Það sem við gefum gerir okkur rík Bjarni Gíslason skrifar 10. janúar 2013 06:00 Á nýju ári vill Hjálparstarf kirkjunnar þakka fyrir stuðning og velvild Íslendinga. Jólasöfnun fyrir vatnsverkefni í Afríku er enn í gangi og tölur liggja ekki fyrir en samt er ljóst að stuðningurinn er mikill, jafnframt er mikill stuðningur við starfið á Íslandi. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa lagt lið með myndarlegum hætti, sem ber að þakka. Henry Ward Beecher sagði: „Í þessum heimi er það ekki það sem við tökum okkur, heldur það sem við gefum frá okkur, sem gerir okkur rík." Samkvæmt þessu er íslenska þjóðin mjög rík. Í byrjun árs er gott að líta til baka og læra af reynslunni en um leið horfa til framtíðar og hyggja að og reyna að tryggja betri tíð. „Stór stóll býr ekki til konung" segir spakmæli frá Súdan, sem minnir okkur á að huga að innihaldi og manneskjum en ekki ytri auði og mikilleika. Annað afrískt spakmæli segir: „Farið yfir ána saman í hóp, þá mun krókódíllinn ekki éta ykkur". Það er einmitt grundvöllurinn að öllum verkefnum Hjálparstarfsins. Við viljum standa með þeim sem á að liðsinna og saman vinna að betri framtíð, ekki fyrir heldur með þeim sem stefna á betra líf. Hindranirnar og erfiðleikarnir eru af mörgum toga, t.d. vatnsskortur, barnaþrælkun, sjúkdómar og fátækt, en ekkert af þessu er ómögulegt að yfirvinna – saman. Á nýju ári vill Hjálparstarfið með frábærum stuðningi Íslendinga horfa til framtíðar þar sem fleiri fá aðgang að hreinu vatni í Malaví, Eþíópíu og Úganda, börn á Indlandi eru leyst undan vinnuþrælkun og íslenskar fjölskyldur losna úr viðjum fátæktar. En um leið megum við ekki gleyma að allt starf þarf að vinna faglega og skipulega, árangur næst ekki á einni nóttu. Gleymum heldur ekki afrísku spakmælunum: „Ef þið viljið komast hratt yfir farið ein, ef þið viljið ná langt, farið saman" og „Að vera alltaf að flýta sér kemur ekki í veg fyrir dauða, að fara sér hægar kemur heldur ekki í veg fyrir líf". Áfram að markinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á nýju ári vill Hjálparstarf kirkjunnar þakka fyrir stuðning og velvild Íslendinga. Jólasöfnun fyrir vatnsverkefni í Afríku er enn í gangi og tölur liggja ekki fyrir en samt er ljóst að stuðningurinn er mikill, jafnframt er mikill stuðningur við starfið á Íslandi. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og samtök hafa lagt lið með myndarlegum hætti, sem ber að þakka. Henry Ward Beecher sagði: „Í þessum heimi er það ekki það sem við tökum okkur, heldur það sem við gefum frá okkur, sem gerir okkur rík." Samkvæmt þessu er íslenska þjóðin mjög rík. Í byrjun árs er gott að líta til baka og læra af reynslunni en um leið horfa til framtíðar og hyggja að og reyna að tryggja betri tíð. „Stór stóll býr ekki til konung" segir spakmæli frá Súdan, sem minnir okkur á að huga að innihaldi og manneskjum en ekki ytri auði og mikilleika. Annað afrískt spakmæli segir: „Farið yfir ána saman í hóp, þá mun krókódíllinn ekki éta ykkur". Það er einmitt grundvöllurinn að öllum verkefnum Hjálparstarfsins. Við viljum standa með þeim sem á að liðsinna og saman vinna að betri framtíð, ekki fyrir heldur með þeim sem stefna á betra líf. Hindranirnar og erfiðleikarnir eru af mörgum toga, t.d. vatnsskortur, barnaþrælkun, sjúkdómar og fátækt, en ekkert af þessu er ómögulegt að yfirvinna – saman. Á nýju ári vill Hjálparstarfið með frábærum stuðningi Íslendinga horfa til framtíðar þar sem fleiri fá aðgang að hreinu vatni í Malaví, Eþíópíu og Úganda, börn á Indlandi eru leyst undan vinnuþrælkun og íslenskar fjölskyldur losna úr viðjum fátæktar. En um leið megum við ekki gleyma að allt starf þarf að vinna faglega og skipulega, árangur næst ekki á einni nóttu. Gleymum heldur ekki afrísku spakmælunum: „Ef þið viljið komast hratt yfir farið ein, ef þið viljið ná langt, farið saman" og „Að vera alltaf að flýta sér kemur ekki í veg fyrir dauða, að fara sér hægar kemur heldur ekki í veg fyrir líf". Áfram að markinu.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar