Gróf aðför RÚV að íslensku samfélagi Ástþór Magnússon skrifar 4. janúar 2013 08:00 Friður 2000 hefur um árabil vakið athygli á hættum sem að börnum getur steðjað frá ofbeldisefni í fjölmiðlum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi í fjölmiðlum eykur hættu á ofbeldi í samfélaginu. Samkvæmt lögum og reglum um starfsemi RÚV ber ríkisfjölmiðlunum skylda að standa vörð um íslenska tungu og menningu. Lögin eru reglulega brotin af RÚV og mjög gróflega sl. gamlárskvöld með áramótaskaupi sem fór út yfir öll landamæri friðar og velsæmis. Með útsendingunni braut RÚV m.a. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið og 27. gr. fjölmiðlalaga auk fleiri greina almennra hegningarlaga. Í áramótaskaupi RÚV 31. desember var nauðgurum gert hátt undir höfði og þeim kennt að kaupa tjald yfir glæpi sína. Ofbeldi lyft hæðum hærra og áhorfendum kennt að bregðast við þjóðfélagsgagnrýni með hnefaskaki. Beinlínis var sýnt hvernig slá skal niður mann og lagt til að skjóta annan með haglabyssu. Þá var forseti þjóðarinnar sýndur sem ofbeldisseggur og klappað fyrir. Aldraðir og öryrkjar voru svívirtir. Lög og regluverðir lítilsvirtir. Fjöldamorð sýnt sem eðlilegur verknaður í baráttu um peningavöld. Blaðið sem heldur úti sora íslenskrar blaðamennsku og tungu fékk reglubundin auglýsingainnskot.Samfélag ofbeldis Viljum við Íslendingar samfélag ofbeldis þar sem skólabörn eru murkuð niður af fjöldamorðingjum? Þar sem tugir þúsunda manna eru limlestir og drepnir af tilefnislausu á almannafæri á hverju ári? Slíkt samfélag er nú að finna í uppsprettu ofbeldismyndanna, í Bandaríkjunum. Í Chicago jókst ofbeldið um 50% á liðnu ári. Í þessari einu borg voru 532 drepnir og tugir þúsunda sárir þetta árið. Ofbeldið er orðið svo samofið samfélaginu að á síðustu tíu árum hefur helmingi fleira fólk verið drepið í götum Chicago en bandarískir hermenn í Afganistan á sama tíma. Tugir manns eru drepnir í Bandaríkjunum á hverjum einasta degi og þykir varla fréttnæmt lengur. Ekki er liðinn mánuður frá þjóðarsorg vegna fjöldamorðs vestan við okkur, en þar eru að meðaltali um tuttugu fjöldamorð á hverju ári. Austan okkar eru nokkrar vikur síðan hjúkrunarkona framdi sjálfsmorð eftir aðför ósmekklegra fjölmiðlaskrípa. Viljum við stýra íslensku friðarsamfélagi í þessi spor? Friður 2000 hefur fylgst með þessari þróun um árabil. Við framleiddum og afhentum RÚV fyrir mörgum árum íslenskar stuttmyndir gegn ofbeldi og báðum um að þær yrðu sýndar á undan kvikmyndum og þáttum sem innihalda ofbeldi. Eftir nokkrar birtingar tók RÚV þær úr birtingu og í tíð Páls Magnússonar sem útvarpsstjóra virðist fjölmiðillinn ekki sjá sér fært að birta slíkar upplýsingar til verndar íslenskum börnum. Engin slík viðvörun var birt á undan orðljótu, klámfengnu og ofbeldishneigðu áramótaskaupi sem átti ekkert erindi inn á fjölskylduskemmtun. Við höfum hingað til getað skemmt okkur yfir grínþáttum án slíks viðbjóðs sem hér var troðið ofan í þjóðina. Í kjölfar þess sem nú hefur gerst hjá RÚV um þessi áramót er nauðsynlegt að stokka upp hjá ríkisfjölmiðlunum. RÚV hefur algerlega brugðist hlutverki sínu og ýtir nú undir að hér rísi ofbeldisþjóðfélag í stað þess að standa vörð um íslenska friðarmenningu. Núverandi stjórnendur verða að víkja sjálfviljugir eða með valdboði. Hér með er skorað á Fjölmiðlanefnd að taka þetta mál til umfjöllunar. Skorað er á Pál Magnússon og aðra sem hafa komið að birtingu þessa efnis hjá RÚV að taka pokann sinn. Þá er athæfið hér með kært til Lögreglustjórans í Reykjavík sem brot á almennum hegningarlögum m.a. kafla XIII, XVIII, XXII, XXV og vakin athygli á því að við brotunum er fangelsisvist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Friður 2000 hefur um árabil vakið athygli á hættum sem að börnum getur steðjað frá ofbeldisefni í fjölmiðlum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi í fjölmiðlum eykur hættu á ofbeldi í samfélaginu. Samkvæmt lögum og reglum um starfsemi RÚV ber ríkisfjölmiðlunum skylda að standa vörð um íslenska tungu og menningu. Lögin eru reglulega brotin af RÚV og mjög gróflega sl. gamlárskvöld með áramótaskaupi sem fór út yfir öll landamæri friðar og velsæmis. Með útsendingunni braut RÚV m.a. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið og 27. gr. fjölmiðlalaga auk fleiri greina almennra hegningarlaga. Í áramótaskaupi RÚV 31. desember var nauðgurum gert hátt undir höfði og þeim kennt að kaupa tjald yfir glæpi sína. Ofbeldi lyft hæðum hærra og áhorfendum kennt að bregðast við þjóðfélagsgagnrýni með hnefaskaki. Beinlínis var sýnt hvernig slá skal niður mann og lagt til að skjóta annan með haglabyssu. Þá var forseti þjóðarinnar sýndur sem ofbeldisseggur og klappað fyrir. Aldraðir og öryrkjar voru svívirtir. Lög og regluverðir lítilsvirtir. Fjöldamorð sýnt sem eðlilegur verknaður í baráttu um peningavöld. Blaðið sem heldur úti sora íslenskrar blaðamennsku og tungu fékk reglubundin auglýsingainnskot.Samfélag ofbeldis Viljum við Íslendingar samfélag ofbeldis þar sem skólabörn eru murkuð niður af fjöldamorðingjum? Þar sem tugir þúsunda manna eru limlestir og drepnir af tilefnislausu á almannafæri á hverju ári? Slíkt samfélag er nú að finna í uppsprettu ofbeldismyndanna, í Bandaríkjunum. Í Chicago jókst ofbeldið um 50% á liðnu ári. Í þessari einu borg voru 532 drepnir og tugir þúsunda sárir þetta árið. Ofbeldið er orðið svo samofið samfélaginu að á síðustu tíu árum hefur helmingi fleira fólk verið drepið í götum Chicago en bandarískir hermenn í Afganistan á sama tíma. Tugir manns eru drepnir í Bandaríkjunum á hverjum einasta degi og þykir varla fréttnæmt lengur. Ekki er liðinn mánuður frá þjóðarsorg vegna fjöldamorðs vestan við okkur, en þar eru að meðaltali um tuttugu fjöldamorð á hverju ári. Austan okkar eru nokkrar vikur síðan hjúkrunarkona framdi sjálfsmorð eftir aðför ósmekklegra fjölmiðlaskrípa. Viljum við stýra íslensku friðarsamfélagi í þessi spor? Friður 2000 hefur fylgst með þessari þróun um árabil. Við framleiddum og afhentum RÚV fyrir mörgum árum íslenskar stuttmyndir gegn ofbeldi og báðum um að þær yrðu sýndar á undan kvikmyndum og þáttum sem innihalda ofbeldi. Eftir nokkrar birtingar tók RÚV þær úr birtingu og í tíð Páls Magnússonar sem útvarpsstjóra virðist fjölmiðillinn ekki sjá sér fært að birta slíkar upplýsingar til verndar íslenskum börnum. Engin slík viðvörun var birt á undan orðljótu, klámfengnu og ofbeldishneigðu áramótaskaupi sem átti ekkert erindi inn á fjölskylduskemmtun. Við höfum hingað til getað skemmt okkur yfir grínþáttum án slíks viðbjóðs sem hér var troðið ofan í þjóðina. Í kjölfar þess sem nú hefur gerst hjá RÚV um þessi áramót er nauðsynlegt að stokka upp hjá ríkisfjölmiðlunum. RÚV hefur algerlega brugðist hlutverki sínu og ýtir nú undir að hér rísi ofbeldisþjóðfélag í stað þess að standa vörð um íslenska friðarmenningu. Núverandi stjórnendur verða að víkja sjálfviljugir eða með valdboði. Hér með er skorað á Fjölmiðlanefnd að taka þetta mál til umfjöllunar. Skorað er á Pál Magnússon og aðra sem hafa komið að birtingu þessa efnis hjá RÚV að taka pokann sinn. Þá er athæfið hér með kært til Lögreglustjórans í Reykjavík sem brot á almennum hegningarlögum m.a. kafla XIII, XVIII, XXII, XXV og vakin athygli á því að við brotunum er fangelsisvist.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun