Flestir hættu við uppsögn Óli Kristján Ármannsson skrifar 16. febrúar 2013 06:00 Fundur sjúkraliða fagnaði á fimmtudag yfirlýsingum um að leiðrétta ætti laun heilbrigðisstétta sem setið hefðu eftir. Fréttablaðið/Anton Aðkomu ríkisins er þörf til að leysa úr vanda annarra kvennastétta við Landspítalann (LSH) sem vilja fá sambærilega leiðréttingu kjara og hjúkrunarfræðingar hafa fengið. „Ekki eru til aurar hér, því miður,“ segir Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH og formaður kjara- og launanefndar spítalans. Hún segir ljóst að við taki strangar viðræður við aðra hópa um endurskoðun stofnanasamninga í takt við yfirlýsingar um innleiðingu jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinnar. Erna vísar til yfirlýsinga Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að byrja ætti á að leiðrétta kjör heilbrigðisstétta og að þar hafi hjúkrunarfræðingar verið fyrstir. „Guðbjartur hefur jafnframt lýst því yfir að geislafræðingar og lífeindafræðingar séu með í þeirri yfirferð og margar yfirlýsingar komið fram um aðra.“ Um hádegisbil í gær höfðu rúmlega 80 prósent hjúkrunarfræðinga sem sagt höfðu upp störfum dregið uppsögn sína til baka. „Og helst viljum við fá alla til baka,“ segir Erna. Endanlegar tölur liggi þó ekki fyrir fyrr en á mánudag, þar sem einhverjar tilkynningar gætu átt eftir að berast í pósti. Eftir helgi fer Efling – stéttarfélag fram á viðræður um endurskoðun stofnanasamninga við LSH og fylgir þar í kjölfarið á Sjúkraliðafélaginu. „Starfsmenn innan Eflingar sem vinna hjá Landspítalanum og á hjúkrunarheimilum eru nánast hrein kvennastétt enda yfir 96 prósent kvenna sem sinna þessum störfum,“ segir í erindi sem Efling hefur sent spítalanum í kjölfar breytinga á samningi hjúkrunarfræðinga. Kveðst félagið líta svo á að yfirlýsingar velferðarráðherra um að kominn sé tími til að leiðrétta launakjör starfsmanna þar sem mikill meirihluti sé konur, eigi við um Eflingu. „Enda hefur hann vakið athygli á að launakjör þessa fólks séu allt of lág.“ Efling lítur svo á að breytingar í takt við nýjan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga hljóti að ná til allra umönnunarstarfa. Um leið er í umfjöllun á vef Eflingar lýst „verulegum áhyggjum“ af þeirri nálgun spítalans að launabreytingar verði bornar uppi af hagræðingu innan spítalans. „Við gerum þá kröfu bæði til spítalans og ríkisstjórnarinnar sem rekstraraðila að störf okkar fólks verði tryggð og lagðir verði til nægjanlegir fjármunir til þess að standa undir þessum launabreytingum.“ Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Aðkomu ríkisins er þörf til að leysa úr vanda annarra kvennastétta við Landspítalann (LSH) sem vilja fá sambærilega leiðréttingu kjara og hjúkrunarfræðingar hafa fengið. „Ekki eru til aurar hér, því miður,“ segir Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH og formaður kjara- og launanefndar spítalans. Hún segir ljóst að við taki strangar viðræður við aðra hópa um endurskoðun stofnanasamninga í takt við yfirlýsingar um innleiðingu jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinnar. Erna vísar til yfirlýsinga Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að byrja ætti á að leiðrétta kjör heilbrigðisstétta og að þar hafi hjúkrunarfræðingar verið fyrstir. „Guðbjartur hefur jafnframt lýst því yfir að geislafræðingar og lífeindafræðingar séu með í þeirri yfirferð og margar yfirlýsingar komið fram um aðra.“ Um hádegisbil í gær höfðu rúmlega 80 prósent hjúkrunarfræðinga sem sagt höfðu upp störfum dregið uppsögn sína til baka. „Og helst viljum við fá alla til baka,“ segir Erna. Endanlegar tölur liggi þó ekki fyrir fyrr en á mánudag, þar sem einhverjar tilkynningar gætu átt eftir að berast í pósti. Eftir helgi fer Efling – stéttarfélag fram á viðræður um endurskoðun stofnanasamninga við LSH og fylgir þar í kjölfarið á Sjúkraliðafélaginu. „Starfsmenn innan Eflingar sem vinna hjá Landspítalanum og á hjúkrunarheimilum eru nánast hrein kvennastétt enda yfir 96 prósent kvenna sem sinna þessum störfum,“ segir í erindi sem Efling hefur sent spítalanum í kjölfar breytinga á samningi hjúkrunarfræðinga. Kveðst félagið líta svo á að yfirlýsingar velferðarráðherra um að kominn sé tími til að leiðrétta launakjör starfsmanna þar sem mikill meirihluti sé konur, eigi við um Eflingu. „Enda hefur hann vakið athygli á að launakjör þessa fólks séu allt of lág.“ Efling lítur svo á að breytingar í takt við nýjan stofnanasamning hjúkrunarfræðinga hljóti að ná til allra umönnunarstarfa. Um leið er í umfjöllun á vef Eflingar lýst „verulegum áhyggjum“ af þeirri nálgun spítalans að launabreytingar verði bornar uppi af hagræðingu innan spítalans. „Við gerum þá kröfu bæði til spítalans og ríkisstjórnarinnar sem rekstraraðila að störf okkar fólks verði tryggð og lagðir verði til nægjanlegir fjármunir til þess að standa undir þessum launabreytingum.“
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira