Í fótspor stórstjarnanna Trausti Júlíusson skrifar 13. febrúar 2013 12:00 Tónlist. Geir Ólafsson. I'm Talking About You. Zonet Þó að Geir Ólafsson sé umdeildur tónlistarmaður þá er ekki annað hægt en að dást að honum. Er hann ekki dæmi um mann sem leggur allt undir til að láta drauma sína rætast? Hann eflist við mótlæti og heldur ótrauður áfram í átt að settu marki. I'm Talking About You er fimmta plata Geirs og á henni syngur hann útsetningar Dons Randi á tíu þekktum dægurlögum, m.a. Beat It, Lady In Red, Besame Mucho og Come Together. Don Randi er bandarískur píanóleikari og hljómsveitarstjóri sem hefur leikið inn á ógrynni platna. Hann var m.a. meðlimur í hinni margrómuðu sveit hljóðvershljóðfæraleikara The Wrecking Crew. Það er ákveðið afrek út af fyrir sig að hafa gert plötu með Don Randi og það má segja að Geir sé hér kominn í fótspor meistaranna. Útsetningarnar á I'm Talking About You eru í léttpoppuðum stórsveitarstíl. Í hljómsveitinni eru þrettán blásarar, auk Randis á píanó, gítarleikara (Eddi Lár), bassaleikara, trommuleikara og slagverksleikara. Allt Íslendingar, nema trommarinn Bernie Dresel. Þá útsetur Þórir Baldursson eitt lag, titillagið sem er eftir Jóhann G. Jóhannsson, og spilar á Hammond í því. Eins og við var að búast eru útsetningarnar á plötunni fínar og faglega unnar. Lögin eru mislangt frá sínum þekktustu útsetningum. Michael Jackson-lagið Beat It kemur t.d. mjög skemmtilega út í þessari stórsveitarútsetningu. Það sama má segja um Lady In Red (Chris de Burgh) og Bítlalagið Come Together. Það er svo sem ekkert framsækið eða frumlegt við þessa nálgun, en þetta er vel gert. Og þá er það stóra spurningin. Söngur Geirs sjálfs. Hvernig tekst til? Geir hefur auðvitað farið töluvert fram og styrkt sig með hverri plötunni. Hann kemst ágætlega frá mörgum þessara laga. Það vantar samt oft herslumuninn. Mack the Knife er til dæmis ansi kraftlaust og hann ræður ekki alveg við Come Together. Hann gerir þetta vissulega á sinn hátt og í sumum laganna dugir það alveg en ekki í öðrum. Á heildina litið er I'm Talking About You þokkalegasta plata. Aðdáendur Geirs ættu ekki að hika við að bæta henni í safnið. Niðurstaða: Margt vel gert hjá Geir og félögum en sums staðar vantar herslumuninn. Gagnrýni Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Geir Ólafsson. I'm Talking About You. Zonet Þó að Geir Ólafsson sé umdeildur tónlistarmaður þá er ekki annað hægt en að dást að honum. Er hann ekki dæmi um mann sem leggur allt undir til að láta drauma sína rætast? Hann eflist við mótlæti og heldur ótrauður áfram í átt að settu marki. I'm Talking About You er fimmta plata Geirs og á henni syngur hann útsetningar Dons Randi á tíu þekktum dægurlögum, m.a. Beat It, Lady In Red, Besame Mucho og Come Together. Don Randi er bandarískur píanóleikari og hljómsveitarstjóri sem hefur leikið inn á ógrynni platna. Hann var m.a. meðlimur í hinni margrómuðu sveit hljóðvershljóðfæraleikara The Wrecking Crew. Það er ákveðið afrek út af fyrir sig að hafa gert plötu með Don Randi og það má segja að Geir sé hér kominn í fótspor meistaranna. Útsetningarnar á I'm Talking About You eru í léttpoppuðum stórsveitarstíl. Í hljómsveitinni eru þrettán blásarar, auk Randis á píanó, gítarleikara (Eddi Lár), bassaleikara, trommuleikara og slagverksleikara. Allt Íslendingar, nema trommarinn Bernie Dresel. Þá útsetur Þórir Baldursson eitt lag, titillagið sem er eftir Jóhann G. Jóhannsson, og spilar á Hammond í því. Eins og við var að búast eru útsetningarnar á plötunni fínar og faglega unnar. Lögin eru mislangt frá sínum þekktustu útsetningum. Michael Jackson-lagið Beat It kemur t.d. mjög skemmtilega út í þessari stórsveitarútsetningu. Það sama má segja um Lady In Red (Chris de Burgh) og Bítlalagið Come Together. Það er svo sem ekkert framsækið eða frumlegt við þessa nálgun, en þetta er vel gert. Og þá er það stóra spurningin. Söngur Geirs sjálfs. Hvernig tekst til? Geir hefur auðvitað farið töluvert fram og styrkt sig með hverri plötunni. Hann kemst ágætlega frá mörgum þessara laga. Það vantar samt oft herslumuninn. Mack the Knife er til dæmis ansi kraftlaust og hann ræður ekki alveg við Come Together. Hann gerir þetta vissulega á sinn hátt og í sumum laganna dugir það alveg en ekki í öðrum. Á heildina litið er I'm Talking About You þokkalegasta plata. Aðdáendur Geirs ættu ekki að hika við að bæta henni í safnið. Niðurstaða: Margt vel gert hjá Geir og félögum en sums staðar vantar herslumuninn.
Gagnrýni Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira