Náttúruverndarfrumvarpið og ríkisfjármálin Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 10. október 2013 06:00 Nýverið kynnti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um þróun starfa ríkisstarfsmanna frá árinu 2007. Niðurstaðan er að þeim hefur fjölgað frá árinu 2007 um 200. Á sama tíma hefur ársverkum á almennum vinnumarkaði fækkað um 18 þúsund. Í skýrslunni segir: „Á heildina litið er því ljóst að niðurskurðurinn hefur frekar bitnað á öðrum þáttum en fjölda starfsmanna. Niðurskurðurinn hefur til dæmis komið fram í lækkun launa og skertri þjónustu. Niðurskurðurinn er því alls ekki mikill á heildina litið. Raunar væri nær að segja að tekist hafi að halda aftur af þenslu í rekstri ríkisins á þessum árum en að reksturinn hafi verið skorinn niður. Hjá einstökum stofnunum getur samdrátturinn þó verið umtalsverður. Mestur niðurskurður í ársverkum hefur verið hjá stofnunum á vegum velferðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Aftur á móti hefur starfsmönnum fjölgað mest í stofnunum menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Í krónum talið var mest skorið niður hjá stofnunum sem heyra undir innanríkisráðuneytið, en sá liður sem mest óx voru vaxtagjöld ríkissjóðs.“ Í skýrslunni kemur enn fremur fram; „Ef ríkisstofnanir eru skoðaðar hver fyrir sig má sjá að ársverkum fækkar mest hjá Landspítalanum og næstmest hjá Tryggingarstofnun. Þær fimm stofnanir sem mest fækkun hefur orðið á ársverkum eru á höfuðborgarsvæðinu, en á stofnunum á landsbyggðinni fækkaði starfsmönnum mest á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við höfum séð að mikill niðurskurður hefur orðið í heilbrigðiskerfinu.“Forgangsröðun velferðarstjórnar Það vekur athygli að t.d. starfsmönnum í stofnunum sem heyra undir umhverfisráðuneytið fjölgar um annað hundrað á sama tíma og ársverkum á Landspítalanum fækkar um 350. Lögreglumönnum fækkar líka um 90 á þessu tímabili. Því miður dugar ekki að senda á sjúklinga sem ekki fá aðhlynningu hjá spítölum landsins til undirstofnana umhverfisráðuneytisins. En hvernig má þetta vera? Af hverju var forgangsraðað með þessum hætti? Lítið dæmi eru Náttúruverndarlögin sem voru samþykkt eftir miklar deilur á síðasta þingi. Þau lög voru keyrð af offorsi í gegnum þingið þrátt fyrir mikil mótmæli. Í kostnaðarumsögn með frumvarpinu kom fram að kostnaður myndi aukast um meira en 100 milljónir á ári fyrir ríkissjóð! Ekki var gert ráð fyrir þessum auknu útgjöldum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 né í langtímaáætlun um ríkisfjármálin. Það þarf ekki að taka það fram að ríkissjóður hefur ekki efni á þessu. Þessi útgjöld, ef þau verða að veruleika, verða tekin að láni. Starfsmönnum undirstofnana umhverfisráðuneytisins mun fjölga enn frekar og vaxtakostnaður ríkissjóðs eykst með tilheyrandi skerðingum á grunnþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Nýverið kynnti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrslu um þróun starfa ríkisstarfsmanna frá árinu 2007. Niðurstaðan er að þeim hefur fjölgað frá árinu 2007 um 200. Á sama tíma hefur ársverkum á almennum vinnumarkaði fækkað um 18 þúsund. Í skýrslunni segir: „Á heildina litið er því ljóst að niðurskurðurinn hefur frekar bitnað á öðrum þáttum en fjölda starfsmanna. Niðurskurðurinn hefur til dæmis komið fram í lækkun launa og skertri þjónustu. Niðurskurðurinn er því alls ekki mikill á heildina litið. Raunar væri nær að segja að tekist hafi að halda aftur af þenslu í rekstri ríkisins á þessum árum en að reksturinn hafi verið skorinn niður. Hjá einstökum stofnunum getur samdrátturinn þó verið umtalsverður. Mestur niðurskurður í ársverkum hefur verið hjá stofnunum á vegum velferðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Aftur á móti hefur starfsmönnum fjölgað mest í stofnunum menntamálaráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Í krónum talið var mest skorið niður hjá stofnunum sem heyra undir innanríkisráðuneytið, en sá liður sem mest óx voru vaxtagjöld ríkissjóðs.“ Í skýrslunni kemur enn fremur fram; „Ef ríkisstofnanir eru skoðaðar hver fyrir sig má sjá að ársverkum fækkar mest hjá Landspítalanum og næstmest hjá Tryggingarstofnun. Þær fimm stofnanir sem mest fækkun hefur orðið á ársverkum eru á höfuðborgarsvæðinu, en á stofnunum á landsbyggðinni fækkaði starfsmönnum mest á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við höfum séð að mikill niðurskurður hefur orðið í heilbrigðiskerfinu.“Forgangsröðun velferðarstjórnar Það vekur athygli að t.d. starfsmönnum í stofnunum sem heyra undir umhverfisráðuneytið fjölgar um annað hundrað á sama tíma og ársverkum á Landspítalanum fækkar um 350. Lögreglumönnum fækkar líka um 90 á þessu tímabili. Því miður dugar ekki að senda á sjúklinga sem ekki fá aðhlynningu hjá spítölum landsins til undirstofnana umhverfisráðuneytisins. En hvernig má þetta vera? Af hverju var forgangsraðað með þessum hætti? Lítið dæmi eru Náttúruverndarlögin sem voru samþykkt eftir miklar deilur á síðasta þingi. Þau lög voru keyrð af offorsi í gegnum þingið þrátt fyrir mikil mótmæli. Í kostnaðarumsögn með frumvarpinu kom fram að kostnaður myndi aukast um meira en 100 milljónir á ári fyrir ríkissjóð! Ekki var gert ráð fyrir þessum auknu útgjöldum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 né í langtímaáætlun um ríkisfjármálin. Það þarf ekki að taka það fram að ríkissjóður hefur ekki efni á þessu. Þessi útgjöld, ef þau verða að veruleika, verða tekin að láni. Starfsmönnum undirstofnana umhverfisráðuneytisins mun fjölga enn frekar og vaxtakostnaður ríkissjóðs eykst með tilheyrandi skerðingum á grunnþjónustu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar