Hættulegt fordæmi Hæstaréttar Elísabet Ingólfsdóttir laganemi skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Ég vil hefja mál mitt með því að leggja áherslu á að þekking mín á lögum og lögfræði kemst ekki í hálfkvisti við reynslu og lagalega þekkingu dómara Hæstaréttar Íslands. Þar af leiðandi verður að taka orð mín með fyrirvara, í samræmi við þá staðreynd. Það sem kom mér á óvart í dómi í máli nr. 521/2012 var sú niðurstaða meirihluta Hæstaréttar, fjögurra dómara, að sá verknaður að stinga fingrum upp í endaþarm brotaþola og leggöng og klemma þar á milli, hafi ekki fallið undir nauðgun í skilningi almennra hegningarlaga. Þá niðurstöðu byggðu dómararnir á þeim rökum að hvatir geranda hafi ekki staðið til kynferðislegrar nautnar. Hæstaréttardómarinn Ingibjörg Benediktsdóttir lagði hins vegar fram sératkvæði í dómnum og taldi þennan verknað falla undir nauðgun í skilningi laganna. Sjálf er ég laganemi á þriðja ári og lærði Hæstaréttardóm núna fyrir jólaprófin sem tók af allan vafa um það að undir ákvæði 1. málsgreinar 194. greinar almennra hegningarlaga falla einnig „önnur kynferðismök", fingur í endaþarm eða leggöng þar með talin. Eins og Ingibjörg tekur réttilega fram kemur þetta einnig skýrt fram í greinargerð með frumvarpi sem varð að breytingarlögum á kynferðisbrotakaflanum en þar segir m.a. [og nú vitna ég beint í sératkvæðið] að hugtakið „önnur kynferðismök" yrði lagt að jöfnu við samræði og bæri að skýra fremur þröngt þannig að átt væri við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju, er kæmi í stað hefðbundins samræðis eða hefði gildi sem slíkt. Væru þetta athafnir sem veittu eða VÆRU ALMENNT TIL ÞESS FALLNAR að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju. Ingibjörg heldur áfram og segir: „Um hugtakið ,önnur kynferðismök' sagði síðan í athugasemdum við frumvarp sem varð að lögum nr. 61/2007 að undir það teldist meðal annars falla sú háttsemi að setja fingur eða hluti í leggöng eða endaþarm. Þetta hefur verið staðfest meðal annars með dómum Hæstaréttar 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009, 16. febrúar 2012 í máli nr. 624/2011 og 16. maí 2012 í máli nr. 572/2011."Hvatir geranda Í dómum þeim sem Ingibjörg vitnar í er að vísu fjallað um hvatir geranda, en sé sakfelling á grundvelli 1. mgr. 194. gr. laganna eingöngu byggð á hvötum geranda þá er aðeins hægt að túlka þetta fordæmi á tvo vegu. Annars vegar þannig að gert sé upp á milli kynferðismaka eftir því hvort um sé að ræða getnaðarlim í leggöng eða eitthvað annað. Hins vegar getur fordæmi Hæstaréttar þýtt að sakfelling í kynferðisbrotamáli sé aldrei tæk nema hvatir geranda hafi staðið til kynferðislegrar nautnar. Báðar niðurstöður eru lagalega ótækar á grundvelli texta ákvæðisins sem og lögskýringargagna með breytingarlögunum. Tilgangur lagabreytingarinnar var að auka refsivernd á þessu sviði afbrota og það að láta hvatir brotamanns alfarið ráða niðurstöðunni getur, að mínu mati, ekki verið í samræmi við vilja löggjafans í þessu tilfelli. Fordæmið þýðir þá í raun að ekki sé nóg með það að sanna þurfi þvinguð kynferðismök heldur þurfi einnig að sanna tilteknar hvatir geranda til að tækt sé að sakfella brotamann og það er ólíðandi og algjörlega í ósamræmi við réttarþróun í kynferðisbrotamálum. Að endingu geri ég ráð fyrir því að flestir hafi kveikt á perunni varðandi kynjahlutföllin í atkvæðagreiðslunni í þessu tiltekna máli. Ég held að löngu sé orðið tímabært að jafna kynjahlutföllin í Hæstarétti Íslands, enda þurfa sjónarmið og reynsluheimur beggja kynja að komast að. Miklu hefur verið áorkað á þingi og í ríkisstjórn þó að enn sé langt í land. Sá hluti ríkisvaldsins sem tilheyrir dómstólum er hins vegar mikill eftirbátur og það er miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég vil hefja mál mitt með því að leggja áherslu á að þekking mín á lögum og lögfræði kemst ekki í hálfkvisti við reynslu og lagalega þekkingu dómara Hæstaréttar Íslands. Þar af leiðandi verður að taka orð mín með fyrirvara, í samræmi við þá staðreynd. Það sem kom mér á óvart í dómi í máli nr. 521/2012 var sú niðurstaða meirihluta Hæstaréttar, fjögurra dómara, að sá verknaður að stinga fingrum upp í endaþarm brotaþola og leggöng og klemma þar á milli, hafi ekki fallið undir nauðgun í skilningi almennra hegningarlaga. Þá niðurstöðu byggðu dómararnir á þeim rökum að hvatir geranda hafi ekki staðið til kynferðislegrar nautnar. Hæstaréttardómarinn Ingibjörg Benediktsdóttir lagði hins vegar fram sératkvæði í dómnum og taldi þennan verknað falla undir nauðgun í skilningi laganna. Sjálf er ég laganemi á þriðja ári og lærði Hæstaréttardóm núna fyrir jólaprófin sem tók af allan vafa um það að undir ákvæði 1. málsgreinar 194. greinar almennra hegningarlaga falla einnig „önnur kynferðismök", fingur í endaþarm eða leggöng þar með talin. Eins og Ingibjörg tekur réttilega fram kemur þetta einnig skýrt fram í greinargerð með frumvarpi sem varð að breytingarlögum á kynferðisbrotakaflanum en þar segir m.a. [og nú vitna ég beint í sératkvæðið] að hugtakið „önnur kynferðismök" yrði lagt að jöfnu við samræði og bæri að skýra fremur þröngt þannig að átt væri við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju, er kæmi í stað hefðbundins samræðis eða hefði gildi sem slíkt. Væru þetta athafnir sem veittu eða VÆRU ALMENNT TIL ÞESS FALLNAR að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægju. Ingibjörg heldur áfram og segir: „Um hugtakið ,önnur kynferðismök' sagði síðan í athugasemdum við frumvarp sem varð að lögum nr. 61/2007 að undir það teldist meðal annars falla sú háttsemi að setja fingur eða hluti í leggöng eða endaþarm. Þetta hefur verið staðfest meðal annars með dómum Hæstaréttar 10. júní 2010 í máli nr. 421/2009, 16. febrúar 2012 í máli nr. 624/2011 og 16. maí 2012 í máli nr. 572/2011."Hvatir geranda Í dómum þeim sem Ingibjörg vitnar í er að vísu fjallað um hvatir geranda, en sé sakfelling á grundvelli 1. mgr. 194. gr. laganna eingöngu byggð á hvötum geranda þá er aðeins hægt að túlka þetta fordæmi á tvo vegu. Annars vegar þannig að gert sé upp á milli kynferðismaka eftir því hvort um sé að ræða getnaðarlim í leggöng eða eitthvað annað. Hins vegar getur fordæmi Hæstaréttar þýtt að sakfelling í kynferðisbrotamáli sé aldrei tæk nema hvatir geranda hafi staðið til kynferðislegrar nautnar. Báðar niðurstöður eru lagalega ótækar á grundvelli texta ákvæðisins sem og lögskýringargagna með breytingarlögunum. Tilgangur lagabreytingarinnar var að auka refsivernd á þessu sviði afbrota og það að láta hvatir brotamanns alfarið ráða niðurstöðunni getur, að mínu mati, ekki verið í samræmi við vilja löggjafans í þessu tilfelli. Fordæmið þýðir þá í raun að ekki sé nóg með það að sanna þurfi þvinguð kynferðismök heldur þurfi einnig að sanna tilteknar hvatir geranda til að tækt sé að sakfella brotamann og það er ólíðandi og algjörlega í ósamræmi við réttarþróun í kynferðisbrotamálum. Að endingu geri ég ráð fyrir því að flestir hafi kveikt á perunni varðandi kynjahlutföllin í atkvæðagreiðslunni í þessu tiltekna máli. Ég held að löngu sé orðið tímabært að jafna kynjahlutföllin í Hæstarétti Íslands, enda þurfa sjónarmið og reynsluheimur beggja kynja að komast að. Miklu hefur verið áorkað á þingi og í ríkisstjórn þó að enn sé langt í land. Sá hluti ríkisvaldsins sem tilheyrir dómstólum er hins vegar mikill eftirbátur og það er miður.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun