Gróf aðför RÚV að íslensku samfélagi Ástþór Magnússon skrifar 4. janúar 2013 08:00 Friður 2000 hefur um árabil vakið athygli á hættum sem að börnum getur steðjað frá ofbeldisefni í fjölmiðlum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi í fjölmiðlum eykur hættu á ofbeldi í samfélaginu. Samkvæmt lögum og reglum um starfsemi RÚV ber ríkisfjölmiðlunum skylda að standa vörð um íslenska tungu og menningu. Lögin eru reglulega brotin af RÚV og mjög gróflega sl. gamlárskvöld með áramótaskaupi sem fór út yfir öll landamæri friðar og velsæmis. Með útsendingunni braut RÚV m.a. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið og 27. gr. fjölmiðlalaga auk fleiri greina almennra hegningarlaga. Í áramótaskaupi RÚV 31. desember var nauðgurum gert hátt undir höfði og þeim kennt að kaupa tjald yfir glæpi sína. Ofbeldi lyft hæðum hærra og áhorfendum kennt að bregðast við þjóðfélagsgagnrýni með hnefaskaki. Beinlínis var sýnt hvernig slá skal niður mann og lagt til að skjóta annan með haglabyssu. Þá var forseti þjóðarinnar sýndur sem ofbeldisseggur og klappað fyrir. Aldraðir og öryrkjar voru svívirtir. Lög og regluverðir lítilsvirtir. Fjöldamorð sýnt sem eðlilegur verknaður í baráttu um peningavöld. Blaðið sem heldur úti sora íslenskrar blaðamennsku og tungu fékk reglubundin auglýsingainnskot.Samfélag ofbeldis Viljum við Íslendingar samfélag ofbeldis þar sem skólabörn eru murkuð niður af fjöldamorðingjum? Þar sem tugir þúsunda manna eru limlestir og drepnir af tilefnislausu á almannafæri á hverju ári? Slíkt samfélag er nú að finna í uppsprettu ofbeldismyndanna, í Bandaríkjunum. Í Chicago jókst ofbeldið um 50% á liðnu ári. Í þessari einu borg voru 532 drepnir og tugir þúsunda sárir þetta árið. Ofbeldið er orðið svo samofið samfélaginu að á síðustu tíu árum hefur helmingi fleira fólk verið drepið í götum Chicago en bandarískir hermenn í Afganistan á sama tíma. Tugir manns eru drepnir í Bandaríkjunum á hverjum einasta degi og þykir varla fréttnæmt lengur. Ekki er liðinn mánuður frá þjóðarsorg vegna fjöldamorðs vestan við okkur, en þar eru að meðaltali um tuttugu fjöldamorð á hverju ári. Austan okkar eru nokkrar vikur síðan hjúkrunarkona framdi sjálfsmorð eftir aðför ósmekklegra fjölmiðlaskrípa. Viljum við stýra íslensku friðarsamfélagi í þessi spor? Friður 2000 hefur fylgst með þessari þróun um árabil. Við framleiddum og afhentum RÚV fyrir mörgum árum íslenskar stuttmyndir gegn ofbeldi og báðum um að þær yrðu sýndar á undan kvikmyndum og þáttum sem innihalda ofbeldi. Eftir nokkrar birtingar tók RÚV þær úr birtingu og í tíð Páls Magnússonar sem útvarpsstjóra virðist fjölmiðillinn ekki sjá sér fært að birta slíkar upplýsingar til verndar íslenskum börnum. Engin slík viðvörun var birt á undan orðljótu, klámfengnu og ofbeldishneigðu áramótaskaupi sem átti ekkert erindi inn á fjölskylduskemmtun. Við höfum hingað til getað skemmt okkur yfir grínþáttum án slíks viðbjóðs sem hér var troðið ofan í þjóðina. Í kjölfar þess sem nú hefur gerst hjá RÚV um þessi áramót er nauðsynlegt að stokka upp hjá ríkisfjölmiðlunum. RÚV hefur algerlega brugðist hlutverki sínu og ýtir nú undir að hér rísi ofbeldisþjóðfélag í stað þess að standa vörð um íslenska friðarmenningu. Núverandi stjórnendur verða að víkja sjálfviljugir eða með valdboði. Hér með er skorað á Fjölmiðlanefnd að taka þetta mál til umfjöllunar. Skorað er á Pál Magnússon og aðra sem hafa komið að birtingu þessa efnis hjá RÚV að taka pokann sinn. Þá er athæfið hér með kært til Lögreglustjórans í Reykjavík sem brot á almennum hegningarlögum m.a. kafla XIII, XVIII, XXII, XXV og vakin athygli á því að við brotunum er fangelsisvist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Friður 2000 hefur um árabil vakið athygli á hættum sem að börnum getur steðjað frá ofbeldisefni í fjölmiðlum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi í fjölmiðlum eykur hættu á ofbeldi í samfélaginu. Samkvæmt lögum og reglum um starfsemi RÚV ber ríkisfjölmiðlunum skylda að standa vörð um íslenska tungu og menningu. Lögin eru reglulega brotin af RÚV og mjög gróflega sl. gamlárskvöld með áramótaskaupi sem fór út yfir öll landamæri friðar og velsæmis. Með útsendingunni braut RÚV m.a. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið og 27. gr. fjölmiðlalaga auk fleiri greina almennra hegningarlaga. Í áramótaskaupi RÚV 31. desember var nauðgurum gert hátt undir höfði og þeim kennt að kaupa tjald yfir glæpi sína. Ofbeldi lyft hæðum hærra og áhorfendum kennt að bregðast við þjóðfélagsgagnrýni með hnefaskaki. Beinlínis var sýnt hvernig slá skal niður mann og lagt til að skjóta annan með haglabyssu. Þá var forseti þjóðarinnar sýndur sem ofbeldisseggur og klappað fyrir. Aldraðir og öryrkjar voru svívirtir. Lög og regluverðir lítilsvirtir. Fjöldamorð sýnt sem eðlilegur verknaður í baráttu um peningavöld. Blaðið sem heldur úti sora íslenskrar blaðamennsku og tungu fékk reglubundin auglýsingainnskot.Samfélag ofbeldis Viljum við Íslendingar samfélag ofbeldis þar sem skólabörn eru murkuð niður af fjöldamorðingjum? Þar sem tugir þúsunda manna eru limlestir og drepnir af tilefnislausu á almannafæri á hverju ári? Slíkt samfélag er nú að finna í uppsprettu ofbeldismyndanna, í Bandaríkjunum. Í Chicago jókst ofbeldið um 50% á liðnu ári. Í þessari einu borg voru 532 drepnir og tugir þúsunda sárir þetta árið. Ofbeldið er orðið svo samofið samfélaginu að á síðustu tíu árum hefur helmingi fleira fólk verið drepið í götum Chicago en bandarískir hermenn í Afganistan á sama tíma. Tugir manns eru drepnir í Bandaríkjunum á hverjum einasta degi og þykir varla fréttnæmt lengur. Ekki er liðinn mánuður frá þjóðarsorg vegna fjöldamorðs vestan við okkur, en þar eru að meðaltali um tuttugu fjöldamorð á hverju ári. Austan okkar eru nokkrar vikur síðan hjúkrunarkona framdi sjálfsmorð eftir aðför ósmekklegra fjölmiðlaskrípa. Viljum við stýra íslensku friðarsamfélagi í þessi spor? Friður 2000 hefur fylgst með þessari þróun um árabil. Við framleiddum og afhentum RÚV fyrir mörgum árum íslenskar stuttmyndir gegn ofbeldi og báðum um að þær yrðu sýndar á undan kvikmyndum og þáttum sem innihalda ofbeldi. Eftir nokkrar birtingar tók RÚV þær úr birtingu og í tíð Páls Magnússonar sem útvarpsstjóra virðist fjölmiðillinn ekki sjá sér fært að birta slíkar upplýsingar til verndar íslenskum börnum. Engin slík viðvörun var birt á undan orðljótu, klámfengnu og ofbeldishneigðu áramótaskaupi sem átti ekkert erindi inn á fjölskylduskemmtun. Við höfum hingað til getað skemmt okkur yfir grínþáttum án slíks viðbjóðs sem hér var troðið ofan í þjóðina. Í kjölfar þess sem nú hefur gerst hjá RÚV um þessi áramót er nauðsynlegt að stokka upp hjá ríkisfjölmiðlunum. RÚV hefur algerlega brugðist hlutverki sínu og ýtir nú undir að hér rísi ofbeldisþjóðfélag í stað þess að standa vörð um íslenska friðarmenningu. Núverandi stjórnendur verða að víkja sjálfviljugir eða með valdboði. Hér með er skorað á Fjölmiðlanefnd að taka þetta mál til umfjöllunar. Skorað er á Pál Magnússon og aðra sem hafa komið að birtingu þessa efnis hjá RÚV að taka pokann sinn. Þá er athæfið hér með kært til Lögreglustjórans í Reykjavík sem brot á almennum hegningarlögum m.a. kafla XIII, XVIII, XXII, XXV og vakin athygli á því að við brotunum er fangelsisvist.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun