Unnu til verðlauna í Bandaríkjunum 28. febrúar 2013 13:30 Leikstjórateymið Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson vissu ekki að þeir væru tilnefndir til bandarísku auglýsingaverðlaunanna. Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson hafa unnið sem leikstjórateymi í 13 ár. Fyrsta verkefnið var tónlistarmyndband með Skítamóral en á dögunum unnu þeir til einna stærstu auglýsingaverðlauna í Bandaríkjunum. „Við fáum líklega einhverja góða styttu sem fer í safnið,“ segir leikstjórinn Samúel Bjarki Pétursson. Hann og félagi hans, Gunnar Páll Ólafsson, unnu til verðlauna á bandarísku auglýsingaverðlaununum fyrir stuttu. Leikstjórateymið hlaut ein stærstu verðlaun kvöldsins, Addy Awards Best of Show, á verðlaunaafhendingu í Houston. Borgin er ein stærsta auglýsingaborg Bandaríkjanna og verðlaunin fengu þeir fyrir sjónvarpsauglýsingu sem þeir gerðu fyrir Verizon-fjarskiptafyrirtækið. „Við vissum ekki einu sinni að við vorum tilnefndir þannig að það kom okkur mjög á óvart þegar auglýsingastofan sendi okkur póst með gleðifregnunum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu og hjálpar manni áfram,“ segir Samúel en þeir Gunnar eru afkastamikið leikstjórateymi og vinna fyrir True North hér á landi. Samvinnan hófst fyrir 13 árum og var þeirra fyrsta verkefni tónlistarmyndband með Skítamóral við lagið Ennþá. „Við vorum erkifjendur úr framhaldskóla, enda annar í Versló og hinn í MH. En við erum svo ólíkir að við virkum vel saman, enda þekkt að leikstjórar vinni saman í teymum eins og Árni og Kinski og Snorri Brothers, sem hafa verið að gera það gott.“ Gunnar og Samúel hafa unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum hér heima og erlendis. Þeir eru með umboðsmenn á sínum snærum víðs vegar í Evrópu, í Bandaríkjum og í Asíu og fara reglulega út til að vinna. „Við tökum svona tarnir, erum eins og sjómenn sem fara að heiman í nokkrar vikur. Það eru mikil forréttindi að fá svoleiðis tækifæri,“ segir Samúel og bætir við að það sé óneitanlega öðruvísi að vinna í útlöndum. „Þar er bransinn oft stéttaskiptur og enginn sem fer út fyrir sitt verksvið. Á Íslandi ganga allir í öll verk og ekkert vesen.“ Næst á dagskrá hjá þeim er svokölluð „show case“-mynd fyrir bílaframleiðandann Mercedes Benz þar sem verið er að frumsýna nýja tegund af glæsikerrunni. Tökur fara fram á næstu vikum í Los Angeles. „Það verður skemmtilegt verkefni. Það er gríðarleg öryggisgæsla á svæðinu enda mega engar myndir leka út af nýju týpunni.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Sjá meira
Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson hafa unnið sem leikstjórateymi í 13 ár. Fyrsta verkefnið var tónlistarmyndband með Skítamóral en á dögunum unnu þeir til einna stærstu auglýsingaverðlauna í Bandaríkjunum. „Við fáum líklega einhverja góða styttu sem fer í safnið,“ segir leikstjórinn Samúel Bjarki Pétursson. Hann og félagi hans, Gunnar Páll Ólafsson, unnu til verðlauna á bandarísku auglýsingaverðlaununum fyrir stuttu. Leikstjórateymið hlaut ein stærstu verðlaun kvöldsins, Addy Awards Best of Show, á verðlaunaafhendingu í Houston. Borgin er ein stærsta auglýsingaborg Bandaríkjanna og verðlaunin fengu þeir fyrir sjónvarpsauglýsingu sem þeir gerðu fyrir Verizon-fjarskiptafyrirtækið. „Við vissum ekki einu sinni að við vorum tilnefndir þannig að það kom okkur mjög á óvart þegar auglýsingastofan sendi okkur póst með gleðifregnunum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu og hjálpar manni áfram,“ segir Samúel en þeir Gunnar eru afkastamikið leikstjórateymi og vinna fyrir True North hér á landi. Samvinnan hófst fyrir 13 árum og var þeirra fyrsta verkefni tónlistarmyndband með Skítamóral við lagið Ennþá. „Við vorum erkifjendur úr framhaldskóla, enda annar í Versló og hinn í MH. En við erum svo ólíkir að við virkum vel saman, enda þekkt að leikstjórar vinni saman í teymum eins og Árni og Kinski og Snorri Brothers, sem hafa verið að gera það gott.“ Gunnar og Samúel hafa unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum hér heima og erlendis. Þeir eru með umboðsmenn á sínum snærum víðs vegar í Evrópu, í Bandaríkjum og í Asíu og fara reglulega út til að vinna. „Við tökum svona tarnir, erum eins og sjómenn sem fara að heiman í nokkrar vikur. Það eru mikil forréttindi að fá svoleiðis tækifæri,“ segir Samúel og bætir við að það sé óneitanlega öðruvísi að vinna í útlöndum. „Þar er bransinn oft stéttaskiptur og enginn sem fer út fyrir sitt verksvið. Á Íslandi ganga allir í öll verk og ekkert vesen.“ Næst á dagskrá hjá þeim er svokölluð „show case“-mynd fyrir bílaframleiðandann Mercedes Benz þar sem verið er að frumsýna nýja tegund af glæsikerrunni. Tökur fara fram á næstu vikum í Los Angeles. „Það verður skemmtilegt verkefni. Það er gríðarleg öryggisgæsla á svæðinu enda mega engar myndir leka út af nýju týpunni.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Sjá meira