Innlent

Forsætisráðherra ýtti á sprengjuhnappinn

Ingveldur Geirsdóttir skrifar
Vinna við Vaðlaheiðargöng.
Vinna við Vaðlaheiðargöng.
Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust formlega í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sprengdi fyrir göngunum. Hann segir göngin muni hafa ýmis jákvæð áhrif í för með sér.

Fjöldi boðsgesta var viðstaddur athöfnina en það var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis sem fékk heiðurinn af því að ýta á sprengjuhnappinn.  

„Þetta var mjög skemmtilegt og ég hefði helst viljað sprengja meira strax. Vonandi fara fleiri slíkar framkvæmdir af stað áður en langt um líður sem gefur mér eða öðrum tækifæri til að sprengja meira," sagði Sigmundur Davíð kankvís í lok sprengingarinnar.

Göngin verða sjö og hálfs kílómetra löng og er heildarkostnaður við gerð þeirra áætlaður tæpir tólf milljarðar króna. Forsætisráðherra segir göngin færa Eyfirðinga og Þingeyinga nær hverjum öðrum og verða til mikilla bóta.

„Ég sé það fyrr mér að þetta verði eitt atvinnusvæði, eitt menntunarsvæð og eitt ferðamannasvæði og það gagnast svæðinu öllu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×