Opið bréf til hreppsnefndar Ölfushrepps Anna Jóhannsdóttir skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Virðulega hreppsnefnd Ölfuss. Nú er komið að þeim áfanga í lífi mínu og hans Ása míns að við verðum að pakka saman og flytja burtu frá vinum okkar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Ekki er um að kenna fjárhagslegum vandamálum vegna kreppunnar eða vegna þess að við höfum gert eitthvað af okkur, nei ástæðan er sú að við pössum ekki lengur inn í þetta samfélag hér í Þorlákshöfn. Við þurfum orðið aukna aðstoð frá sveitarfélaginu og ef vel á að vera, hafa aðgang að sólarhringsþjónustu vegna eftirkasta af vægum blóðtappa sem ég fékk fyrir skömmu síðan. Hugurinn er með fulla virkni en vinstri höndin er ekki alveg að hlýða og vinstri fótur þvælist stundum fyrir, það er nú allt og sumt. Við hjónin höfum búið hér í Þorlákshöfn í tæp fimmtíu ár og tilheyrum þeim hópi frumbyggja sem voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að byggja hér upp samfélag sem margir höfðu ekki nokkra trú á að væri mögulegt. Aldrei var neitt gefið eftir þó að stundum væri erfitt að láta hlutina ganga upp. Hér í Þorlákshöfn ólum við upp okkar börn og lögðum okkar af mörkum til fiskvinnslu, sjósóknar og annarra starfa. Við höfum alla tíð skilað okkar til sveitarfélagsins, bæði í formi gjalda sem við glöð í bragði höfum alltaf staðið skil á og einnig höfum við lagt okkar af mörkum við félagslega uppbyggingu hér í Þorlákshöfn í gegnum tíðina. Við erum samofin þessu samfélagi og okkur finnst hvergi betra að vera, hér er stærstur hluti af lífshlaupi okkar færður til bókar.Margir í sömu sporum Ég veit að það eru margir í sömu sporum og við og finnst mér að hreppsnefndin okkar, sem hefur gert marga góða hluti fyrir okkur og staðið glæsilega að uppbyggingu húsnæðis og aðstöðu fyrir eldri borgara hér í Þorlákshöfn, skuldi okkur svör. Þið verðið að klára verkefnið, ekki skilja okkur eftir í biðskýlinu til að bíða eftir vagninum sem fer bara eitthvert. Í tilfelli okkar Ása vorum við send á Dvalarheimilið Lund á Hellu sem er ágætis stofnun með frábæru starfsfólki en þetta er bara ekki það sem við höfðum reiknað með að yrði hlutskipti okkar síðustu ævidagana. Upplifun okkar er sú sama og þekktist meðal barnmargra fjölskyldna á árum áður þegar fólk sagði sig til sveitar sökum fátæktar og hreppsnefndin sendi það landshorna á milli í vist. Tvístraði heilu fjölskyldunum sökum bágrar fjárhagsstöðu viðkomandi sveitarfélags. Er staðan sú í Ölfusinu? Eru ekki til fjármunir í nauðsynlega þjónustu við aldraða íbúa sveitarfélagsins eða snýst þetta um forgangsröðun verkefna? Ég hef heyrt sagt að þrjú stöðugildi í heimaþjónustu gætu gert gæfumuninn til að þjóna betur eldri borgurum í Þorlákshöfn. Færri þyrftu þá að hrökklast í burtu vegna þjónustuleysis og sveitarsjóður fengi opinber gjöld frá þessum starfsmönnum. Það er óumflýjanlegt að eldast og það á líka við um ykkur og ykkar skyldmenni, vonandi verðið þið búin að kippa þessu í liðinn þegar kemur að ykkar fólki að bíða í biðskýlinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Virðulega hreppsnefnd Ölfuss. Nú er komið að þeim áfanga í lífi mínu og hans Ása míns að við verðum að pakka saman og flytja burtu frá vinum okkar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Ekki er um að kenna fjárhagslegum vandamálum vegna kreppunnar eða vegna þess að við höfum gert eitthvað af okkur, nei ástæðan er sú að við pössum ekki lengur inn í þetta samfélag hér í Þorlákshöfn. Við þurfum orðið aukna aðstoð frá sveitarfélaginu og ef vel á að vera, hafa aðgang að sólarhringsþjónustu vegna eftirkasta af vægum blóðtappa sem ég fékk fyrir skömmu síðan. Hugurinn er með fulla virkni en vinstri höndin er ekki alveg að hlýða og vinstri fótur þvælist stundum fyrir, það er nú allt og sumt. Við hjónin höfum búið hér í Þorlákshöfn í tæp fimmtíu ár og tilheyrum þeim hópi frumbyggja sem voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að byggja hér upp samfélag sem margir höfðu ekki nokkra trú á að væri mögulegt. Aldrei var neitt gefið eftir þó að stundum væri erfitt að láta hlutina ganga upp. Hér í Þorlákshöfn ólum við upp okkar börn og lögðum okkar af mörkum til fiskvinnslu, sjósóknar og annarra starfa. Við höfum alla tíð skilað okkar til sveitarfélagsins, bæði í formi gjalda sem við glöð í bragði höfum alltaf staðið skil á og einnig höfum við lagt okkar af mörkum við félagslega uppbyggingu hér í Þorlákshöfn í gegnum tíðina. Við erum samofin þessu samfélagi og okkur finnst hvergi betra að vera, hér er stærstur hluti af lífshlaupi okkar færður til bókar.Margir í sömu sporum Ég veit að það eru margir í sömu sporum og við og finnst mér að hreppsnefndin okkar, sem hefur gert marga góða hluti fyrir okkur og staðið glæsilega að uppbyggingu húsnæðis og aðstöðu fyrir eldri borgara hér í Þorlákshöfn, skuldi okkur svör. Þið verðið að klára verkefnið, ekki skilja okkur eftir í biðskýlinu til að bíða eftir vagninum sem fer bara eitthvert. Í tilfelli okkar Ása vorum við send á Dvalarheimilið Lund á Hellu sem er ágætis stofnun með frábæru starfsfólki en þetta er bara ekki það sem við höfðum reiknað með að yrði hlutskipti okkar síðustu ævidagana. Upplifun okkar er sú sama og þekktist meðal barnmargra fjölskyldna á árum áður þegar fólk sagði sig til sveitar sökum fátæktar og hreppsnefndin sendi það landshorna á milli í vist. Tvístraði heilu fjölskyldunum sökum bágrar fjárhagsstöðu viðkomandi sveitarfélags. Er staðan sú í Ölfusinu? Eru ekki til fjármunir í nauðsynlega þjónustu við aldraða íbúa sveitarfélagsins eða snýst þetta um forgangsröðun verkefna? Ég hef heyrt sagt að þrjú stöðugildi í heimaþjónustu gætu gert gæfumuninn til að þjóna betur eldri borgurum í Þorlákshöfn. Færri þyrftu þá að hrökklast í burtu vegna þjónustuleysis og sveitarsjóður fengi opinber gjöld frá þessum starfsmönnum. Það er óumflýjanlegt að eldast og það á líka við um ykkur og ykkar skyldmenni, vonandi verðið þið búin að kippa þessu í liðinn þegar kemur að ykkar fólki að bíða í biðskýlinu.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun