Enn af skipulagsmálum á Kársnesi Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 10. október 2013 06:00 Að undanförnu hefur lítið verið fjallað um þær umsvifamiklu framkvæmdir sem standa yfir á Kársnesinu. Eftir hrun hljóðnuðu stórvirkar vinnuvélar sem keyrðu landfyllingarefni út á Kársnestá. Nú er allt komið á fullt aftur og unnið sleitulaust að því að undirbúa byggingarframkvæmdir á landfyllingu yst á nesinu. Frestur til að skila inn athugasemdum varðandi Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 rann út 20. september síðastliðinn. Samtökin Betri byggð á Kársnesi (BBK) gera nú sem fyrr alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á Kársnesi. Í drögum að nýju Aðalskipulagi er ekki minnst á hvernig bregðast skuli við aukinni umferð sem fylgir fjölgun íbúa upp á nokkur þúsund. Umferðarþungi er nú sem fyrr umtalsverður við Kársnesbrautina. Íbúi við brautina fékk engin viðbrögð þegar hann fór þess á leit við bæjaryfirvöld að hann fengi niðurgreitt hljóðeinangrandi gler til að dempa umferðarhávaða í íbúð sinni. Annar íbúi við sömu götu hefur fjárfest í hljóðeinangrandi gleri fyrir hundruð þúsunda svo fjölskyldumeðlimir geti sofið vegna umferðarhávaða. Fyrir nokkrum misserum sá undirrituð auglýsta fasteign við Kársnesbraut og var tekið fram að hún væri við „rólegri“ enda brautarinnar. Þetta segir allt sem segja þarf um umferðina. Tvær stofnbrautir liggja um Kársnesið; Kársnesbraut og Borgarholtsbraut. Á þeirri síðarnefndu er búið að setja upp hraðahindranir en engar slíkar eru við Kársnesbraut.Illa ígrunduð Síðasta hljóðmæling sem gerð var við Kársnesbraut 51a, sem er á horni Kársnesbrautar og Urðarbrautar, var gerð árið 1994, eða fyrir nítján árum! Þá mældist umferðarhávaði utanhúss 61,6 desibel sem er rétt innan viðmiðunarmarka. Það þarf enga útreikninga til að sjá og heyra að umferðarþungi hefur aukist töluvert síðan þessar mælingar voru gerðar. Samkvæmt aðalskipulagsdrögum er gert ráð fyrir 1.039 íbúða fjölgun á Kársnesinu. Aðeins er gert ráð fyrir 2,2 íbúum í hverri íbúð en sú tala þykir samtökum BBK illa ígrunduð. Meðalfjöldi í hverri íbúð á Kársnesinu nú er 2,74 íbúar. Sé gert ráð fyrir að svipuð íbúatala verði í þeim íbúðum sem rísa munu samkvæmt skipulagsdrögum mun íbúum á Kársnesi fjölga úr 4.420 í um 7.000 íbúa! Samkvæmt drögum að Aðalskipulagi fyrir 2012-2024 er einnig gert ráð fyrir að verndun verði fjarlægð að hluta við strönd Kársness, bæði að norðan- og sunnanverðu. Þessi ákvörðun er tekin þrátt fyrir að á hverfafundi árið 2009 hafi íbúar valið ströndina sem einn af sínum uppáhaldsstöðum á Kársnesinu. Er það svona bær sem við viljum búa í? Bær þar sem farið er á svig við vilja íbúa og íbúasamtaka? Bær þar sem ekki er hugað að ónæði eða hættum vegna aukinnar umferðar? Né heldur að aukinni grunnþjónustu og almennum hag núverandi íbúa áður en uppbygging er hafin? Það er von mín, og okkar í samtökum BBK, að skipulagsyfirvöld Kópavogsbæjar taki fullt tillit til þeirra athugasemda sem samtök BBK sendu inn og að sú uppbygging sem fyrirhuguð er á Kársnesinu verði gerð í sátt og samlyndi við núverandi íbúa sem og náttúru svæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítið verið fjallað um þær umsvifamiklu framkvæmdir sem standa yfir á Kársnesinu. Eftir hrun hljóðnuðu stórvirkar vinnuvélar sem keyrðu landfyllingarefni út á Kársnestá. Nú er allt komið á fullt aftur og unnið sleitulaust að því að undirbúa byggingarframkvæmdir á landfyllingu yst á nesinu. Frestur til að skila inn athugasemdum varðandi Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 rann út 20. september síðastliðinn. Samtökin Betri byggð á Kársnesi (BBK) gera nú sem fyrr alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á Kársnesi. Í drögum að nýju Aðalskipulagi er ekki minnst á hvernig bregðast skuli við aukinni umferð sem fylgir fjölgun íbúa upp á nokkur þúsund. Umferðarþungi er nú sem fyrr umtalsverður við Kársnesbrautina. Íbúi við brautina fékk engin viðbrögð þegar hann fór þess á leit við bæjaryfirvöld að hann fengi niðurgreitt hljóðeinangrandi gler til að dempa umferðarhávaða í íbúð sinni. Annar íbúi við sömu götu hefur fjárfest í hljóðeinangrandi gleri fyrir hundruð þúsunda svo fjölskyldumeðlimir geti sofið vegna umferðarhávaða. Fyrir nokkrum misserum sá undirrituð auglýsta fasteign við Kársnesbraut og var tekið fram að hún væri við „rólegri“ enda brautarinnar. Þetta segir allt sem segja þarf um umferðina. Tvær stofnbrautir liggja um Kársnesið; Kársnesbraut og Borgarholtsbraut. Á þeirri síðarnefndu er búið að setja upp hraðahindranir en engar slíkar eru við Kársnesbraut.Illa ígrunduð Síðasta hljóðmæling sem gerð var við Kársnesbraut 51a, sem er á horni Kársnesbrautar og Urðarbrautar, var gerð árið 1994, eða fyrir nítján árum! Þá mældist umferðarhávaði utanhúss 61,6 desibel sem er rétt innan viðmiðunarmarka. Það þarf enga útreikninga til að sjá og heyra að umferðarþungi hefur aukist töluvert síðan þessar mælingar voru gerðar. Samkvæmt aðalskipulagsdrögum er gert ráð fyrir 1.039 íbúða fjölgun á Kársnesinu. Aðeins er gert ráð fyrir 2,2 íbúum í hverri íbúð en sú tala þykir samtökum BBK illa ígrunduð. Meðalfjöldi í hverri íbúð á Kársnesinu nú er 2,74 íbúar. Sé gert ráð fyrir að svipuð íbúatala verði í þeim íbúðum sem rísa munu samkvæmt skipulagsdrögum mun íbúum á Kársnesi fjölga úr 4.420 í um 7.000 íbúa! Samkvæmt drögum að Aðalskipulagi fyrir 2012-2024 er einnig gert ráð fyrir að verndun verði fjarlægð að hluta við strönd Kársness, bæði að norðan- og sunnanverðu. Þessi ákvörðun er tekin þrátt fyrir að á hverfafundi árið 2009 hafi íbúar valið ströndina sem einn af sínum uppáhaldsstöðum á Kársnesinu. Er það svona bær sem við viljum búa í? Bær þar sem farið er á svig við vilja íbúa og íbúasamtaka? Bær þar sem ekki er hugað að ónæði eða hættum vegna aukinnar umferðar? Né heldur að aukinni grunnþjónustu og almennum hag núverandi íbúa áður en uppbygging er hafin? Það er von mín, og okkar í samtökum BBK, að skipulagsyfirvöld Kópavogsbæjar taki fullt tillit til þeirra athugasemda sem samtök BBK sendu inn og að sú uppbygging sem fyrirhuguð er á Kársnesinu verði gerð í sátt og samlyndi við núverandi íbúa sem og náttúru svæðisins.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun