Stuðningsgrein: Til stuðnings Guðbjarti Guðrún Ögmundsdóttir skrifar 16. janúar 2013 06:00 Í Samfylkingunni, einum stjórnmálaflokka á Íslandi, geta allir skráðir félagar tekið þátt í vali formanns. Ég er bæði stolt og ánægð með að vera í slíkum flokki, sem virðir mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku og stuðlar að henni með virkum hætti. Það styrkir niðurstöðuna og stuðlar að aukinni samstöðu. Þetta fyrirkomulag hefur líka sýnt sig að stuðli að málefnalegri umræðu og heiðarlegri baráttu, Samfylkingunni sem stjórnmálaflokki til heilla. Fram til þessa hefur baráttan milli frambjóðendanna tveggja einkennst af málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og gagnkvæmri virðingu frambjóðendanna. Það er þeim og flokknum til mikils sóma. Það er góð vegferð og þar skulum við vera. Við skulum nýta þetta dýrmæta tækifæri sem felst í svo víðtækri þátttöku til að styrkja okkur sem heild og efla okkur til framtíðar. Næsti formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýra framtíðarsýn og vera tilbúinn að fylgja eftir stefnu flokksins og virða þau grunngildi sem Samfylkingin byggir á. Samfylkingin þarf leiðtoga sem hefur skýra sýn á framtíðina, sem sér tækifærin í íslensku samfélagi og gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að við byggjum upp heilbrigt samfélag sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Hann þarf að tala skýrt í Evrópumálum og vera tilbúinn að fylgja eftir þeirri eindregnu stefnu sem flokkurinn hefur mótað og samþykkt á því sviði. Næsti formaður Samfylkingarinnar þarf að skilja og viðurkenna mikilvægi samspils öflugs atvinnulífs og velferðarkerfis, sem ekki eru álitin andstæður heldur forsendur hvort annars. Hann þarf að vera þess meðvitaður að eftir þá erfiðleika sem íslenskt samfélag hefur glímt við og þá óvissu sem þeim hefur fylgt, þá sé það ein af forsendum þess að okkur takist að snúa vörn í sókn. Ég ætla að styðja Guðbjart Hannesson til að gegna formennsku í Samfylkingunni vegna þess að ég trúi því að hann sé líklegastur til verða sá öflugi leiðtogi sem við þurfum til að byggja upp samstöðu í stórum flokki jafnaðarmanna og félagshyggjufólks og samfélaginu almennt. Hann hefur skýra sýn á framtíðina og hann þorir að segja hvað í henni felst. Hann leggur sig fram um að virða ólík sjónarmið og ber virðingu fyrir þeim sem hann starfar með og hann starfar fyrir. Ég ætla að styðja Guðbjart vegna þess að ég þekki til hans verka og ég veit hvað hann stendur fyrir. Hann er drifinn áfram af einlægum áhuga á samfélaginu og vilja til að bæta það. Guðbjartur, er einfaldlega gegnheill maður, heiðarlegur, ábyrgur og harðduglegur. Ég ætla að styðja Guðbjart í formannskosningunni sem hefst 18. janúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í Samfylkingunni, einum stjórnmálaflokka á Íslandi, geta allir skráðir félagar tekið þátt í vali formanns. Ég er bæði stolt og ánægð með að vera í slíkum flokki, sem virðir mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku og stuðlar að henni með virkum hætti. Það styrkir niðurstöðuna og stuðlar að aukinni samstöðu. Þetta fyrirkomulag hefur líka sýnt sig að stuðli að málefnalegri umræðu og heiðarlegri baráttu, Samfylkingunni sem stjórnmálaflokki til heilla. Fram til þessa hefur baráttan milli frambjóðendanna tveggja einkennst af málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og gagnkvæmri virðingu frambjóðendanna. Það er þeim og flokknum til mikils sóma. Það er góð vegferð og þar skulum við vera. Við skulum nýta þetta dýrmæta tækifæri sem felst í svo víðtækri þátttöku til að styrkja okkur sem heild og efla okkur til framtíðar. Næsti formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýra framtíðarsýn og vera tilbúinn að fylgja eftir stefnu flokksins og virða þau grunngildi sem Samfylkingin byggir á. Samfylkingin þarf leiðtoga sem hefur skýra sýn á framtíðina, sem sér tækifærin í íslensku samfélagi og gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að við byggjum upp heilbrigt samfélag sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Hann þarf að tala skýrt í Evrópumálum og vera tilbúinn að fylgja eftir þeirri eindregnu stefnu sem flokkurinn hefur mótað og samþykkt á því sviði. Næsti formaður Samfylkingarinnar þarf að skilja og viðurkenna mikilvægi samspils öflugs atvinnulífs og velferðarkerfis, sem ekki eru álitin andstæður heldur forsendur hvort annars. Hann þarf að vera þess meðvitaður að eftir þá erfiðleika sem íslenskt samfélag hefur glímt við og þá óvissu sem þeim hefur fylgt, þá sé það ein af forsendum þess að okkur takist að snúa vörn í sókn. Ég ætla að styðja Guðbjart Hannesson til að gegna formennsku í Samfylkingunni vegna þess að ég trúi því að hann sé líklegastur til verða sá öflugi leiðtogi sem við þurfum til að byggja upp samstöðu í stórum flokki jafnaðarmanna og félagshyggjufólks og samfélaginu almennt. Hann hefur skýra sýn á framtíðina og hann þorir að segja hvað í henni felst. Hann leggur sig fram um að virða ólík sjónarmið og ber virðingu fyrir þeim sem hann starfar með og hann starfar fyrir. Ég ætla að styðja Guðbjart vegna þess að ég þekki til hans verka og ég veit hvað hann stendur fyrir. Hann er drifinn áfram af einlægum áhuga á samfélaginu og vilja til að bæta það. Guðbjartur, er einfaldlega gegnheill maður, heiðarlegur, ábyrgur og harðduglegur. Ég ætla að styðja Guðbjart í formannskosningunni sem hefst 18. janúar nk.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun