Opið bréf til hreppsnefndar Ölfushrepps Anna Jóhannsdóttir skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Virðulega hreppsnefnd Ölfuss. Nú er komið að þeim áfanga í lífi mínu og hans Ása míns að við verðum að pakka saman og flytja burtu frá vinum okkar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Ekki er um að kenna fjárhagslegum vandamálum vegna kreppunnar eða vegna þess að við höfum gert eitthvað af okkur, nei ástæðan er sú að við pössum ekki lengur inn í þetta samfélag hér í Þorlákshöfn. Við þurfum orðið aukna aðstoð frá sveitarfélaginu og ef vel á að vera, hafa aðgang að sólarhringsþjónustu vegna eftirkasta af vægum blóðtappa sem ég fékk fyrir skömmu síðan. Hugurinn er með fulla virkni en vinstri höndin er ekki alveg að hlýða og vinstri fótur þvælist stundum fyrir, það er nú allt og sumt. Við hjónin höfum búið hér í Þorlákshöfn í tæp fimmtíu ár og tilheyrum þeim hópi frumbyggja sem voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að byggja hér upp samfélag sem margir höfðu ekki nokkra trú á að væri mögulegt. Aldrei var neitt gefið eftir þó að stundum væri erfitt að láta hlutina ganga upp. Hér í Þorlákshöfn ólum við upp okkar börn og lögðum okkar af mörkum til fiskvinnslu, sjósóknar og annarra starfa. Við höfum alla tíð skilað okkar til sveitarfélagsins, bæði í formi gjalda sem við glöð í bragði höfum alltaf staðið skil á og einnig höfum við lagt okkar af mörkum við félagslega uppbyggingu hér í Þorlákshöfn í gegnum tíðina. Við erum samofin þessu samfélagi og okkur finnst hvergi betra að vera, hér er stærstur hluti af lífshlaupi okkar færður til bókar.Margir í sömu sporum Ég veit að það eru margir í sömu sporum og við og finnst mér að hreppsnefndin okkar, sem hefur gert marga góða hluti fyrir okkur og staðið glæsilega að uppbyggingu húsnæðis og aðstöðu fyrir eldri borgara hér í Þorlákshöfn, skuldi okkur svör. Þið verðið að klára verkefnið, ekki skilja okkur eftir í biðskýlinu til að bíða eftir vagninum sem fer bara eitthvert. Í tilfelli okkar Ása vorum við send á Dvalarheimilið Lund á Hellu sem er ágætis stofnun með frábæru starfsfólki en þetta er bara ekki það sem við höfðum reiknað með að yrði hlutskipti okkar síðustu ævidagana. Upplifun okkar er sú sama og þekktist meðal barnmargra fjölskyldna á árum áður þegar fólk sagði sig til sveitar sökum fátæktar og hreppsnefndin sendi það landshorna á milli í vist. Tvístraði heilu fjölskyldunum sökum bágrar fjárhagsstöðu viðkomandi sveitarfélags. Er staðan sú í Ölfusinu? Eru ekki til fjármunir í nauðsynlega þjónustu við aldraða íbúa sveitarfélagsins eða snýst þetta um forgangsröðun verkefna? Ég hef heyrt sagt að þrjú stöðugildi í heimaþjónustu gætu gert gæfumuninn til að þjóna betur eldri borgurum í Þorlákshöfn. Færri þyrftu þá að hrökklast í burtu vegna þjónustuleysis og sveitarsjóður fengi opinber gjöld frá þessum starfsmönnum. Það er óumflýjanlegt að eldast og það á líka við um ykkur og ykkar skyldmenni, vonandi verðið þið búin að kippa þessu í liðinn þegar kemur að ykkar fólki að bíða í biðskýlinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Virðulega hreppsnefnd Ölfuss. Nú er komið að þeim áfanga í lífi mínu og hans Ása míns að við verðum að pakka saman og flytja burtu frá vinum okkar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Ekki er um að kenna fjárhagslegum vandamálum vegna kreppunnar eða vegna þess að við höfum gert eitthvað af okkur, nei ástæðan er sú að við pössum ekki lengur inn í þetta samfélag hér í Þorlákshöfn. Við þurfum orðið aukna aðstoð frá sveitarfélaginu og ef vel á að vera, hafa aðgang að sólarhringsþjónustu vegna eftirkasta af vægum blóðtappa sem ég fékk fyrir skömmu síðan. Hugurinn er með fulla virkni en vinstri höndin er ekki alveg að hlýða og vinstri fótur þvælist stundum fyrir, það er nú allt og sumt. Við hjónin höfum búið hér í Þorlákshöfn í tæp fimmtíu ár og tilheyrum þeim hópi frumbyggja sem voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að byggja hér upp samfélag sem margir höfðu ekki nokkra trú á að væri mögulegt. Aldrei var neitt gefið eftir þó að stundum væri erfitt að láta hlutina ganga upp. Hér í Þorlákshöfn ólum við upp okkar börn og lögðum okkar af mörkum til fiskvinnslu, sjósóknar og annarra starfa. Við höfum alla tíð skilað okkar til sveitarfélagsins, bæði í formi gjalda sem við glöð í bragði höfum alltaf staðið skil á og einnig höfum við lagt okkar af mörkum við félagslega uppbyggingu hér í Þorlákshöfn í gegnum tíðina. Við erum samofin þessu samfélagi og okkur finnst hvergi betra að vera, hér er stærstur hluti af lífshlaupi okkar færður til bókar.Margir í sömu sporum Ég veit að það eru margir í sömu sporum og við og finnst mér að hreppsnefndin okkar, sem hefur gert marga góða hluti fyrir okkur og staðið glæsilega að uppbyggingu húsnæðis og aðstöðu fyrir eldri borgara hér í Þorlákshöfn, skuldi okkur svör. Þið verðið að klára verkefnið, ekki skilja okkur eftir í biðskýlinu til að bíða eftir vagninum sem fer bara eitthvert. Í tilfelli okkar Ása vorum við send á Dvalarheimilið Lund á Hellu sem er ágætis stofnun með frábæru starfsfólki en þetta er bara ekki það sem við höfðum reiknað með að yrði hlutskipti okkar síðustu ævidagana. Upplifun okkar er sú sama og þekktist meðal barnmargra fjölskyldna á árum áður þegar fólk sagði sig til sveitar sökum fátæktar og hreppsnefndin sendi það landshorna á milli í vist. Tvístraði heilu fjölskyldunum sökum bágrar fjárhagsstöðu viðkomandi sveitarfélags. Er staðan sú í Ölfusinu? Eru ekki til fjármunir í nauðsynlega þjónustu við aldraða íbúa sveitarfélagsins eða snýst þetta um forgangsröðun verkefna? Ég hef heyrt sagt að þrjú stöðugildi í heimaþjónustu gætu gert gæfumuninn til að þjóna betur eldri borgurum í Þorlákshöfn. Færri þyrftu þá að hrökklast í burtu vegna þjónustuleysis og sveitarsjóður fengi opinber gjöld frá þessum starfsmönnum. Það er óumflýjanlegt að eldast og það á líka við um ykkur og ykkar skyldmenni, vonandi verðið þið búin að kippa þessu í liðinn þegar kemur að ykkar fólki að bíða í biðskýlinu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar