Grasið er ekkert endilega grænna hinu megin Linda Wiium skrifar 23. janúar 2013 17:45 Í Noregi er ekki skylda að vera meðlimur í stéttarfélagi. Margir íslenskir karlmenn og konur hafa í auknum mæli sl ár leitað út fyrir landsteinana eftir atvinnu og þeirra á meðal eru sjómenn. Margir þessara sjómanna þekkja ekki réttindi sín í Noregi, þá vantar tungumálakunnáttu og þekkingu um norskan rétt og þá kjarasamninga og venjur sem eru í gildi á norskum bátum. Þessi staðreynd og sú staðreynd að margir af þessum sjómönnum eru að sækjast eftir störfum í Noregi vegna atvinnuleysis á Íslandi, leiðir til þess að þeir jafnvel sætta sig við lakari vinnuskilyrði en norskir sjómenn. Það inniber t.d. að þeir fá lægri hlut en norskir sjómenn á tilsvarandi bátum, þeir sætta sig við lélegri búsetuskilyrði yfir lengri tíma og fá minni hvíldartíma. Auk þess eru útgerðirnar skyldugar til að framvísa uppgjörum sem er yfirlit yfir allan kostnað sem dreginn er af heildaraflaverðmæti en stundum hefur verið brestur á því að menn hafi fengið slík uppgjör. Sem lögfræðingur og áhugamanneskja um sjávarútveg og sjórétt, hef ég fengið fyrirspurnir frá sjómönnum sem vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér eða hvað þeir eigi að gera þegar þeir lenda í þeirri stöðu að þeim finnst útgerðin vera að undirborga laun, að uppgjör séu ekki á hreinu og vafi leikur á tryggingamálum. Ég hef því miður fengið vitneskju um útgerð t.d. sem hefur í mörg ár greitt Íslendingum of lágan hlut og ekki framvísað uppgjörum. Sama útgerðin fullvissaði hins vegar menn um að hún fylgdi kjarasamningi Norges Fiskarlag án þess að svo væri. Margir þessara sjómanna reiða sig því á að útgerðarstjórar segi rétt frá og eru svo í þeirri stöðu að vera ekki meðlimir í stéttarfélögum og eiga því erfitt með að sannreyna hvort kjarasamningi sé raunverulega fylgt. Þeir sem eru ekki meðlimir í stéttarfélagi geta því heldur ekki sótt á fyrirtækin nema ráða sér sjálfir lögfræðinga til starfans sem getur haft mikinn kostnað í för með sér. Einhverjir hljóta því að kjósa frekar að halda vinnunni vegna atvinnuástandsins á Íslandi og láta bjóða sér meir en ef þeir hefðu verið í sambærilegum störfum í heimalandi sínu. Ég vil hvetja alla sjómenn sem sækja sjóinn í Noregi að skrá sig í stéttarfélög og kynna sér réttindi sín. Allir eiga rétt á skriflegum ráðningarsamningum sem eru undirritaðir af vinnuveitanda og launþega. Flestir samningar eru aðgengilegir á netinu og má þar benda á heimasíðu Norges Fiskarlags sem er http://www.fiskarlaget.no og heimasíðu norska sjómannafélagsinshttp://www.sjomannsforbundet.no/. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í Noregi er ekki skylda að vera meðlimur í stéttarfélagi. Margir íslenskir karlmenn og konur hafa í auknum mæli sl ár leitað út fyrir landsteinana eftir atvinnu og þeirra á meðal eru sjómenn. Margir þessara sjómanna þekkja ekki réttindi sín í Noregi, þá vantar tungumálakunnáttu og þekkingu um norskan rétt og þá kjarasamninga og venjur sem eru í gildi á norskum bátum. Þessi staðreynd og sú staðreynd að margir af þessum sjómönnum eru að sækjast eftir störfum í Noregi vegna atvinnuleysis á Íslandi, leiðir til þess að þeir jafnvel sætta sig við lakari vinnuskilyrði en norskir sjómenn. Það inniber t.d. að þeir fá lægri hlut en norskir sjómenn á tilsvarandi bátum, þeir sætta sig við lélegri búsetuskilyrði yfir lengri tíma og fá minni hvíldartíma. Auk þess eru útgerðirnar skyldugar til að framvísa uppgjörum sem er yfirlit yfir allan kostnað sem dreginn er af heildaraflaverðmæti en stundum hefur verið brestur á því að menn hafi fengið slík uppgjör. Sem lögfræðingur og áhugamanneskja um sjávarútveg og sjórétt, hef ég fengið fyrirspurnir frá sjómönnum sem vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér eða hvað þeir eigi að gera þegar þeir lenda í þeirri stöðu að þeim finnst útgerðin vera að undirborga laun, að uppgjör séu ekki á hreinu og vafi leikur á tryggingamálum. Ég hef því miður fengið vitneskju um útgerð t.d. sem hefur í mörg ár greitt Íslendingum of lágan hlut og ekki framvísað uppgjörum. Sama útgerðin fullvissaði hins vegar menn um að hún fylgdi kjarasamningi Norges Fiskarlag án þess að svo væri. Margir þessara sjómanna reiða sig því á að útgerðarstjórar segi rétt frá og eru svo í þeirri stöðu að vera ekki meðlimir í stéttarfélögum og eiga því erfitt með að sannreyna hvort kjarasamningi sé raunverulega fylgt. Þeir sem eru ekki meðlimir í stéttarfélagi geta því heldur ekki sótt á fyrirtækin nema ráða sér sjálfir lögfræðinga til starfans sem getur haft mikinn kostnað í för með sér. Einhverjir hljóta því að kjósa frekar að halda vinnunni vegna atvinnuástandsins á Íslandi og láta bjóða sér meir en ef þeir hefðu verið í sambærilegum störfum í heimalandi sínu. Ég vil hvetja alla sjómenn sem sækja sjóinn í Noregi að skrá sig í stéttarfélög og kynna sér réttindi sín. Allir eiga rétt á skriflegum ráðningarsamningum sem eru undirritaðir af vinnuveitanda og launþega. Flestir samningar eru aðgengilegir á netinu og má þar benda á heimasíðu Norges Fiskarlags sem er http://www.fiskarlaget.no og heimasíðu norska sjómannafélagsinshttp://www.sjomannsforbundet.no/.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar