Leggja til hækkun á stökum sundmiða Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. febrúar 2013 06:30 Sjálfstæðismönnum þykir furðulegt að hefja eigi framkvæmdir við Sundhöllina á þessu ári en ekki eigi að bæta laugarker í Laugardalslaug fyrr en eftir þrjú ár. Mynd/Vilhelm Aðgangseyrir í sundlaugar Reykjavíkurborgar ætti að fjármagna 70 prósent af rekstrarkostnaði lauganna, öðrum en fasteignakostnaði, frá árinu 2015. Til þess að svo geti orðið þarf að auka tekjurnar um 94 milljónir á ári, sem samsvarar 170 þúsund stökum gjöldum fullorðinna í sund. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps borgarinnar um framtíðarsýn sundlauganna. Aðgangseyrir og aðrar tekjur sundlauganna eru nú tæplega 60 prósent af kostnaði þegar ekki er tekið tillit til fasteignakostnaðar. Heildartekjur lauganna árið 2011 voru 557,8 milljónir króna. Hópurinn áréttar í skýrslunni þrjú meginstef í gjaldskrárstefnu. Í fyrsta lagi segir hópurinn mikilvægt að standa vörð um stórnotendur og barnafjölskyldur. Í öðru lagi vill hópurinn að eldri borgarar fái ekki ókeypis í sund eins og nú er heldur fái þeir afslátt af aðgangseyri, og í þriðja lagi vill hópurinn að stök gjöld hækki til að ná fram markmiðinu. Hópurinn lagði einnig fram fjárfestingaáætlun í skýrslunni, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku. Þar eru lagðar til sjö uppbyggingartillögur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hópnum sátu hjá við afgreiðslu skýrslunnar í starfshópnum. Þeir gerðu það einnig við afgreiðslu hennar í menningar- og ferðamálaráði ásamt fulltrúum Vinstri grænna. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðismenn telja forgangsröðunina í fjárfestingaáætluninni ranga. Hún segir nauðsynlegt að fagráð fái að fjalla um skýrsluna, ýmislegt þarfnist frekari skoðunar þótt margt gott sé í skýrslunni. Þar á meðal séu áform um aukna kostnaðarhlutdeild sundlaugagesta. Í bókuninni kemur það einnig fram. „Það vekur til dæmis mikla furðu að hefja eigi framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur á þessu ári á sama tíma og ekki er gert ráð fyrir nema kennslulaug í Grafarholti og Úlfarsárdal og að ekki eigi að fara í endurbætur á laugarkeri í Laugardalslaug fyrr en árið 2016 en eins og margsinnis hefur verið bent á er nauðsynlegt að fara í úrbætur þar sem fyrst öryggisins vegna,“ segir í bókuninni. „Til viðbótar vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna ítreka að lögð verði áhersla á að lengja opnunartíma í stað þess að lagt verði í einstaka kostnaðarsamar framkvæmdir.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Aðgangseyrir í sundlaugar Reykjavíkurborgar ætti að fjármagna 70 prósent af rekstrarkostnaði lauganna, öðrum en fasteignakostnaði, frá árinu 2015. Til þess að svo geti orðið þarf að auka tekjurnar um 94 milljónir á ári, sem samsvarar 170 þúsund stökum gjöldum fullorðinna í sund. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps borgarinnar um framtíðarsýn sundlauganna. Aðgangseyrir og aðrar tekjur sundlauganna eru nú tæplega 60 prósent af kostnaði þegar ekki er tekið tillit til fasteignakostnaðar. Heildartekjur lauganna árið 2011 voru 557,8 milljónir króna. Hópurinn áréttar í skýrslunni þrjú meginstef í gjaldskrárstefnu. Í fyrsta lagi segir hópurinn mikilvægt að standa vörð um stórnotendur og barnafjölskyldur. Í öðru lagi vill hópurinn að eldri borgarar fái ekki ókeypis í sund eins og nú er heldur fái þeir afslátt af aðgangseyri, og í þriðja lagi vill hópurinn að stök gjöld hækki til að ná fram markmiðinu. Hópurinn lagði einnig fram fjárfestingaáætlun í skýrslunni, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir viku. Þar eru lagðar til sjö uppbyggingartillögur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hópnum sátu hjá við afgreiðslu skýrslunnar í starfshópnum. Þeir gerðu það einnig við afgreiðslu hennar í menningar- og ferðamálaráði ásamt fulltrúum Vinstri grænna. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðismenn telja forgangsröðunina í fjárfestingaáætluninni ranga. Hún segir nauðsynlegt að fagráð fái að fjalla um skýrsluna, ýmislegt þarfnist frekari skoðunar þótt margt gott sé í skýrslunni. Þar á meðal séu áform um aukna kostnaðarhlutdeild sundlaugagesta. Í bókuninni kemur það einnig fram. „Það vekur til dæmis mikla furðu að hefja eigi framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur á þessu ári á sama tíma og ekki er gert ráð fyrir nema kennslulaug í Grafarholti og Úlfarsárdal og að ekki eigi að fara í endurbætur á laugarkeri í Laugardalslaug fyrr en árið 2016 en eins og margsinnis hefur verið bent á er nauðsynlegt að fara í úrbætur þar sem fyrst öryggisins vegna,“ segir í bókuninni. „Til viðbótar vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna ítreka að lögð verði áhersla á að lengja opnunartíma í stað þess að lagt verði í einstaka kostnaðarsamar framkvæmdir.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira