Lífið

Afmælisbarn og hetja frá Baab

Tinna Rós Steinsdóttir skrifar
Vinir Jeffs Chang sannfærðu hann um að fagna afmælisdeginum með einum bjór, daginn fyrir inntökuprófið í læknisfræði. Hlutirnir fóru þó að sjálfsögðu ekki eins og ákveðið hafði verið.
Vinir Jeffs Chang sannfærðu hann um að fagna afmælisdeginum með einum bjór, daginn fyrir inntökuprófið í læknisfræði. Hlutirnir fóru þó að sjálfsögðu ekki eins og ákveðið hafði verið.
21 árs afmælisdagur Jeff Chang kemur upp degi fyrir mikilvægasta próf lífs hans, inntökuprófið í læknisfræði. Þar sem hann er undir mikilli pressu úr ýmsum áttum, aðallega frá föður sínum, að gera góða hluti í prófinu ákveður hann að fresta öllum afmælisfögnuði þar til prófið er afstaðið.

Vinir hans eru þó ekki alveg sammála þeim fyrirætlunum hans og sannfæra Jeff um að kíkja aðeins upp úr bókunum og koma með sér út í einn bjór til að skála fyrir deginum. Eins og við er að búast dregur þessi eini bjór töluverðan dilk á eftir sér og áður en Jeff veit af er öll framtíð hans í hættu.

Myndin ber heitið 21 and Over og kemur frá þeim sömu og skrifuðu Hangover-myndirnar, The Change-Up og Ghosts of a Girlfriends Past til að nefna nokkrar. Myndin skartar Twilight-leikaranum Justin Chon í aðalhlutverki.

Þrívíddarteiknimyndin Flóttinn frá Jörðu verður einnig frumsýnd um helgina. Myndin fjallar um hetjuna Scorch Supernova frá plánetunni Baab. Scorch er dáður af eigin kyni, Bláverjum, sem vita þó fæstir að flestöll hans hetjuverk skrifast á yngri bróður hans, Gary. Þegar neyðarkall berst frá plánetunni Jörð býðst Scorch til að taka að sér verkefnið þrátt fyrir að Gary styðji ákvörðunina ekki enda Jörðinni stjórnað af mönnum, verum sem ekki er vel við geimverur. Scorch tekur þó engum sönsum og heldur af stað. Hann er ekki fyrr lentur á Jörðinni en hann er handsamaður og nú er það á herðum Gary að koma honum til bjargar. Myndin er sýnd með íslensku og ensku tali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.