Ég og frændi minn Kristófer Sigurðsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Um daginn heyrði ég af ungum strák í fjölskyldunni. Hann var að klára grunnskólann og fékk strax flotta vinnu. Lyftaramaður í fiskiðju. Fær 200 þúsund kall á mánuði. Nú er ég dyggur lesandi Stefáns Ólafssonar og svipaðra stórmenna og hnýt því strax um ójöfnuð þegar ég sé hann. Ég sé langar leiðir að launin mín eru hærri en þessa unga, duglega manns. Slíkur ójöfnuður stingur í augun. Ég var nefnilega að útskrifast sem læknir. Miðað við að farin sé hefðbundin leið að því marki þýðir það fjögur ár í menntaskóla og síðan sex ár í háskóla. Að því loknu er svo kandídatsár, sem er launuð starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum, og síðan starfsþjálfun í 5-10 ár í þeirri grein læknisfræðinnar sem maður hyggst stunda. Sem stendur er ég búinn með stúdentspróf (4 ár), læknadeild (6 ár) og langt kominn með kandídatsárið mitt. Launin mín eru 330.009 krónur á mánuði. Ég er sáttur við það, því að þegar ég lýk þessu öllu, eftir 7-8 ár, hækka þau í 513.856 kr. á mánuði. Það verða laun mín sem sérfræðilæknir eftir alls 16-18 ár af námi á bakinu eftir grunnskólann. Nærtækasta spurningin er auðvitað þessi: Hvað er það sem gerir mig, eftir 8 ár, svona fjandi merkilegan að ég eigi skilið næstum þreföld laun á við frænda?Tvöföld laun Einhverjir gætu reyndar sagt að þetta skipti engu máli, því að frændi borgar minni skatt (29.680 kr.), en ég mun borga 155.106 krónur í skatt, verandi einn af þessum skítugu hátekjumönnum. Ég mun því enda með 358.750 kr. eftir skatt, en hann 170.320 kr. Ég anda vissulega eilítið léttar eftir þessa útreikninga, ég enda með tvöföld laun á við frænda, ekki þreföld. Hjúkk. Hann fær öðru hverju yfirvinnu í fiskiðjunni og svo eru uppgrip þegar þarf að landa úr bátunum, gjarnan seint á kvöldin. Auk þess tekur hann að sér dyravörslu um helgar. Ég tek að mér lækningar á vöktum allan sólarhringinn, um helgar og á stórhátíðum. Báðir hækkum við kaupið töluvert á þessu, en til að einfalda útreikningana skulum við sleppa þeim sálmum – enda hlutfallslega svipaðir. Það sem ég hef fram yfir frænda í launum frá því að ég útskrifast úr læknadeild og þar til ég klára sérnámið dugar ekki fyrir námslánunum mínum. En við skulum í þykjó hafa það þannig. Til að einfalda. Þá skulum við segja að ég byrji á núlli (I wish) eftir sérnámið. Þá hefur frændi verið að þéna sinn 170.320 á mánuði, en ég núll, í 10 ár (menntaskóli+læknadeild), en við verið jafnir síðan ég kláraði læknadeild. Hann hefur því þénað um tuttugu og hálfri milljón meira en ég (20.438.400). En nú er ég hátekjubísi. Nú verður þetta jafnað. Á níu árum næ ég honum. Níu stutt ár. Þá verðum við 43 ára. Aftur örvænti ég. Eftir 43 ár sigli ég jafnt og þétt fram úr frænda… eins og arðrænandi auðvald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn heyrði ég af ungum strák í fjölskyldunni. Hann var að klára grunnskólann og fékk strax flotta vinnu. Lyftaramaður í fiskiðju. Fær 200 þúsund kall á mánuði. Nú er ég dyggur lesandi Stefáns Ólafssonar og svipaðra stórmenna og hnýt því strax um ójöfnuð þegar ég sé hann. Ég sé langar leiðir að launin mín eru hærri en þessa unga, duglega manns. Slíkur ójöfnuður stingur í augun. Ég var nefnilega að útskrifast sem læknir. Miðað við að farin sé hefðbundin leið að því marki þýðir það fjögur ár í menntaskóla og síðan sex ár í háskóla. Að því loknu er svo kandídatsár, sem er launuð starfsþjálfun á heilbrigðisstofnunum, og síðan starfsþjálfun í 5-10 ár í þeirri grein læknisfræðinnar sem maður hyggst stunda. Sem stendur er ég búinn með stúdentspróf (4 ár), læknadeild (6 ár) og langt kominn með kandídatsárið mitt. Launin mín eru 330.009 krónur á mánuði. Ég er sáttur við það, því að þegar ég lýk þessu öllu, eftir 7-8 ár, hækka þau í 513.856 kr. á mánuði. Það verða laun mín sem sérfræðilæknir eftir alls 16-18 ár af námi á bakinu eftir grunnskólann. Nærtækasta spurningin er auðvitað þessi: Hvað er það sem gerir mig, eftir 8 ár, svona fjandi merkilegan að ég eigi skilið næstum þreföld laun á við frænda?Tvöföld laun Einhverjir gætu reyndar sagt að þetta skipti engu máli, því að frændi borgar minni skatt (29.680 kr.), en ég mun borga 155.106 krónur í skatt, verandi einn af þessum skítugu hátekjumönnum. Ég mun því enda með 358.750 kr. eftir skatt, en hann 170.320 kr. Ég anda vissulega eilítið léttar eftir þessa útreikninga, ég enda með tvöföld laun á við frænda, ekki þreföld. Hjúkk. Hann fær öðru hverju yfirvinnu í fiskiðjunni og svo eru uppgrip þegar þarf að landa úr bátunum, gjarnan seint á kvöldin. Auk þess tekur hann að sér dyravörslu um helgar. Ég tek að mér lækningar á vöktum allan sólarhringinn, um helgar og á stórhátíðum. Báðir hækkum við kaupið töluvert á þessu, en til að einfalda útreikningana skulum við sleppa þeim sálmum – enda hlutfallslega svipaðir. Það sem ég hef fram yfir frænda í launum frá því að ég útskrifast úr læknadeild og þar til ég klára sérnámið dugar ekki fyrir námslánunum mínum. En við skulum í þykjó hafa það þannig. Til að einfalda. Þá skulum við segja að ég byrji á núlli (I wish) eftir sérnámið. Þá hefur frændi verið að þéna sinn 170.320 á mánuði, en ég núll, í 10 ár (menntaskóli+læknadeild), en við verið jafnir síðan ég kláraði læknadeild. Hann hefur því þénað um tuttugu og hálfri milljón meira en ég (20.438.400). En nú er ég hátekjubísi. Nú verður þetta jafnað. Á níu árum næ ég honum. Níu stutt ár. Þá verðum við 43 ára. Aftur örvænti ég. Eftir 43 ár sigli ég jafnt og þétt fram úr frænda… eins og arðrænandi auðvald.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar