Miklar vangaveltur um varaformennsku 18. febrúar 2013 06:00 Katrín Jakobsdóttir hefur lýst því yfir að hún gefi kost á sér til formennsku í Vinstri grænum. Enginn hefur gefið kost á sér enn í embætti varaformanns. Fréttablaðið/Stefán Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun ganga til kosninga með nýja forystu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, tilkynnti um það á laugardag að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs og Katrín Jakobsdóttir, varaformaðurinn, lýsti því yfir í gær að hún sæktist eftir formennskunni. Fátt getur komið í veg fyrir að Katrín verði formaður flokksins. Hún hefur gegnt varaformennsku síðan árið 2003 og verið nokkuð óumdeildur arftaki Steingríms. Helst hefur Svandís Svavarsdóttir verið nefnd sem mögulegur keppinautur Katrínar en hún sagði í fjölmiðlum í gær að hún hygðist hvorki bjóða sig fram til formanns né varaformanns. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er staddur á Indlandi. Hann segir eðlilegt að menn fái tækifæri til að viðra óskir sínar á næstu dögum varðandi forystu í flokknum. Hvað hann varðar segir hann: „Frá stofnun flokksins hef ég aldrei íhugað að bjóða mig fram til formennsku, þrátt fyrir ítrekaðar vangaveltur þar að lútandi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að miklar hræringar séu farnar af stað í þá átt að Björn Valur Gíslason verði varaformaður. Hann er þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi en gaf kost á sér í efsta sæti listans í forvalinu í Reykjavík. Þar endaði hann í 6. sæti. Björn Valur vildi ekki segja af eða á um framboð sitt þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Ég hef fengið hvatningu og áskoranir frá fólki sem ég tek mark á varðandi varaformennskuna en vil að öðru leyti ekki tjá mig um það í bili.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að um nokkurt skeið hafi staðið yfir hreyfingar um að koma Birni Val ofar á framboðslistann í Reykjavík. Þeim er ekki lokið en dregist hefur að kynna lista flokksins í kjördæmunum tveimur. Árni Þór Sigurðsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar. Það þykir vinna gegn honum að hann kemur einnig úr Reykjavík, var með Katrínu í borgarpólitíkinni. Þá er einnig horft til yngri kandídata og hefur nafn Edwards Huijbens verið nefnt til sögunnar. Hann skipar þriðja sæti framboðslistans í Norðausturkjördæmi. Edward var nýlentur í Leifsstöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær og sagðist ekkert hafa velt slíkum hlutum fyrir sér. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun ganga til kosninga með nýja forystu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, tilkynnti um það á laugardag að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs og Katrín Jakobsdóttir, varaformaðurinn, lýsti því yfir í gær að hún sæktist eftir formennskunni. Fátt getur komið í veg fyrir að Katrín verði formaður flokksins. Hún hefur gegnt varaformennsku síðan árið 2003 og verið nokkuð óumdeildur arftaki Steingríms. Helst hefur Svandís Svavarsdóttir verið nefnd sem mögulegur keppinautur Katrínar en hún sagði í fjölmiðlum í gær að hún hygðist hvorki bjóða sig fram til formanns né varaformanns. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er staddur á Indlandi. Hann segir eðlilegt að menn fái tækifæri til að viðra óskir sínar á næstu dögum varðandi forystu í flokknum. Hvað hann varðar segir hann: „Frá stofnun flokksins hef ég aldrei íhugað að bjóða mig fram til formennsku, þrátt fyrir ítrekaðar vangaveltur þar að lútandi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að miklar hræringar séu farnar af stað í þá átt að Björn Valur Gíslason verði varaformaður. Hann er þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi en gaf kost á sér í efsta sæti listans í forvalinu í Reykjavík. Þar endaði hann í 6. sæti. Björn Valur vildi ekki segja af eða á um framboð sitt þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Ég hef fengið hvatningu og áskoranir frá fólki sem ég tek mark á varðandi varaformennskuna en vil að öðru leyti ekki tjá mig um það í bili.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að um nokkurt skeið hafi staðið yfir hreyfingar um að koma Birni Val ofar á framboðslistann í Reykjavík. Þeim er ekki lokið en dregist hefur að kynna lista flokksins í kjördæmunum tveimur. Árni Þór Sigurðsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar. Það þykir vinna gegn honum að hann kemur einnig úr Reykjavík, var með Katrínu í borgarpólitíkinni. Þá er einnig horft til yngri kandídata og hefur nafn Edwards Huijbens verið nefnt til sögunnar. Hann skipar þriðja sæti framboðslistans í Norðausturkjördæmi. Edward var nýlentur í Leifsstöð þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær og sagðist ekkert hafa velt slíkum hlutum fyrir sér.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira