Rangur, áfram, ekkert stopp Úrsúla Jünemann skrifar 6. júní 2013 08:49 Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningabaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“. Einhver grínisti tók sig til og fjarlægði einn staf, þannig að eftir stóð: „Rangur áfram, ekkert stopp“. Nú skulum við skoða svona eftir á hvort slagorðið hafði rétt fyrir sér, það upprunalega eða það breytta. Kárahnjúkavirkjunin hafði ekki góð áhrif á þjóðarbúið. Íslendingar munu lengi sleikja sárin eftir þetta ævintýri. Stórskuldug upp fyrir haus, þensluáhrifin gríðarleg, ofurbjartsýni ríkti hjá mönnum sem endaði eins og við vitum með skelfingu og hruni. Nú kemur í ljós að þessi stórvirkjun fullnægir ekki einu sinni þörfum Alcoa á Reyðarfirði eins og stendur. Menn hafa ekki reiknað með sveiflum í veðurfari. Það kemur þeim sem reikna með hagstæðustu útkomu alltaf jafn mikið á óvart. Bjartsýni getur verið góð en fífldirfska er slæm.Gríðarleg hliðaráhrif Öll hliðaráhrifin vegna svona stórrar vatnsaflsvirkjunar eru gríðarleg, og vísindamenn – þó ekki endilega þeir sem voru keyptir af Landsvirkjun – vöruðu til dæmis við eftirfarandi atriðum: a. Þar sem uppistöðulón vatnsvirkjana eru með mjög sveiflukennda vatnsstöðu er mikil hætta á að fíngert set þorni og fjúki með vindinum. Þannig myndast mistur í lofti sem veldur mönnum og dýrum óþægindum. Grófari efnin berast á náliggjandi gróður og valda skemmdum. b. Mikil næringarefni berast undir venjulegum kringumstæðum með jökulám til sjávar. Þetta skapar þau skilyrði að hér í kringum landið eru gjöful fiskimið. Þegar jökulár eru virkjaðar er þetta ekki lengur til staðar þar sem allt setið safnast fyrir í lónunum. c. Lífstíð vatnsaflsvirkjana í jökulám er takmörkuð þar sem lónin fyllast af seti. Eftir mun verða stórt og dautt svæði sem mun valda komandi kynslóðum vandamálum í sambandi við fok á fínu efni sem bæði drepur gróður og valda heilsufarsvandamálum. Við tölum nú ekki um að við viljum áfram selja okkur sem „hreint og fagurt land“ til ferðamanna. d. Jafnvægi á því að árnar beri fram efni í sjó og sjórinn tekur efni aftur raskast. Með því að framburðarefni verður eftir í uppistöðulónunum mun landbrot aukast. e. Fiskur sem gengur upp árnar mun ekki fá þau skilyrði sem hafa verið. Ekki eru jarðvarmavirkjarnir jafn sjálfbærar og menn vilja fullyrða. Lífstíð þeirra er alls ekki ljós og ef gufuaflið verður þurrausið á ákveðnum svæðum dugar orkan alls ekki endalaust eins og menn vilja halda. Óleyst er enn þá hvar affallsvatninu skal koma fyrir og brennisteinsmengun er einnig vandamál sem menn eru að glíma við nema fyrirtækin vilji fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði sem þau eru ekki til í. Rangur, áfram, ekkert stopp!Tímasprengja Hvað kostar hvert starf í álveri? Fyrir hvert þeirra starfa væri hægt að búa til vinnu í „einhverju öðru“, litlum og framsæknum fyrirtækjum sem munu skila til okkar margfalt fleiri og arðvænni störfum til langs tíma litið. Einungis 1% vinnuafls vinnur í stóriðju hér á landi. Þessi þúsund störf sem eiga að verða til við að reisa álver í Helguvík munu einungis verða á þeim tíma sem framkvæmdirnar standa yfir. Þá er ekki einu sinni reiknað með að fjöldi manna muni vera innflutt vinnuafl sem vinnur á skítalaunum – eins og var á Kárahnjúkum. Eftir að framkvæmdum lýkur mun stærsti partur þessara 1.000 manna verða aftur atvinnulaus. Ráðamenn í Reykjanesbæ varpa bara tímasprengju á undan sér. Með fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að setja umhverfisráðuneytið í skúffu undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Það er afleitt að einn ráðherra sinni svo ólíkum málum. Og menn ætla að „endurskoða“ rammaáætlunina, setja fleiri svæði í nytjaflokk og halda þessu vonlausa stóriðjubrölti áfram. Þetta er ekkert nema rányrkja. Álframleiðsla i heiminum fer minnkandi og álverð er í lágmarki. Ætla menn virkilega að vera svo vitlausir að setja áfram öll eggin í sömu körfuna? Og það í gömlu og botnlausu körfuna. Rangur, áfram, ekkert stopp! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningabaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“. Einhver grínisti tók sig til og fjarlægði einn staf, þannig að eftir stóð: „Rangur áfram, ekkert stopp“. Nú skulum við skoða svona eftir á hvort slagorðið hafði rétt fyrir sér, það upprunalega eða það breytta. Kárahnjúkavirkjunin hafði ekki góð áhrif á þjóðarbúið. Íslendingar munu lengi sleikja sárin eftir þetta ævintýri. Stórskuldug upp fyrir haus, þensluáhrifin gríðarleg, ofurbjartsýni ríkti hjá mönnum sem endaði eins og við vitum með skelfingu og hruni. Nú kemur í ljós að þessi stórvirkjun fullnægir ekki einu sinni þörfum Alcoa á Reyðarfirði eins og stendur. Menn hafa ekki reiknað með sveiflum í veðurfari. Það kemur þeim sem reikna með hagstæðustu útkomu alltaf jafn mikið á óvart. Bjartsýni getur verið góð en fífldirfska er slæm.Gríðarleg hliðaráhrif Öll hliðaráhrifin vegna svona stórrar vatnsaflsvirkjunar eru gríðarleg, og vísindamenn – þó ekki endilega þeir sem voru keyptir af Landsvirkjun – vöruðu til dæmis við eftirfarandi atriðum: a. Þar sem uppistöðulón vatnsvirkjana eru með mjög sveiflukennda vatnsstöðu er mikil hætta á að fíngert set þorni og fjúki með vindinum. Þannig myndast mistur í lofti sem veldur mönnum og dýrum óþægindum. Grófari efnin berast á náliggjandi gróður og valda skemmdum. b. Mikil næringarefni berast undir venjulegum kringumstæðum með jökulám til sjávar. Þetta skapar þau skilyrði að hér í kringum landið eru gjöful fiskimið. Þegar jökulár eru virkjaðar er þetta ekki lengur til staðar þar sem allt setið safnast fyrir í lónunum. c. Lífstíð vatnsaflsvirkjana í jökulám er takmörkuð þar sem lónin fyllast af seti. Eftir mun verða stórt og dautt svæði sem mun valda komandi kynslóðum vandamálum í sambandi við fok á fínu efni sem bæði drepur gróður og valda heilsufarsvandamálum. Við tölum nú ekki um að við viljum áfram selja okkur sem „hreint og fagurt land“ til ferðamanna. d. Jafnvægi á því að árnar beri fram efni í sjó og sjórinn tekur efni aftur raskast. Með því að framburðarefni verður eftir í uppistöðulónunum mun landbrot aukast. e. Fiskur sem gengur upp árnar mun ekki fá þau skilyrði sem hafa verið. Ekki eru jarðvarmavirkjarnir jafn sjálfbærar og menn vilja fullyrða. Lífstíð þeirra er alls ekki ljós og ef gufuaflið verður þurrausið á ákveðnum svæðum dugar orkan alls ekki endalaust eins og menn vilja halda. Óleyst er enn þá hvar affallsvatninu skal koma fyrir og brennisteinsmengun er einnig vandamál sem menn eru að glíma við nema fyrirtækin vilji fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði sem þau eru ekki til í. Rangur, áfram, ekkert stopp!Tímasprengja Hvað kostar hvert starf í álveri? Fyrir hvert þeirra starfa væri hægt að búa til vinnu í „einhverju öðru“, litlum og framsæknum fyrirtækjum sem munu skila til okkar margfalt fleiri og arðvænni störfum til langs tíma litið. Einungis 1% vinnuafls vinnur í stóriðju hér á landi. Þessi þúsund störf sem eiga að verða til við að reisa álver í Helguvík munu einungis verða á þeim tíma sem framkvæmdirnar standa yfir. Þá er ekki einu sinni reiknað með að fjöldi manna muni vera innflutt vinnuafl sem vinnur á skítalaunum – eins og var á Kárahnjúkum. Eftir að framkvæmdum lýkur mun stærsti partur þessara 1.000 manna verða aftur atvinnulaus. Ráðamenn í Reykjanesbæ varpa bara tímasprengju á undan sér. Með fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að setja umhverfisráðuneytið í skúffu undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Það er afleitt að einn ráðherra sinni svo ólíkum málum. Og menn ætla að „endurskoða“ rammaáætlunina, setja fleiri svæði í nytjaflokk og halda þessu vonlausa stóriðjubrölti áfram. Þetta er ekkert nema rányrkja. Álframleiðsla i heiminum fer minnkandi og álverð er í lágmarki. Ætla menn virkilega að vera svo vitlausir að setja áfram öll eggin í sömu körfuna? Og það í gömlu og botnlausu körfuna. Rangur, áfram, ekkert stopp!
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun