Rangur, áfram, ekkert stopp Úrsúla Jünemann skrifar 6. júní 2013 08:49 Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningabaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“. Einhver grínisti tók sig til og fjarlægði einn staf, þannig að eftir stóð: „Rangur áfram, ekkert stopp“. Nú skulum við skoða svona eftir á hvort slagorðið hafði rétt fyrir sér, það upprunalega eða það breytta. Kárahnjúkavirkjunin hafði ekki góð áhrif á þjóðarbúið. Íslendingar munu lengi sleikja sárin eftir þetta ævintýri. Stórskuldug upp fyrir haus, þensluáhrifin gríðarleg, ofurbjartsýni ríkti hjá mönnum sem endaði eins og við vitum með skelfingu og hruni. Nú kemur í ljós að þessi stórvirkjun fullnægir ekki einu sinni þörfum Alcoa á Reyðarfirði eins og stendur. Menn hafa ekki reiknað með sveiflum í veðurfari. Það kemur þeim sem reikna með hagstæðustu útkomu alltaf jafn mikið á óvart. Bjartsýni getur verið góð en fífldirfska er slæm.Gríðarleg hliðaráhrif Öll hliðaráhrifin vegna svona stórrar vatnsaflsvirkjunar eru gríðarleg, og vísindamenn – þó ekki endilega þeir sem voru keyptir af Landsvirkjun – vöruðu til dæmis við eftirfarandi atriðum: a. Þar sem uppistöðulón vatnsvirkjana eru með mjög sveiflukennda vatnsstöðu er mikil hætta á að fíngert set þorni og fjúki með vindinum. Þannig myndast mistur í lofti sem veldur mönnum og dýrum óþægindum. Grófari efnin berast á náliggjandi gróður og valda skemmdum. b. Mikil næringarefni berast undir venjulegum kringumstæðum með jökulám til sjávar. Þetta skapar þau skilyrði að hér í kringum landið eru gjöful fiskimið. Þegar jökulár eru virkjaðar er þetta ekki lengur til staðar þar sem allt setið safnast fyrir í lónunum. c. Lífstíð vatnsaflsvirkjana í jökulám er takmörkuð þar sem lónin fyllast af seti. Eftir mun verða stórt og dautt svæði sem mun valda komandi kynslóðum vandamálum í sambandi við fok á fínu efni sem bæði drepur gróður og valda heilsufarsvandamálum. Við tölum nú ekki um að við viljum áfram selja okkur sem „hreint og fagurt land“ til ferðamanna. d. Jafnvægi á því að árnar beri fram efni í sjó og sjórinn tekur efni aftur raskast. Með því að framburðarefni verður eftir í uppistöðulónunum mun landbrot aukast. e. Fiskur sem gengur upp árnar mun ekki fá þau skilyrði sem hafa verið. Ekki eru jarðvarmavirkjarnir jafn sjálfbærar og menn vilja fullyrða. Lífstíð þeirra er alls ekki ljós og ef gufuaflið verður þurrausið á ákveðnum svæðum dugar orkan alls ekki endalaust eins og menn vilja halda. Óleyst er enn þá hvar affallsvatninu skal koma fyrir og brennisteinsmengun er einnig vandamál sem menn eru að glíma við nema fyrirtækin vilji fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði sem þau eru ekki til í. Rangur, áfram, ekkert stopp!Tímasprengja Hvað kostar hvert starf í álveri? Fyrir hvert þeirra starfa væri hægt að búa til vinnu í „einhverju öðru“, litlum og framsæknum fyrirtækjum sem munu skila til okkar margfalt fleiri og arðvænni störfum til langs tíma litið. Einungis 1% vinnuafls vinnur í stóriðju hér á landi. Þessi þúsund störf sem eiga að verða til við að reisa álver í Helguvík munu einungis verða á þeim tíma sem framkvæmdirnar standa yfir. Þá er ekki einu sinni reiknað með að fjöldi manna muni vera innflutt vinnuafl sem vinnur á skítalaunum – eins og var á Kárahnjúkum. Eftir að framkvæmdum lýkur mun stærsti partur þessara 1.000 manna verða aftur atvinnulaus. Ráðamenn í Reykjanesbæ varpa bara tímasprengju á undan sér. Með fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að setja umhverfisráðuneytið í skúffu undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Það er afleitt að einn ráðherra sinni svo ólíkum málum. Og menn ætla að „endurskoða“ rammaáætlunina, setja fleiri svæði í nytjaflokk og halda þessu vonlausa stóriðjubrölti áfram. Þetta er ekkert nema rányrkja. Álframleiðsla i heiminum fer minnkandi og álverð er í lágmarki. Ætla menn virkilega að vera svo vitlausir að setja áfram öll eggin í sömu körfuna? Og það í gömlu og botnlausu körfuna. Rangur, áfram, ekkert stopp! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningabaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“. Einhver grínisti tók sig til og fjarlægði einn staf, þannig að eftir stóð: „Rangur áfram, ekkert stopp“. Nú skulum við skoða svona eftir á hvort slagorðið hafði rétt fyrir sér, það upprunalega eða það breytta. Kárahnjúkavirkjunin hafði ekki góð áhrif á þjóðarbúið. Íslendingar munu lengi sleikja sárin eftir þetta ævintýri. Stórskuldug upp fyrir haus, þensluáhrifin gríðarleg, ofurbjartsýni ríkti hjá mönnum sem endaði eins og við vitum með skelfingu og hruni. Nú kemur í ljós að þessi stórvirkjun fullnægir ekki einu sinni þörfum Alcoa á Reyðarfirði eins og stendur. Menn hafa ekki reiknað með sveiflum í veðurfari. Það kemur þeim sem reikna með hagstæðustu útkomu alltaf jafn mikið á óvart. Bjartsýni getur verið góð en fífldirfska er slæm.Gríðarleg hliðaráhrif Öll hliðaráhrifin vegna svona stórrar vatnsaflsvirkjunar eru gríðarleg, og vísindamenn – þó ekki endilega þeir sem voru keyptir af Landsvirkjun – vöruðu til dæmis við eftirfarandi atriðum: a. Þar sem uppistöðulón vatnsvirkjana eru með mjög sveiflukennda vatnsstöðu er mikil hætta á að fíngert set þorni og fjúki með vindinum. Þannig myndast mistur í lofti sem veldur mönnum og dýrum óþægindum. Grófari efnin berast á náliggjandi gróður og valda skemmdum. b. Mikil næringarefni berast undir venjulegum kringumstæðum með jökulám til sjávar. Þetta skapar þau skilyrði að hér í kringum landið eru gjöful fiskimið. Þegar jökulár eru virkjaðar er þetta ekki lengur til staðar þar sem allt setið safnast fyrir í lónunum. c. Lífstíð vatnsaflsvirkjana í jökulám er takmörkuð þar sem lónin fyllast af seti. Eftir mun verða stórt og dautt svæði sem mun valda komandi kynslóðum vandamálum í sambandi við fok á fínu efni sem bæði drepur gróður og valda heilsufarsvandamálum. Við tölum nú ekki um að við viljum áfram selja okkur sem „hreint og fagurt land“ til ferðamanna. d. Jafnvægi á því að árnar beri fram efni í sjó og sjórinn tekur efni aftur raskast. Með því að framburðarefni verður eftir í uppistöðulónunum mun landbrot aukast. e. Fiskur sem gengur upp árnar mun ekki fá þau skilyrði sem hafa verið. Ekki eru jarðvarmavirkjarnir jafn sjálfbærar og menn vilja fullyrða. Lífstíð þeirra er alls ekki ljós og ef gufuaflið verður þurrausið á ákveðnum svæðum dugar orkan alls ekki endalaust eins og menn vilja halda. Óleyst er enn þá hvar affallsvatninu skal koma fyrir og brennisteinsmengun er einnig vandamál sem menn eru að glíma við nema fyrirtækin vilji fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði sem þau eru ekki til í. Rangur, áfram, ekkert stopp!Tímasprengja Hvað kostar hvert starf í álveri? Fyrir hvert þeirra starfa væri hægt að búa til vinnu í „einhverju öðru“, litlum og framsæknum fyrirtækjum sem munu skila til okkar margfalt fleiri og arðvænni störfum til langs tíma litið. Einungis 1% vinnuafls vinnur í stóriðju hér á landi. Þessi þúsund störf sem eiga að verða til við að reisa álver í Helguvík munu einungis verða á þeim tíma sem framkvæmdirnar standa yfir. Þá er ekki einu sinni reiknað með að fjöldi manna muni vera innflutt vinnuafl sem vinnur á skítalaunum – eins og var á Kárahnjúkum. Eftir að framkvæmdum lýkur mun stærsti partur þessara 1.000 manna verða aftur atvinnulaus. Ráðamenn í Reykjanesbæ varpa bara tímasprengju á undan sér. Með fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að setja umhverfisráðuneytið í skúffu undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Það er afleitt að einn ráðherra sinni svo ólíkum málum. Og menn ætla að „endurskoða“ rammaáætlunina, setja fleiri svæði í nytjaflokk og halda þessu vonlausa stóriðjubrölti áfram. Þetta er ekkert nema rányrkja. Álframleiðsla i heiminum fer minnkandi og álverð er í lágmarki. Ætla menn virkilega að vera svo vitlausir að setja áfram öll eggin í sömu körfuna? Og það í gömlu og botnlausu körfuna. Rangur, áfram, ekkert stopp!
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun