Rangur, áfram, ekkert stopp Úrsúla Jünemann skrifar 6. júní 2013 08:49 Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningabaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“. Einhver grínisti tók sig til og fjarlægði einn staf, þannig að eftir stóð: „Rangur áfram, ekkert stopp“. Nú skulum við skoða svona eftir á hvort slagorðið hafði rétt fyrir sér, það upprunalega eða það breytta. Kárahnjúkavirkjunin hafði ekki góð áhrif á þjóðarbúið. Íslendingar munu lengi sleikja sárin eftir þetta ævintýri. Stórskuldug upp fyrir haus, þensluáhrifin gríðarleg, ofurbjartsýni ríkti hjá mönnum sem endaði eins og við vitum með skelfingu og hruni. Nú kemur í ljós að þessi stórvirkjun fullnægir ekki einu sinni þörfum Alcoa á Reyðarfirði eins og stendur. Menn hafa ekki reiknað með sveiflum í veðurfari. Það kemur þeim sem reikna með hagstæðustu útkomu alltaf jafn mikið á óvart. Bjartsýni getur verið góð en fífldirfska er slæm.Gríðarleg hliðaráhrif Öll hliðaráhrifin vegna svona stórrar vatnsaflsvirkjunar eru gríðarleg, og vísindamenn – þó ekki endilega þeir sem voru keyptir af Landsvirkjun – vöruðu til dæmis við eftirfarandi atriðum: a. Þar sem uppistöðulón vatnsvirkjana eru með mjög sveiflukennda vatnsstöðu er mikil hætta á að fíngert set þorni og fjúki með vindinum. Þannig myndast mistur í lofti sem veldur mönnum og dýrum óþægindum. Grófari efnin berast á náliggjandi gróður og valda skemmdum. b. Mikil næringarefni berast undir venjulegum kringumstæðum með jökulám til sjávar. Þetta skapar þau skilyrði að hér í kringum landið eru gjöful fiskimið. Þegar jökulár eru virkjaðar er þetta ekki lengur til staðar þar sem allt setið safnast fyrir í lónunum. c. Lífstíð vatnsaflsvirkjana í jökulám er takmörkuð þar sem lónin fyllast af seti. Eftir mun verða stórt og dautt svæði sem mun valda komandi kynslóðum vandamálum í sambandi við fok á fínu efni sem bæði drepur gróður og valda heilsufarsvandamálum. Við tölum nú ekki um að við viljum áfram selja okkur sem „hreint og fagurt land“ til ferðamanna. d. Jafnvægi á því að árnar beri fram efni í sjó og sjórinn tekur efni aftur raskast. Með því að framburðarefni verður eftir í uppistöðulónunum mun landbrot aukast. e. Fiskur sem gengur upp árnar mun ekki fá þau skilyrði sem hafa verið. Ekki eru jarðvarmavirkjarnir jafn sjálfbærar og menn vilja fullyrða. Lífstíð þeirra er alls ekki ljós og ef gufuaflið verður þurrausið á ákveðnum svæðum dugar orkan alls ekki endalaust eins og menn vilja halda. Óleyst er enn þá hvar affallsvatninu skal koma fyrir og brennisteinsmengun er einnig vandamál sem menn eru að glíma við nema fyrirtækin vilji fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði sem þau eru ekki til í. Rangur, áfram, ekkert stopp!Tímasprengja Hvað kostar hvert starf í álveri? Fyrir hvert þeirra starfa væri hægt að búa til vinnu í „einhverju öðru“, litlum og framsæknum fyrirtækjum sem munu skila til okkar margfalt fleiri og arðvænni störfum til langs tíma litið. Einungis 1% vinnuafls vinnur í stóriðju hér á landi. Þessi þúsund störf sem eiga að verða til við að reisa álver í Helguvík munu einungis verða á þeim tíma sem framkvæmdirnar standa yfir. Þá er ekki einu sinni reiknað með að fjöldi manna muni vera innflutt vinnuafl sem vinnur á skítalaunum – eins og var á Kárahnjúkum. Eftir að framkvæmdum lýkur mun stærsti partur þessara 1.000 manna verða aftur atvinnulaus. Ráðamenn í Reykjanesbæ varpa bara tímasprengju á undan sér. Með fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að setja umhverfisráðuneytið í skúffu undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Það er afleitt að einn ráðherra sinni svo ólíkum málum. Og menn ætla að „endurskoða“ rammaáætlunina, setja fleiri svæði í nytjaflokk og halda þessu vonlausa stóriðjubrölti áfram. Þetta er ekkert nema rányrkja. Álframleiðsla i heiminum fer minnkandi og álverð er í lágmarki. Ætla menn virkilega að vera svo vitlausir að setja áfram öll eggin í sömu körfuna? Og það í gömlu og botnlausu körfuna. Rangur, áfram, ekkert stopp! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningabaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“. Einhver grínisti tók sig til og fjarlægði einn staf, þannig að eftir stóð: „Rangur áfram, ekkert stopp“. Nú skulum við skoða svona eftir á hvort slagorðið hafði rétt fyrir sér, það upprunalega eða það breytta. Kárahnjúkavirkjunin hafði ekki góð áhrif á þjóðarbúið. Íslendingar munu lengi sleikja sárin eftir þetta ævintýri. Stórskuldug upp fyrir haus, þensluáhrifin gríðarleg, ofurbjartsýni ríkti hjá mönnum sem endaði eins og við vitum með skelfingu og hruni. Nú kemur í ljós að þessi stórvirkjun fullnægir ekki einu sinni þörfum Alcoa á Reyðarfirði eins og stendur. Menn hafa ekki reiknað með sveiflum í veðurfari. Það kemur þeim sem reikna með hagstæðustu útkomu alltaf jafn mikið á óvart. Bjartsýni getur verið góð en fífldirfska er slæm.Gríðarleg hliðaráhrif Öll hliðaráhrifin vegna svona stórrar vatnsaflsvirkjunar eru gríðarleg, og vísindamenn – þó ekki endilega þeir sem voru keyptir af Landsvirkjun – vöruðu til dæmis við eftirfarandi atriðum: a. Þar sem uppistöðulón vatnsvirkjana eru með mjög sveiflukennda vatnsstöðu er mikil hætta á að fíngert set þorni og fjúki með vindinum. Þannig myndast mistur í lofti sem veldur mönnum og dýrum óþægindum. Grófari efnin berast á náliggjandi gróður og valda skemmdum. b. Mikil næringarefni berast undir venjulegum kringumstæðum með jökulám til sjávar. Þetta skapar þau skilyrði að hér í kringum landið eru gjöful fiskimið. Þegar jökulár eru virkjaðar er þetta ekki lengur til staðar þar sem allt setið safnast fyrir í lónunum. c. Lífstíð vatnsaflsvirkjana í jökulám er takmörkuð þar sem lónin fyllast af seti. Eftir mun verða stórt og dautt svæði sem mun valda komandi kynslóðum vandamálum í sambandi við fok á fínu efni sem bæði drepur gróður og valda heilsufarsvandamálum. Við tölum nú ekki um að við viljum áfram selja okkur sem „hreint og fagurt land“ til ferðamanna. d. Jafnvægi á því að árnar beri fram efni í sjó og sjórinn tekur efni aftur raskast. Með því að framburðarefni verður eftir í uppistöðulónunum mun landbrot aukast. e. Fiskur sem gengur upp árnar mun ekki fá þau skilyrði sem hafa verið. Ekki eru jarðvarmavirkjarnir jafn sjálfbærar og menn vilja fullyrða. Lífstíð þeirra er alls ekki ljós og ef gufuaflið verður þurrausið á ákveðnum svæðum dugar orkan alls ekki endalaust eins og menn vilja halda. Óleyst er enn þá hvar affallsvatninu skal koma fyrir og brennisteinsmengun er einnig vandamál sem menn eru að glíma við nema fyrirtækin vilji fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði sem þau eru ekki til í. Rangur, áfram, ekkert stopp!Tímasprengja Hvað kostar hvert starf í álveri? Fyrir hvert þeirra starfa væri hægt að búa til vinnu í „einhverju öðru“, litlum og framsæknum fyrirtækjum sem munu skila til okkar margfalt fleiri og arðvænni störfum til langs tíma litið. Einungis 1% vinnuafls vinnur í stóriðju hér á landi. Þessi þúsund störf sem eiga að verða til við að reisa álver í Helguvík munu einungis verða á þeim tíma sem framkvæmdirnar standa yfir. Þá er ekki einu sinni reiknað með að fjöldi manna muni vera innflutt vinnuafl sem vinnur á skítalaunum – eins og var á Kárahnjúkum. Eftir að framkvæmdum lýkur mun stærsti partur þessara 1.000 manna verða aftur atvinnulaus. Ráðamenn í Reykjanesbæ varpa bara tímasprengju á undan sér. Með fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að setja umhverfisráðuneytið í skúffu undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Það er afleitt að einn ráðherra sinni svo ólíkum málum. Og menn ætla að „endurskoða“ rammaáætlunina, setja fleiri svæði í nytjaflokk og halda þessu vonlausa stóriðjubrölti áfram. Þetta er ekkert nema rányrkja. Álframleiðsla i heiminum fer minnkandi og álverð er í lágmarki. Ætla menn virkilega að vera svo vitlausir að setja áfram öll eggin í sömu körfuna? Og það í gömlu og botnlausu körfuna. Rangur, áfram, ekkert stopp!
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar