Framhaldsmynd, takk Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. janúar 2013 13:00 Bíó. Jack Reacher Leikstjórn: Christopher McQuarrie. Leikarar: Tom Cruise, Rosamund Pike, Richard Jenkins, Werner Herzog, David Oyelowo, Robert Duvall, Jai Courtney, Alexia Fast. Það hefur verið bæði skrýtið og skemmtilegt að fylgjast með fyrrum sykursnúðnum Tom Cruise umbreytast í hasarhetju, en undanfarin ár hefur hann leikið í nokkrum vel heppnuðum harðhausamyndum. Líkamlegt atgervi hans á að vísu lítið í kjötflykki á borð við þá Schwarzenegger og Stallone en það sem Cruise skortir í kjöti bætir hann upp með sjarmanum. Jack Reacher var hugsuð sem fyrsta myndin í langlífri seríu um þessa vinsælu skáldsagnapersónu. Reacher er hugarfóstur breska spennusagnahöfundarins Lee Child og eru bækurnar um þennan dularfulla fyrrum hermann hátt á annan tug talsins. Framtíð seríunnar er þó í óvissu vegna ófullnægjandi aðsóknar í Bandaríkjunum en það breytir því ekki að þessi fyrsta mynd er þrælgóð. Myndin reynir aldrei að vera annað en hún er; í meðallagi gáfulegur reyfari með bílaeltingaleikjum og handalögmálum á víxl. Ærslasenurnar eru hráar og æsispennandi og eitthvað virðist Cruise kunna fyrir sér í áflogum. Rosamund Pike stendur sig með prýði í hlutverki fyrstu "Reacher-stúlkunnar" og hinn sérkennilegi þýski leikstjóri, Werner Herzog, er glæsilegt illmenni. Það er í raun stórmerkilegt að jafn vinsælli og rótgróinni kvikmyndastjörnu eins og Tom Cruise takist að sannfæra áhorfandann um að hann sé Jack Reacher. Hann lítur vissulega eins út og klikkaði Íslandsvinurinn sem hoppaði í sófanum hjá Opruh Winfrey en í rúmar tvær klukkustundir trúði ég því að hann væri bráðsnjall og stórhættulegur maður sem svífst einskis. Niðurstaða: Fantagóður formáli þess sem gæti orðið góð sería. Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Jack Reacher Leikstjórn: Christopher McQuarrie. Leikarar: Tom Cruise, Rosamund Pike, Richard Jenkins, Werner Herzog, David Oyelowo, Robert Duvall, Jai Courtney, Alexia Fast. Það hefur verið bæði skrýtið og skemmtilegt að fylgjast með fyrrum sykursnúðnum Tom Cruise umbreytast í hasarhetju, en undanfarin ár hefur hann leikið í nokkrum vel heppnuðum harðhausamyndum. Líkamlegt atgervi hans á að vísu lítið í kjötflykki á borð við þá Schwarzenegger og Stallone en það sem Cruise skortir í kjöti bætir hann upp með sjarmanum. Jack Reacher var hugsuð sem fyrsta myndin í langlífri seríu um þessa vinsælu skáldsagnapersónu. Reacher er hugarfóstur breska spennusagnahöfundarins Lee Child og eru bækurnar um þennan dularfulla fyrrum hermann hátt á annan tug talsins. Framtíð seríunnar er þó í óvissu vegna ófullnægjandi aðsóknar í Bandaríkjunum en það breytir því ekki að þessi fyrsta mynd er þrælgóð. Myndin reynir aldrei að vera annað en hún er; í meðallagi gáfulegur reyfari með bílaeltingaleikjum og handalögmálum á víxl. Ærslasenurnar eru hráar og æsispennandi og eitthvað virðist Cruise kunna fyrir sér í áflogum. Rosamund Pike stendur sig með prýði í hlutverki fyrstu "Reacher-stúlkunnar" og hinn sérkennilegi þýski leikstjóri, Werner Herzog, er glæsilegt illmenni. Það er í raun stórmerkilegt að jafn vinsælli og rótgróinni kvikmyndastjörnu eins og Tom Cruise takist að sannfæra áhorfandann um að hann sé Jack Reacher. Hann lítur vissulega eins út og klikkaði Íslandsvinurinn sem hoppaði í sófanum hjá Opruh Winfrey en í rúmar tvær klukkustundir trúði ég því að hann væri bráðsnjall og stórhættulegur maður sem svífst einskis. Niðurstaða: Fantagóður formáli þess sem gæti orðið góð sería.
Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira