlum.“ Gagnrýnandi tímaritsins Q er einnig í skýjunum og splæsir fimm stjörnum, eða fullu húsi, á plötuna. The Guardian gefur The Next Day fjórar stjörnur og segir að efasemdarmenn gætu sett út á einfaldleika plötunnar. Tónlistin sé í anda verka Bowie á áttunda áratugnum en jafnist ekki á við þau. Hann bætir samt við að platan fái mann til að hugsa, sé skrítin og uppfull af góðum lögum. Gagnrýnandi The Times er einnig jákvæður, segir plötuna frábæra og dularfulla og gefur henni fjórar stjörnur. Þá gefur NME The Next Day átta af tíu mögulegum. The Next Day kemur út um miðjan mars. Annað smáskífulagið af plötunni, The Stars (Are Out Tonight), er nýkomið út en með aðalhlutverk í myndbandinu fer Hollywood-leikkonan Tilda Swinton. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Breskir fjölmiðlar eru yfir sig hrifnir af The Next Day, fyrstu plötu Davids Bowie í áratug. Alls staðar fær platan fimm eða fjórar stjörnur og telja sumir hana jafnast á við hans bestu verk. Gagnrýnandi The Telegraph gefur henni fimm stjörnur og segir hana grípa mann heljartökum undir eins og sé ópus sem er sveipaður dulúð. Blaðamaður The Independent gefur einnig fimm stjörnur og fullyrðir að Bowie hafi sent frá sér bestu endurkomuplötu rokksögunnar. „Þetta er plata sem sem fjallar um vandamál heimsins og yfirborðskenndar stjörnur í fjölmiðlum.“ Gagnrýnandi tímaritsins Q er einnig í skýjunum og splæsir fimm stjörnum, eða fullu húsi, á plötuna. The Guardian gefur The Next Day fjórar stjörnur og segir að efasemdarmenn gætu sett út á einfaldleika plötunnar. Tónlistin sé í anda verka Bowie á áttunda áratugnum en jafnist ekki á við þau. Hann bætir samt við að platan fái mann til að hugsa, sé skrítin og uppfull af góðum lögum. Gagnrýnandi The Times er einnig jákvæður, segir plötuna frábæra og dularfulla og gefur henni fjórar stjörnur. Þá gefur NME The Next Day átta af tíu mögulegum. The Next Day kemur út um miðjan mars. Annað smáskífulagið af plötunni, The Stars (Are Out Tonight), er nýkomið út en með aðalhlutverk í myndbandinu fer Hollywood-leikkonan Tilda Swinton.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira