Aukagreiðsla skerðir bætur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. febrúar 2013 07:00 Einar gunnarsson Nýtt fyrirkomulag á útgreiðslu atvinnuleysisbóta skerðir félagslegar bætur þess hóps sem datt af atvinnuleysisbótum um áramót og leitar nú fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögunum. Dæmi eru um að fólk hafi ekki fengið neinar bætur frá sveitarfélögum í janúar og fái skertar bætur í febrúar. Um 1.400 manns misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta um áramót þar sem þeir höfðu verið þrjú ár eða lengur á bótunum. Einar Gunnarsson er einn þeirra. Hann hefur sótt um fjölda starfa síðan hann missti vinnuna en ekkert fengið. Hann segir erfitt fyrir mann á sínum aldri að fá vinnu en hann er 63 ára gamall. Einar fékk greiddar fullar atvinnuleysisbætur 31. desember, 167 þúsund krónur fyrir skatt, 146 þúsund þegar allt var frá dregið. Þá lagði Vinnumálastofnun 36 þúsund krónur inn á reikning hans 7. janúar, eftirstöðvar af rúmlega 60 þúsund króna greiðslu sem hann átti inni samkvæmt nýja fyrirkomulaginu. Vinnumálastofnun greiðir út bætur eftir á en fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er greidd út fyrir fram. Einar á rétt á rúmlega 163 þúsund krónum á mánuði í fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Allar tekjur sem hann hefur skerða þá upphæð hins vegar, þar með talið atvinnuleysisbæturnar. Einar fær því enga fjárhagsaðstoð í janúar frá Reykjavík og aðeins 99.303 krónur í febrúar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist hafa heyrt af því að komið hafi upp skerðing á bótum þeirra sem þurfa að sækja fjárhagsaðstoð til sveitarfélaganna eftir að hafa misst rétt á atvinnuleysisbótum. Það geti verið vandamál þar sem þeir hafi ekki átt von á þeirri skerðingu. Einar er að vonum ósáttur við fyrirkomulagið. „Manni finnst að samfélagið sé að hafna manni, að maður sé einskis nýtur pappír og það sé eins gott að maður fari nú helst fljótlega að fara yfir móðuna miklu. Þá er enginn kostnaður við mann," segir Einar. Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Nýtt fyrirkomulag á útgreiðslu atvinnuleysisbóta skerðir félagslegar bætur þess hóps sem datt af atvinnuleysisbótum um áramót og leitar nú fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögunum. Dæmi eru um að fólk hafi ekki fengið neinar bætur frá sveitarfélögum í janúar og fái skertar bætur í febrúar. Um 1.400 manns misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta um áramót þar sem þeir höfðu verið þrjú ár eða lengur á bótunum. Einar Gunnarsson er einn þeirra. Hann hefur sótt um fjölda starfa síðan hann missti vinnuna en ekkert fengið. Hann segir erfitt fyrir mann á sínum aldri að fá vinnu en hann er 63 ára gamall. Einar fékk greiddar fullar atvinnuleysisbætur 31. desember, 167 þúsund krónur fyrir skatt, 146 þúsund þegar allt var frá dregið. Þá lagði Vinnumálastofnun 36 þúsund krónur inn á reikning hans 7. janúar, eftirstöðvar af rúmlega 60 þúsund króna greiðslu sem hann átti inni samkvæmt nýja fyrirkomulaginu. Vinnumálastofnun greiðir út bætur eftir á en fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er greidd út fyrir fram. Einar á rétt á rúmlega 163 þúsund krónum á mánuði í fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Allar tekjur sem hann hefur skerða þá upphæð hins vegar, þar með talið atvinnuleysisbæturnar. Einar fær því enga fjárhagsaðstoð í janúar frá Reykjavík og aðeins 99.303 krónur í febrúar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist hafa heyrt af því að komið hafi upp skerðing á bótum þeirra sem þurfa að sækja fjárhagsaðstoð til sveitarfélaganna eftir að hafa misst rétt á atvinnuleysisbótum. Það geti verið vandamál þar sem þeir hafi ekki átt von á þeirri skerðingu. Einar er að vonum ósáttur við fyrirkomulagið. „Manni finnst að samfélagið sé að hafna manni, að maður sé einskis nýtur pappír og það sé eins gott að maður fari nú helst fljótlega að fara yfir móðuna miklu. Þá er enginn kostnaður við mann," segir Einar.
Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira