Píratar á Íslandi Einar Valur Ingimundarson skrifar 25. janúar 2013 06:00 Skrítið. Hafa þeir ekki verið þar í ríflega þúsund ár? Er einhver þörf á nýjum flokki ribbalda á meðal vor, nóg er af þeim fyrir! Stuðningsmenn Pírata í meira en 60 löndum hafa reyndar allt aðrar áherslur en hinir ofvirku forfeður Íslendinga. Píratar hafa sameiginlegar skoðanir og stefnumál sem mótast hafa eftir lýðræðisleg skoðanaskipti og vel upplýsta umræðu á vettvangi netsins heimsálfa á milli. Við trúum því að snúa megi af braut spilltra stjórnmála með frjálsum og óheftum aðgangi fólks með aðstoð tækninnar fyrir opnum tjöldum. Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. Á Íslandi hefur almenningur orðið fyrir stórfelldum mannréttindabrotum sl. áratug. Þegar mannréttindi ráðast orðið af efnahag er ljóst að okkur hefur borið af réttri leið. Píratar leggja áherslu á friðhelgi einkalífsins, sérstaklega vernd lítilmagnans frá misbeitingu kerfisvaldsins. Umboðsmenn hinna veikari ráða orðið ekkert við verkefni sín. Vanhæfni opinberra embættismanna dregur samfélagið niður. Píratar vilja aukið gegnsæi svo almenningur sé vel upplýstur og þar með hæfari til að taka góðar, lýðræðislegar ákvarðanir. Upplýsingar séu aðgengilegar á netinu og almenningsbókasöfnum. Ábyrgð yfirvalda skal skýrt bundin í landslög. Viðurlög skulu vera skýr við öllum undanbrögðum. Píratar styðja beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Draga verður úr miðstýringu valds á öllum sviðum. Lögleiðing nýrrar stjórnarskrár er forgangsmál fyrir íslenska pírata. Píratar virða líf. Þeir styðja friðarhreyfingar. Þeir hafna dauðarefsingu og eyðileggingu umhverfis og náttúru. Við stefnum að sjálfbjarga samfélagi þar sem allir landsmenn eigi sama aðgang að auðlindunum. Píratar viðurkenna ekki einkaleyfi á lífi. Píratar eru félagslyndir og virða mannhelgi. Við viljum koma að því að móta samfélag samstöðu þar sem þeir sterku styðja þá veiku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Skrítið. Hafa þeir ekki verið þar í ríflega þúsund ár? Er einhver þörf á nýjum flokki ribbalda á meðal vor, nóg er af þeim fyrir! Stuðningsmenn Pírata í meira en 60 löndum hafa reyndar allt aðrar áherslur en hinir ofvirku forfeður Íslendinga. Píratar hafa sameiginlegar skoðanir og stefnumál sem mótast hafa eftir lýðræðisleg skoðanaskipti og vel upplýsta umræðu á vettvangi netsins heimsálfa á milli. Við trúum því að snúa megi af braut spilltra stjórnmála með frjálsum og óheftum aðgangi fólks með aðstoð tækninnar fyrir opnum tjöldum. Píratar beita sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. Á Íslandi hefur almenningur orðið fyrir stórfelldum mannréttindabrotum sl. áratug. Þegar mannréttindi ráðast orðið af efnahag er ljóst að okkur hefur borið af réttri leið. Píratar leggja áherslu á friðhelgi einkalífsins, sérstaklega vernd lítilmagnans frá misbeitingu kerfisvaldsins. Umboðsmenn hinna veikari ráða orðið ekkert við verkefni sín. Vanhæfni opinberra embættismanna dregur samfélagið niður. Píratar vilja aukið gegnsæi svo almenningur sé vel upplýstur og þar með hæfari til að taka góðar, lýðræðislegar ákvarðanir. Upplýsingar séu aðgengilegar á netinu og almenningsbókasöfnum. Ábyrgð yfirvalda skal skýrt bundin í landslög. Viðurlög skulu vera skýr við öllum undanbrögðum. Píratar styðja beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Draga verður úr miðstýringu valds á öllum sviðum. Lögleiðing nýrrar stjórnarskrár er forgangsmál fyrir íslenska pírata. Píratar virða líf. Þeir styðja friðarhreyfingar. Þeir hafna dauðarefsingu og eyðileggingu umhverfis og náttúru. Við stefnum að sjálfbjarga samfélagi þar sem allir landsmenn eigi sama aðgang að auðlindunum. Píratar viðurkenna ekki einkaleyfi á lífi. Píratar eru félagslyndir og virða mannhelgi. Við viljum koma að því að móta samfélag samstöðu þar sem þeir sterku styðja þá veiku.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar