Kynfrelsi, ofbeldi og Hæstiréttur Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Nýfallinn dómur Hæstaréttar nr. 521/2012 hefur vakið hörð viðbrögð. Í dómnum sýkna fjórir hæstaréttardómarar sakborninga af ákæru um kynferðisbrot. Málsatvik eru þau að auk þess að beita margvíslegum barsmíðum og ofbeldi tróð ofbeldismaðurinn fingrum upp í endaþarm og leggöng þolanda. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að athæfið teldist ekki kynferðisbrot þar sem ásetningur geranda hefði verið að meiða þolanda, en ekki af kynferðislegum toga. Þessum skilningi dómaranna hefur verið mótmælt. Vísað hefur verið í skilning alþjóðasamfélagsins á nauðgunum í stríði sem kynferðisofbeldi, þar sem ætlunin er sannarlega að meiða, en ekki fá útrás fyrir greddu. Bent hefur verið á að ekki er dæmt eftir og í anda laga sem varða brot á kynfrelsi fólks og að skilgreining á kynferðisofbeldi getur ekki grundvallast á því hvort gerandi hafi kynferðislega nautn af verknaðinum. Hér var brotið á kynfrelsi þolanda en kynfrelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Brot á kynfrelsi skilgreinir kynferðisafbrot. Almenningur hefur tileinkað sér þennan skilning á kynferðisbrotum og þess vegna er ekki skrítið hve hörð viðbrögð almennings hafa verið við dómi Hæstaréttar. Að auki bætist við tilfinning um valdaleysi. Gagnrýni á dómskerfið í kynferðisafbrotamálum er ekki ný, hún er sagan endalausa. Við hljótum að velta fyrir okkur hvað stendur í vegi fyrir því að lög sem eru afrakstur áratuga langrar kvenfrelsisbaráttu og sýna skýran vilja löggjafans til að verja kynfrelsi virðast ekki skipta ofangreinda hæstaréttardómara máli. Femínistafélag Íslands harmar dóm Hæstaréttar og lýsir yfir stuðningi við baráttufólk fyrir kynfrelsi og gegn kynferðisofbeldi sem hefur gagnrýnt dóminn. Femínistafélagið stendur fyrir opnum fundi fimmtudaginn 14. febrúar að kvennaheimilinu Hallveigarstöðum um dóm Hæstaréttar og vernd kynfrelsis. Dómarar Hæstaréttar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nýfallinn dómur Hæstaréttar nr. 521/2012 hefur vakið hörð viðbrögð. Í dómnum sýkna fjórir hæstaréttardómarar sakborninga af ákæru um kynferðisbrot. Málsatvik eru þau að auk þess að beita margvíslegum barsmíðum og ofbeldi tróð ofbeldismaðurinn fingrum upp í endaþarm og leggöng þolanda. Meirihluti Hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að athæfið teldist ekki kynferðisbrot þar sem ásetningur geranda hefði verið að meiða þolanda, en ekki af kynferðislegum toga. Þessum skilningi dómaranna hefur verið mótmælt. Vísað hefur verið í skilning alþjóðasamfélagsins á nauðgunum í stríði sem kynferðisofbeldi, þar sem ætlunin er sannarlega að meiða, en ekki fá útrás fyrir greddu. Bent hefur verið á að ekki er dæmt eftir og í anda laga sem varða brot á kynfrelsi fólks og að skilgreining á kynferðisofbeldi getur ekki grundvallast á því hvort gerandi hafi kynferðislega nautn af verknaðinum. Hér var brotið á kynfrelsi þolanda en kynfrelsi er frelsi hverrar manneskju til að ákveða hvort hún vill taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Brot á kynfrelsi skilgreinir kynferðisafbrot. Almenningur hefur tileinkað sér þennan skilning á kynferðisbrotum og þess vegna er ekki skrítið hve hörð viðbrögð almennings hafa verið við dómi Hæstaréttar. Að auki bætist við tilfinning um valdaleysi. Gagnrýni á dómskerfið í kynferðisafbrotamálum er ekki ný, hún er sagan endalausa. Við hljótum að velta fyrir okkur hvað stendur í vegi fyrir því að lög sem eru afrakstur áratuga langrar kvenfrelsisbaráttu og sýna skýran vilja löggjafans til að verja kynfrelsi virðast ekki skipta ofangreinda hæstaréttardómara máli. Femínistafélag Íslands harmar dóm Hæstaréttar og lýsir yfir stuðningi við baráttufólk fyrir kynfrelsi og gegn kynferðisofbeldi sem hefur gagnrýnt dóminn. Femínistafélagið stendur fyrir opnum fundi fimmtudaginn 14. febrúar að kvennaheimilinu Hallveigarstöðum um dóm Hæstaréttar og vernd kynfrelsis. Dómarar Hæstaréttar eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun