Jarðskjálftinn á Haítí 12. janúar 2013 06:00 Í dag eru liðin þrjú ár frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. Ég vil því nota tækifærið til að segja stuttlega frá því hjálparstarfi sem Rauði krossinn á Íslandi stóð að og hvaða árangri það skilaði. Í jarðskjálftanum er talið að 220 þúsund manns hafi týnt lífi og um 300 þúsund manns slösuðust. Eyðileggingin var gífurleg, einkum í höfuðborginni, Port-au-Prince. Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í hjálparstarfinu á Haítí frá byrjun. Má þar nefna að sendar voru skyndihjálparvörur með flugvél, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja rústabjörgunarsveit, og var einnig sendur héðan búnaður fyrir tjaldsjúkrahús Rauða krossins. Á fyrsta árinu eftir skjálftann fóru alls 27 íslenskir hjálparstarfsmenn til starfa á Haítí. Starfsfólk héðan vann við hjúkrun og lækningar, að vatnshreinsun og dreifingu hjálpargagna og við skipulagningu á hjálparstarfinu og að uppbyggingu í kjölfarið. Rauði krossinn hefur aldrei áður sent jafn marga sendifulltrúa á einn stað á svo stuttum tíma. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í framhaldinu að beina kröftum sínum að sálrænum stuðningi fyrir fórnarlömb hamfaranna – enda mikil þörf fyrir slíkan stuðning eins og gefur að skilja. Á tveimur árum hafa um 60 þúsund manns fengið aðstoð en það jafngildir um helmingi íbúa í Reykjavík. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja börn og þau eru um 75% þeirra sem fengu sálrænan stuðning. Þess má einnig geta að innlendir sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins á Haítí hafa fengið umfangsmikla þjálfun til að sinna sálrænum stuðningi svo að nú eru yfir 200 sjálfboðaliðar reiðubúnir að veita slíka þjónustu, t.d. í kjölfar fellibylja sem reglulega ríða yfir eyjuna. Þannig hefur tekist að efla eigin viðbúnað heimamanna sem er öflugri núna en fyrir jarðskjálftann. Óhætt er að segja að almenningur á Íslandi hafi brugðist vel við þegar Rauði krossinn leitaði eftir fjárstuðningi til hjálparstarfsins. Samtals söfnuðust yfir 45 milljónir kr. frá almenningi og ríki og sveitarfélög lögðu til tæpar 30 milljónir kr. Rauði krossinn á Íslandi vill þakka fyrir þennan stuðning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin þrjú ár frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. Ég vil því nota tækifærið til að segja stuttlega frá því hjálparstarfi sem Rauði krossinn á Íslandi stóð að og hvaða árangri það skilaði. Í jarðskjálftanum er talið að 220 þúsund manns hafi týnt lífi og um 300 þúsund manns slösuðust. Eyðileggingin var gífurleg, einkum í höfuðborginni, Port-au-Prince. Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í hjálparstarfinu á Haítí frá byrjun. Má þar nefna að sendar voru skyndihjálparvörur með flugvél, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja rústabjörgunarsveit, og var einnig sendur héðan búnaður fyrir tjaldsjúkrahús Rauða krossins. Á fyrsta árinu eftir skjálftann fóru alls 27 íslenskir hjálparstarfsmenn til starfa á Haítí. Starfsfólk héðan vann við hjúkrun og lækningar, að vatnshreinsun og dreifingu hjálpargagna og við skipulagningu á hjálparstarfinu og að uppbyggingu í kjölfarið. Rauði krossinn hefur aldrei áður sent jafn marga sendifulltrúa á einn stað á svo stuttum tíma. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í framhaldinu að beina kröftum sínum að sálrænum stuðningi fyrir fórnarlömb hamfaranna – enda mikil þörf fyrir slíkan stuðning eins og gefur að skilja. Á tveimur árum hafa um 60 þúsund manns fengið aðstoð en það jafngildir um helmingi íbúa í Reykjavík. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að styðja börn og þau eru um 75% þeirra sem fengu sálrænan stuðning. Þess má einnig geta að innlendir sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins á Haítí hafa fengið umfangsmikla þjálfun til að sinna sálrænum stuðningi svo að nú eru yfir 200 sjálfboðaliðar reiðubúnir að veita slíka þjónustu, t.d. í kjölfar fellibylja sem reglulega ríða yfir eyjuna. Þannig hefur tekist að efla eigin viðbúnað heimamanna sem er öflugri núna en fyrir jarðskjálftann. Óhætt er að segja að almenningur á Íslandi hafi brugðist vel við þegar Rauði krossinn leitaði eftir fjárstuðningi til hjálparstarfsins. Samtals söfnuðust yfir 45 milljónir kr. frá almenningi og ríki og sveitarfélög lögðu til tæpar 30 milljónir kr. Rauði krossinn á Íslandi vill þakka fyrir þennan stuðning.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun