Berrössuð bíræfni – líf að láni Guðrún Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2013 06:00 Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). Þar mótmælti ég því hvernig höfundurinn notfærir sér persónu móður minnar, Brynhildar Georgíu Björnsson (1930-2008). Hallgrímur hefur margoft lýst því yfir að Herbjörg aðalpersóna bókarinnar sé byggð á lífi móður minnar, einnig eru nánustu ættingjar hennar margoft nafngreindir í bókinni sem fjölskylda Herbjargar. Aðalpersóna Hallgríms þykir reyndar frumleg; langveik kona sem býr í bílskúr, sterkur persónuleiki sem býr yfir mikilli færni á tölvu þrátt fyrir háan aldur. Móðir mín, sem átti sér merka sögu, bjó einmitt síðustu ár ævi sinnar rúmföst í bílskúr innréttuðum sem íbúð. Hún notaði tölvu og var einn fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem kom sér upp gervihnattadiski til að geta horft á erlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig braut hún sér aðdáunarverða leið út úr einangrun erfiðra veikinda. Þessir þættir sem Hallgrímur fær að láni hjá móður minni eru meðal þeirra sem hann hefur fengið lof fyrir í frumsköpun sögupersónunnar Herbjargar Maríu Björnsson. Hlífir hvergi Lífsferill hennar er þannig látinn fylgja fyrirmynd sinni í mörgu, ættarnafnið er hið sama og ég hef bent á að lesandinn eigi ekki möguleika á að sjá hvað af efni bókarinnar er tilbúningur og hvað ekki. Þannig lendir mannorð móður minnar í höndum skáldsins. Látum vera að nýlátin manneskja sé svo sterkur þáttur í bók að fyrirliggjandi ævisögu (Ellefu líf, útg. 1983) sé nánast fylgt í tíma og rúmi þótt heimilda sé hvergi getið. En þetta verk hlífir hvergi. Bókin er klámfengin, ljótleikamiðuð og ofbeldisfull, svo ekki sé minnst á mannlegan úrgang sem þar skipar sérstakan sess. Það er ekki tilgangur minn að ræða bókmenntalegt gildi verksins og því síður muninn á skáldskap og veruleika, hann þekki ég vel. Ég velti hins vegar upp stórum spurningum um siðgæði og trúi því seint að nokkur maður myndi kjósa að fjölskylda sín yrði gerð að féþúfu með þessum hætti. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi og skapandi skrifum hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð höfundarins hvernig hann byggir upp bók og hvað hann nýtir sér til þess. Hann á mikilvægt val varðandi friðhelgi einkalífs og hversu langt hann gengur í að særa með texta sínum. Í Konan við þúsund gráður lætur höfundurinn Herbjörgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318): „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum." Þetta eru gróf og ljót orð um þjóð, sögu hennar og fána og mér til hugarangurs eru þau lögð persónugervingi móður minnar í munn. Skrumskæling á lífi Nú hafa þau tíðindi borist að bókin Konan við þúsund gráður hafi verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Hún hlýtur því að vera talin meðal öndvegisverka íslenskra bókmennta. Ég legg ekki dóm á það en bendi af alvöruþunga á aðferðafræðina við gerð hennar og þann miska sem hún hefur valdið þeim sem þykir vænt um fyrirmynd hennar. Munurinn á þessari bók og flestum öðrum persónutengdum skáldsögum eru nafngreiningarnar og óræð textatengsl við fyrirliggjandi ævisögu. Við þetta bætist svo ljótleiki textans. Hér hefur skrumskæling á lífi verið sett á markað og þar með að ósekju gerð atlaga að mannorði einstaklings. Mér myndi aldrei detta í hug að gera nokkrum manni þetta vitandi vits. Hallgrímur Helgason hefur oft gagnrýnt slæmt siðferði samfélagsins harðlega. Ég er sammála því, við þurfum öll að gæta að því hvar og hvernig við stígum niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Í janúar 2012 skrifaði ég grein sem birtist hér í Fréttablaðinu um siðferðismörk í bókmenntum. Greinin hét Tólfta lífið og fjallaði um bókina Konan við 1000 gráður eftir Hallgrím Helgason (Forlagið, 2011). Þar mótmælti ég því hvernig höfundurinn notfærir sér persónu móður minnar, Brynhildar Georgíu Björnsson (1930-2008). Hallgrímur hefur margoft lýst því yfir að Herbjörg aðalpersóna bókarinnar sé byggð á lífi móður minnar, einnig eru nánustu ættingjar hennar margoft nafngreindir í bókinni sem fjölskylda Herbjargar. Aðalpersóna Hallgríms þykir reyndar frumleg; langveik kona sem býr í bílskúr, sterkur persónuleiki sem býr yfir mikilli færni á tölvu þrátt fyrir háan aldur. Móðir mín, sem átti sér merka sögu, bjó einmitt síðustu ár ævi sinnar rúmföst í bílskúr innréttuðum sem íbúð. Hún notaði tölvu og var einn fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem kom sér upp gervihnattadiski til að geta horft á erlendar sjónvarpsstöðvar. Þannig braut hún sér aðdáunarverða leið út úr einangrun erfiðra veikinda. Þessir þættir sem Hallgrímur fær að láni hjá móður minni eru meðal þeirra sem hann hefur fengið lof fyrir í frumsköpun sögupersónunnar Herbjargar Maríu Björnsson. Hlífir hvergi Lífsferill hennar er þannig látinn fylgja fyrirmynd sinni í mörgu, ættarnafnið er hið sama og ég hef bent á að lesandinn eigi ekki möguleika á að sjá hvað af efni bókarinnar er tilbúningur og hvað ekki. Þannig lendir mannorð móður minnar í höndum skáldsins. Látum vera að nýlátin manneskja sé svo sterkur þáttur í bók að fyrirliggjandi ævisögu (Ellefu líf, útg. 1983) sé nánast fylgt í tíma og rúmi þótt heimilda sé hvergi getið. En þetta verk hlífir hvergi. Bókin er klámfengin, ljótleikamiðuð og ofbeldisfull, svo ekki sé minnst á mannlegan úrgang sem þar skipar sérstakan sess. Það er ekki tilgangur minn að ræða bókmenntalegt gildi verksins og því síður muninn á skáldskap og veruleika, hann þekki ég vel. Ég velti hins vegar upp stórum spurningum um siðgæði og trúi því seint að nokkur maður myndi kjósa að fjölskylda sín yrði gerð að féþúfu með þessum hætti. Með fullri virðingu fyrir tjáningarfrelsi og skapandi skrifum hlýtur það alltaf að vera á ábyrgð höfundarins hvernig hann byggir upp bók og hvað hann nýtir sér til þess. Hann á mikilvægt val varðandi friðhelgi einkalífs og hversu langt hann gengur í að særa með texta sínum. Í Konan við þúsund gráður lætur höfundurinn Herbjörgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318): „Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum." Þetta eru gróf og ljót orð um þjóð, sögu hennar og fána og mér til hugarangurs eru þau lögð persónugervingi móður minnar í munn. Skrumskæling á lífi Nú hafa þau tíðindi borist að bókin Konan við þúsund gráður hafi verið tilnefnd fyrir Íslands hönd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna. Hún hlýtur því að vera talin meðal öndvegisverka íslenskra bókmennta. Ég legg ekki dóm á það en bendi af alvöruþunga á aðferðafræðina við gerð hennar og þann miska sem hún hefur valdið þeim sem þykir vænt um fyrirmynd hennar. Munurinn á þessari bók og flestum öðrum persónutengdum skáldsögum eru nafngreiningarnar og óræð textatengsl við fyrirliggjandi ævisögu. Við þetta bætist svo ljótleiki textans. Hér hefur skrumskæling á lífi verið sett á markað og þar með að ósekju gerð atlaga að mannorði einstaklings. Mér myndi aldrei detta í hug að gera nokkrum manni þetta vitandi vits. Hallgrímur Helgason hefur oft gagnrýnt slæmt siðferði samfélagsins harðlega. Ég er sammála því, við þurfum öll að gæta að því hvar og hvernig við stígum niður.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun